Allt að 75 hús ónýt Árni Sæberg skrifar 13. mars 2024 10:43 Talið er að altjón hafi orðið á allt að 75 húsum í Grindavík. Vísir/Vilhelm Náttúruhamfaratryggingu Íslands hefur borist um fimm hundruð tilkynningar um tjón í Grindavík frá því að atburðir hófust þar 10. nóvember síðastliðinn. Við yfirferð innsendra tilkynninga hefur komið í ljós að sendar hafa verið fleiri en ein tilkynning vegna nokkurra mála og eru því mál sem krefjast meðferðar af hálfu NTÍ nokkru færri en innsendar tilkynningar, eða 474. Í tilkynningu á vef Náttúruhamfaratryggingar segir að tjónamati sé lokið í 196 málum, úrvinnsla matsmanna hafin í 217 málum en 61 mál bíði tjónaskoðunar. Af þessum 474 málum séu 414 vegna húseigna, 54 vegna lausafjár og innbús og sex vegna veitukerfa. Altjón á allt að 75 húsum Tilkynningar vegna húseigna skiptist þannig að 335 eru vegna íbúðarhúsnæðis og 79 vegna atvinnuhúsnæðis. Endanlegur fjöldi altjónshúsa liggi ekki fyrir en að óbreyttu megi búast við að þau verði á bilinu 70 til 75. Uppgjör vegna altjóns á húseignum sé hafið í 62 málum, þar af séu 34 vegna íbúðarhúsnæðis þar sem heildarbótafjárhæð sé um 2,4 milljarðar króna og 28 vegna atvinnuhúsnæðis þar sem heildarbótafjárhæð sé um 3,4 milljarðar króna. Tjón undir eigin áhættu í 82 tilvikum Bótafjárhæðir vegna hlutatjóns liggi nú fyrir í 112 málum og unnið sé að kynningu þeirra mála fyrir eigendum. Af þeim sé 102 hlutatjónsmál vegna íbúðarhúsnæðis þar sem heildarbótafjárhæð sé samtals um 180 milljónir króna, eða að meðaltali um 1,8 milljón í hverju máli. Búið sé að meta tíu hlutatjónsmál vegna atvinnuhúsnæðis þar sem heildarbætur nemi samtals 46 milljónum króna, eða um 4,6 milljónum að meðaltali í hverju máli. Í 82 málum sé það mat matsmanna að tjón sé lægra en eigin áhætta eða að atburðurinn sé ekki orsök tjóns á eigninni og muni því ekki koma til greiðslu tjónabóta í þeim málum. Eigin áhætta í hverju tjóni er að lágmarki 400 þúsund krónur. Alls hafi borist 54 tilkynningar um tjón á lausafé og innbúi og tjónamati sé lokið í 37 málum. Metin bótafjárhæð í þessum 37 málum sé um 60 milljónir króna. Sex tilkynningar hafi borist vegna tjóns á veitukerfum en umfang þess tjóns liggi ekki fyrir. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Grindvíkingar í hjólhýsum og pínulitlum íbúðum Forseti bæjarstjórnar í Grindavík segir 130 fjölskyldur úr Grindavík enn búa við óviðunandi húsnæðiskost. Dæmi séu um fólk sem búi í hjólhýsum og fjölskyldur í um tuttugu fermetra íbúðum. Farið er fram á frekari stuðning ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum. 12. mars 2024 12:02 Altjón á yfir sextíu húsum í Grindavík Altjón er á 60 til 65 húsum við sprungusvæðin í Grindavík. Á öðrum svæðum í bænum er tjónið mun minna en búist var við. Sviðsstjóri vátryggingasviðs NTÍ segir varhugavert að ráðast í viðgerðir á eignum á meðan atburðinum sé ekki lokið. 1. mars 2024 12:03 Mat á skemmdum eigna í Grindavík nánast lokið Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) hafa lokið við að skoða og meta skemmdir á flestum íbúðar- og atvinnueignum í Grindavík. Unnið er að kostnaðarmati og gerð matsgerða en fyrstu húsnæðiseigendur bæjarins fá matsgerðir kynntar í lok næstu viku. 1. mars 2024 09:44 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Sjá meira
Í tilkynningu á vef Náttúruhamfaratryggingar segir að tjónamati sé lokið í 196 málum, úrvinnsla matsmanna hafin í 217 málum en 61 mál bíði tjónaskoðunar. Af þessum 474 málum séu 414 vegna húseigna, 54 vegna lausafjár og innbús og sex vegna veitukerfa. Altjón á allt að 75 húsum Tilkynningar vegna húseigna skiptist þannig að 335 eru vegna íbúðarhúsnæðis og 79 vegna atvinnuhúsnæðis. Endanlegur fjöldi altjónshúsa liggi ekki fyrir en að óbreyttu megi búast við að þau verði á bilinu 70 til 75. Uppgjör vegna altjóns á húseignum sé hafið í 62 málum, þar af séu 34 vegna íbúðarhúsnæðis þar sem heildarbótafjárhæð sé um 2,4 milljarðar króna og 28 vegna atvinnuhúsnæðis þar sem heildarbótafjárhæð sé um 3,4 milljarðar króna. Tjón undir eigin áhættu í 82 tilvikum Bótafjárhæðir vegna hlutatjóns liggi nú fyrir í 112 málum og unnið sé að kynningu þeirra mála fyrir eigendum. Af þeim sé 102 hlutatjónsmál vegna íbúðarhúsnæðis þar sem heildarbótafjárhæð sé samtals um 180 milljónir króna, eða að meðaltali um 1,8 milljón í hverju máli. Búið sé að meta tíu hlutatjónsmál vegna atvinnuhúsnæðis þar sem heildarbætur nemi samtals 46 milljónum króna, eða um 4,6 milljónum að meðaltali í hverju máli. Í 82 málum sé það mat matsmanna að tjón sé lægra en eigin áhætta eða að atburðurinn sé ekki orsök tjóns á eigninni og muni því ekki koma til greiðslu tjónabóta í þeim málum. Eigin áhætta í hverju tjóni er að lágmarki 400 þúsund krónur. Alls hafi borist 54 tilkynningar um tjón á lausafé og innbúi og tjónamati sé lokið í 37 málum. Metin bótafjárhæð í þessum 37 málum sé um 60 milljónir króna. Sex tilkynningar hafi borist vegna tjóns á veitukerfum en umfang þess tjóns liggi ekki fyrir.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Grindvíkingar í hjólhýsum og pínulitlum íbúðum Forseti bæjarstjórnar í Grindavík segir 130 fjölskyldur úr Grindavík enn búa við óviðunandi húsnæðiskost. Dæmi séu um fólk sem búi í hjólhýsum og fjölskyldur í um tuttugu fermetra íbúðum. Farið er fram á frekari stuðning ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum. 12. mars 2024 12:02 Altjón á yfir sextíu húsum í Grindavík Altjón er á 60 til 65 húsum við sprungusvæðin í Grindavík. Á öðrum svæðum í bænum er tjónið mun minna en búist var við. Sviðsstjóri vátryggingasviðs NTÍ segir varhugavert að ráðast í viðgerðir á eignum á meðan atburðinum sé ekki lokið. 1. mars 2024 12:03 Mat á skemmdum eigna í Grindavík nánast lokið Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) hafa lokið við að skoða og meta skemmdir á flestum íbúðar- og atvinnueignum í Grindavík. Unnið er að kostnaðarmati og gerð matsgerða en fyrstu húsnæðiseigendur bæjarins fá matsgerðir kynntar í lok næstu viku. 1. mars 2024 09:44 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Sjá meira
Grindvíkingar í hjólhýsum og pínulitlum íbúðum Forseti bæjarstjórnar í Grindavík segir 130 fjölskyldur úr Grindavík enn búa við óviðunandi húsnæðiskost. Dæmi séu um fólk sem búi í hjólhýsum og fjölskyldur í um tuttugu fermetra íbúðum. Farið er fram á frekari stuðning ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum. 12. mars 2024 12:02
Altjón á yfir sextíu húsum í Grindavík Altjón er á 60 til 65 húsum við sprungusvæðin í Grindavík. Á öðrum svæðum í bænum er tjónið mun minna en búist var við. Sviðsstjóri vátryggingasviðs NTÍ segir varhugavert að ráðast í viðgerðir á eignum á meðan atburðinum sé ekki lokið. 1. mars 2024 12:03
Mat á skemmdum eigna í Grindavík nánast lokið Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) hafa lokið við að skoða og meta skemmdir á flestum íbúðar- og atvinnueignum í Grindavík. Unnið er að kostnaðarmati og gerð matsgerða en fyrstu húsnæðiseigendur bæjarins fá matsgerðir kynntar í lok næstu viku. 1. mars 2024 09:44