Kvikumagn komið yfir þau mörk sem hleypt hafa af stað eldgosi Kristján Már Unnarsson skrifar 12. mars 2024 22:11 Eldgosin þrjú frá því í desember hafa öll brotist upp á Sundhnúksgígaröðinni. Vísir Veðurstofan varar við því að heildarmagn kviku undir Svartsengi sé núna komið yfir þau mörk, sem sett hafa af stað kvikuhlaup og eldgos í Sundhnúksgígaröðinni. Því séu auknar líkur á nýju kvikuhlaupi eða eldgosi á næstu dögum. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá á korti svæðið þar sem eldgosin þrjú hafa brotist upp frá því í desember. Veðurstofan segir mjög óvenjulegt hversu takföst virknin hefur verið hingað til. Gos í desember, gos í janúar og svo gos í febrúar, og miðað við þennan takt þá ætti fjórða gosið að vera að bresta á núna eða næstu daga. Hér má sjá hraunin frá eldgosunum þremur.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Kvikan er talin safnast fyrir í hólfi undir Svartsengi. Þegar ákveðnum þrýstingi hefur verið náð hefur hún hlaupið yfir í Sundhnúksgígaröðina og gosið þar. Uppfært hættumatskort Veðurstofunnar gerir ráð fyrir að líklegast sé að næsta eldgos komi upp á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells. Syðsti hlutinn er óþægilega nálægt Grindavík þannig að gera má ráð fyrir að flestir voni að gosið komi upp norðar og sem lengst frá innviðum. Hættumat Veðurstofunnar sýnir að mesta hættan á gosopnun án fyrirvara og hraunrennsli er á rauða svæðinu. Uppfært línurit, sem Veðurstofan birti einnig í dag, sýnir hvað eldstöðin hefur þurft langan tíma til að hlaða í næsta gos og hve mikið kvikumagn. Bláa, græna og gula stjarnan sýna hvenær gosin byrjuðu. Rauða línan, þessi neðsta, sýnir núverandi stöðu og að eldstöðin er komin fram yfir tímann. Línurnar tákna viðburðina í yfirstandandi eldgosahrinu. Stjörnurnar tákna eldgos.Veðurstofan Hinn ásinn sýnir svo rúmmál kvikunnar sem þurft hefur til að koma gosi af stað, á bilinu 8 til 13 milljónir rúmmetra. Segir Veðurstofan að heildarmagn kviku undir Svartsengi sé núna komið yfir þau mörk. Því séu auknar líkur á nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á næstu dögum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Almannavarnir Tengdar fréttir Býst við eldgosi á næstu dögum og það gæti orðið með sírennsli Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðiprófessor telur líklegt að eldgos brjótist upp á næstu dögum og langlíklegasta staðsetning verði á miðri Sundhnúkssprungunni. Hann telur þá sviðsmynd mögulega að næsta gos detti í sírennsli hraunkviku. 11. mars 2024 21:21 Ekki víst hvers vegna kom ekki til eldgoss Óvíst er hvers vegna kvika braut sér ekki leið til yfirborðs þann 2. mars síðastliðinn þegar kvikuhlaup átti sér stað á Sundhnúksgígaröðinni. Veðurstofan segir ástæðu vera til þess að rannsaka atburðarásina frekar til að varpa betur ljósi á eðli kvikuhlaupa á svæðinu og til að átta sig á hvert framhaldið verður. 8. mars 2024 17:16 Um tíu milljón rúmmetrar af kviku undir Svartsengi Talið er að um tíu milljón rúmmetrar af kviku hafi nú safnast saman í kvikuhólfinu undir Svartsengi. Miklar líkur eru á kvikuhlaupi sem getur leitt til eldgoss þegar kvikan er orðin átta til þrettán milljón rúmmetrar. 7. mars 2024 10:48 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Lína Langsokkur - Uppselt er á 50 sýningar Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá á korti svæðið þar sem eldgosin þrjú hafa brotist upp frá því í desember. Veðurstofan segir mjög óvenjulegt hversu takföst virknin hefur verið hingað til. Gos í desember, gos í janúar og svo gos í febrúar, og miðað við þennan takt þá ætti fjórða gosið að vera að bresta á núna eða næstu daga. Hér má sjá hraunin frá eldgosunum þremur.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Kvikan er talin safnast fyrir í hólfi undir Svartsengi. Þegar ákveðnum þrýstingi hefur verið náð hefur hún hlaupið yfir í Sundhnúksgígaröðina og gosið þar. Uppfært hættumatskort Veðurstofunnar gerir ráð fyrir að líklegast sé að næsta eldgos komi upp á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells. Syðsti hlutinn er óþægilega nálægt Grindavík þannig að gera má ráð fyrir að flestir voni að gosið komi upp norðar og sem lengst frá innviðum. Hættumat Veðurstofunnar sýnir að mesta hættan á gosopnun án fyrirvara og hraunrennsli er á rauða svæðinu. Uppfært línurit, sem Veðurstofan birti einnig í dag, sýnir hvað eldstöðin hefur þurft langan tíma til að hlaða í næsta gos og hve mikið kvikumagn. Bláa, græna og gula stjarnan sýna hvenær gosin byrjuðu. Rauða línan, þessi neðsta, sýnir núverandi stöðu og að eldstöðin er komin fram yfir tímann. Línurnar tákna viðburðina í yfirstandandi eldgosahrinu. Stjörnurnar tákna eldgos.Veðurstofan Hinn ásinn sýnir svo rúmmál kvikunnar sem þurft hefur til að koma gosi af stað, á bilinu 8 til 13 milljónir rúmmetra. Segir Veðurstofan að heildarmagn kviku undir Svartsengi sé núna komið yfir þau mörk. Því séu auknar líkur á nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á næstu dögum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Almannavarnir Tengdar fréttir Býst við eldgosi á næstu dögum og það gæti orðið með sírennsli Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðiprófessor telur líklegt að eldgos brjótist upp á næstu dögum og langlíklegasta staðsetning verði á miðri Sundhnúkssprungunni. Hann telur þá sviðsmynd mögulega að næsta gos detti í sírennsli hraunkviku. 11. mars 2024 21:21 Ekki víst hvers vegna kom ekki til eldgoss Óvíst er hvers vegna kvika braut sér ekki leið til yfirborðs þann 2. mars síðastliðinn þegar kvikuhlaup átti sér stað á Sundhnúksgígaröðinni. Veðurstofan segir ástæðu vera til þess að rannsaka atburðarásina frekar til að varpa betur ljósi á eðli kvikuhlaupa á svæðinu og til að átta sig á hvert framhaldið verður. 8. mars 2024 17:16 Um tíu milljón rúmmetrar af kviku undir Svartsengi Talið er að um tíu milljón rúmmetrar af kviku hafi nú safnast saman í kvikuhólfinu undir Svartsengi. Miklar líkur eru á kvikuhlaupi sem getur leitt til eldgoss þegar kvikan er orðin átta til þrettán milljón rúmmetrar. 7. mars 2024 10:48 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Lína Langsokkur - Uppselt er á 50 sýningar Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Sjá meira
Býst við eldgosi á næstu dögum og það gæti orðið með sírennsli Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðiprófessor telur líklegt að eldgos brjótist upp á næstu dögum og langlíklegasta staðsetning verði á miðri Sundhnúkssprungunni. Hann telur þá sviðsmynd mögulega að næsta gos detti í sírennsli hraunkviku. 11. mars 2024 21:21
Ekki víst hvers vegna kom ekki til eldgoss Óvíst er hvers vegna kvika braut sér ekki leið til yfirborðs þann 2. mars síðastliðinn þegar kvikuhlaup átti sér stað á Sundhnúksgígaröðinni. Veðurstofan segir ástæðu vera til þess að rannsaka atburðarásina frekar til að varpa betur ljósi á eðli kvikuhlaupa á svæðinu og til að átta sig á hvert framhaldið verður. 8. mars 2024 17:16
Um tíu milljón rúmmetrar af kviku undir Svartsengi Talið er að um tíu milljón rúmmetrar af kviku hafi nú safnast saman í kvikuhólfinu undir Svartsengi. Miklar líkur eru á kvikuhlaupi sem getur leitt til eldgoss þegar kvikan er orðin átta til þrettán milljón rúmmetrar. 7. mars 2024 10:48