Þjóð ofurseld í morðingjahendur Hjálmtýr Heiðdal skrifar 11. mars 2024 11:31 Afstaða stjórnvalda í mörgum vestrænum ríkjum þýðir í raun að þessir aðilar hafa ofurselt þjóð Palestínu í hendur stjórnvalda í Ísrael. Þessi ríki taka afstöðu með Ísrael og segja að landið hafi rétt til að verja sig. Þó sjá allir sem vilja sjá að Ísrael er ekki að verja sig - síonistarnir sem stýra málum eru að verja landrán, kúgun og morð. Þjófar og morðingjar eru aldrei í rétti - nema núna - nú eru þeir studdir til verka. Nú blasir sú staðreynd við að þjóðirnar sem segjast verja mannréttindi og frelsi eru vísvitandi að særa það alþjóðlega réttarkerfi, sem m.a. Alþjóðadómstóllinn er hluti af, holundarsári sem mun veikja það ef ekki drepa. Einnig stefnir í sömu átt varðandi UNRWA. Ísland hefur ásamt fleiri ríkjum rekið rýting í þá stofnun á grundvelli ásakanna sem hafa reynst lygar einar. Ísrael hefur friðhelgi til þess að drepa með öllum ráðum, flugskeytum, sprengjum, fallbyssuskothríð, leyniskyttum og með sviptingu lífsbjargarinnar. Börn deyja úr hungri, heilu fjölskyldurnar eru þurrkaðar út, fjölmiðlafólk, læknar, hjúkrunarfólk, skáld og menningarfrömuðir - allt myrt með hnitmiðuðum aðgerðum morðingjahersins. Háskólar, sjúkrahús, heilsugæslustöðvar, barnaskólar, moskur, bókasöfn og íbúðarhús - allt lagt í rúst. Þetta er þjóðarmorð. Almenningur verður að rísa gegn þeim aðilum sem styðja þjóðarmorð - við verðum að stöðva viðskipti við morðingjana - við eigum ekki að syngja með fulltrúum þeirra á sviði - við eigum ekki að leika við þá í íþróttaleikjum - við eigum að útiloka morðingjana og einangra. Ef það tekst þá er mögulegt að brjóta ofurvald Bandaríkjanna og stuðningsríkja þeirra á bak aftur og ná þannig að losa Palestínumenn undan rústunum sem vestrænar ríkisstjórnir bera mikla ábyrgð á. Höfundur er formaður Félagsins Ísland – Palestína og höfundur bókarinnar Íslandsstræti í Jerúsalem. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmtýr Heiðdal Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Afstaða stjórnvalda í mörgum vestrænum ríkjum þýðir í raun að þessir aðilar hafa ofurselt þjóð Palestínu í hendur stjórnvalda í Ísrael. Þessi ríki taka afstöðu með Ísrael og segja að landið hafi rétt til að verja sig. Þó sjá allir sem vilja sjá að Ísrael er ekki að verja sig - síonistarnir sem stýra málum eru að verja landrán, kúgun og morð. Þjófar og morðingjar eru aldrei í rétti - nema núna - nú eru þeir studdir til verka. Nú blasir sú staðreynd við að þjóðirnar sem segjast verja mannréttindi og frelsi eru vísvitandi að særa það alþjóðlega réttarkerfi, sem m.a. Alþjóðadómstóllinn er hluti af, holundarsári sem mun veikja það ef ekki drepa. Einnig stefnir í sömu átt varðandi UNRWA. Ísland hefur ásamt fleiri ríkjum rekið rýting í þá stofnun á grundvelli ásakanna sem hafa reynst lygar einar. Ísrael hefur friðhelgi til þess að drepa með öllum ráðum, flugskeytum, sprengjum, fallbyssuskothríð, leyniskyttum og með sviptingu lífsbjargarinnar. Börn deyja úr hungri, heilu fjölskyldurnar eru þurrkaðar út, fjölmiðlafólk, læknar, hjúkrunarfólk, skáld og menningarfrömuðir - allt myrt með hnitmiðuðum aðgerðum morðingjahersins. Háskólar, sjúkrahús, heilsugæslustöðvar, barnaskólar, moskur, bókasöfn og íbúðarhús - allt lagt í rúst. Þetta er þjóðarmorð. Almenningur verður að rísa gegn þeim aðilum sem styðja þjóðarmorð - við verðum að stöðva viðskipti við morðingjana - við eigum ekki að syngja með fulltrúum þeirra á sviði - við eigum ekki að leika við þá í íþróttaleikjum - við eigum að útiloka morðingjana og einangra. Ef það tekst þá er mögulegt að brjóta ofurvald Bandaríkjanna og stuðningsríkja þeirra á bak aftur og ná þannig að losa Palestínumenn undan rústunum sem vestrænar ríkisstjórnir bera mikla ábyrgð á. Höfundur er formaður Félagsins Ísland – Palestína og höfundur bókarinnar Íslandsstræti í Jerúsalem.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun