Veitingamenn slegnir og kalla eftir skilvirkara eftirliti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. mars 2024 19:07 Aðalgeir Ástvaldsson, framkvæmdastjóri SVEIT, segir að efla þurfi eftirlit. Vísir/Ívar Fannar Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði kallar eftir að vinnustaðaeftirlit verði eflt. Veitingamenn séu slegnir eftir umfangsmiklar lögregluaðgerðir í tengslum við meint mansal á veitingastöðum Davíðs Viðarssonar í síðustu viku. Átta voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu í síðustu viku og bættist einn sakborningur við í gær. Sex, þrír karlmenn og þrjár konur, voru úrskurðuð í gæsluvarðhald fyrir héraðsdómi á fimmtudag og staðfesti Landsréttur þann úrskurð í gær. Elín Agnes Kristínarsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá rannsóknarsviði, segir í samtali við fréttastofu að fórnarlömb séu á þriðja tug, bæði karlar og konur. Nokkrum veitingastöðum, gistiheimilum og hótelum var lokað í aðgerðum og koma staðirnir ekki til með að opna aftur. Grunur hefur verið uppi um skipulagða glæpastarfsemi í tengslum við staðina um nokkurt skeið. „Þetta auðvitað vekur ugg og að svona skipulögð glæpastarfsemi sé komin með svona ítök er það sem situr aðallega eftir,“ segir Aðalgeir Ástvaldsson, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði. „Maður hefði kannski óskað þess að það hefði verið hægt að grípa inn í fyrr en auðvitða þekkir maður ekki alla enda málsins.“ Lögregla og ríkisskattstjóri sinna nú vinnustaðaeftirliti, þar sem einkennisklæddir fulltrúar líta við á háannatíma. Veitingamenn hafi kallað eftir því um nokkurt skeið að eftirlit verði gert skilvirkara og framkvæmt af óeinkennisklæddum mönnum í meiri ró. „Það er klárlega mín skoðun. Þá hugsar maður það líka út frá upplifun viðskiptavinanna því þeir þurfa að bera traust og andrúmsloftið á veitingastöðum þurfum við að vernda. Við erum boðin og búin til að vera með í eftirliti sem spornar við mansali og ólöglegri atvinnustarfsemi en það er spurning að endurhugsa aðferðirnar,“ segir Aðalgeir. Neytendasamtökin hafa lagt til að einkunn sem veitingastaðir fá hjá heilbrigðiseftirlitinu verði gerð sýnileg á stöðum til dæmis með broskallakerfi. „Það er eitthvað se við sjáum í nágrannalöndunum okkar. Mig minnir að í London séu það þumalputtarnir og í Danmörku broskallar. Það er gott og vel. Við erum tilbúin að leggja okkar að í þeirri vinnu.“ Mál Davíðs Viðarssonar Veitingastaðir Lögreglumál Tengdar fréttir Vill broskarl eða súrkarl í glugga veitingastaða Formaður Neytendasamtakanna kallar eftir því að úttektir heilbrigðiseftirlita verði aðgengilegar almenningi með einföldum hætti við komu á veitingastaði. Slík upplýsingagjöf sé mikið neytendamál enda hvetji hún forsvarsmenn staðina til að standa sig betur auk þess sem matvælaöryggi eykst. 9. mars 2024 14:01 Ráðinn sem sérhæfður kokkur en settur í ræstingar Flestir þeirra sem fá dvalarleyfi á Íslandi vegna sérfræðiþekkingar, líkt og talið er að fórnarlömb meints mansals Davíðs Viðarssonar hafi fengið, koma frá Víetnam. Sviðsstjóri hjá Vinnumálastofnun segir það koma reglulega fyrir að fólk vinni við allt annað en það er sagt ætla að gera við komuna hingað til lands. 9. mars 2024 07:54 Fjölgar um einn í hópi sakborninga Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir engar frekari aðgerðir vera skipulagðar varðandi meint mansal athafnamannsins Davíðs Viðarssonar en að yfirheyrslur og gagnaúrvinnsla gangi vel. 8. mars 2024 23:51 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Átta voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu í síðustu viku og bættist einn sakborningur við í gær. Sex, þrír karlmenn og þrjár konur, voru úrskurðuð í gæsluvarðhald fyrir héraðsdómi á fimmtudag og staðfesti Landsréttur þann úrskurð í gær. Elín Agnes Kristínarsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá rannsóknarsviði, segir í samtali við fréttastofu að fórnarlömb séu á þriðja tug, bæði karlar og konur. Nokkrum veitingastöðum, gistiheimilum og hótelum var lokað í aðgerðum og koma staðirnir ekki til með að opna aftur. Grunur hefur verið uppi um skipulagða glæpastarfsemi í tengslum við staðina um nokkurt skeið. „Þetta auðvitað vekur ugg og að svona skipulögð glæpastarfsemi sé komin með svona ítök er það sem situr aðallega eftir,“ segir Aðalgeir Ástvaldsson, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði. „Maður hefði kannski óskað þess að það hefði verið hægt að grípa inn í fyrr en auðvitða þekkir maður ekki alla enda málsins.“ Lögregla og ríkisskattstjóri sinna nú vinnustaðaeftirliti, þar sem einkennisklæddir fulltrúar líta við á háannatíma. Veitingamenn hafi kallað eftir því um nokkurt skeið að eftirlit verði gert skilvirkara og framkvæmt af óeinkennisklæddum mönnum í meiri ró. „Það er klárlega mín skoðun. Þá hugsar maður það líka út frá upplifun viðskiptavinanna því þeir þurfa að bera traust og andrúmsloftið á veitingastöðum þurfum við að vernda. Við erum boðin og búin til að vera með í eftirliti sem spornar við mansali og ólöglegri atvinnustarfsemi en það er spurning að endurhugsa aðferðirnar,“ segir Aðalgeir. Neytendasamtökin hafa lagt til að einkunn sem veitingastaðir fá hjá heilbrigðiseftirlitinu verði gerð sýnileg á stöðum til dæmis með broskallakerfi. „Það er eitthvað se við sjáum í nágrannalöndunum okkar. Mig minnir að í London séu það þumalputtarnir og í Danmörku broskallar. Það er gott og vel. Við erum tilbúin að leggja okkar að í þeirri vinnu.“
Mál Davíðs Viðarssonar Veitingastaðir Lögreglumál Tengdar fréttir Vill broskarl eða súrkarl í glugga veitingastaða Formaður Neytendasamtakanna kallar eftir því að úttektir heilbrigðiseftirlita verði aðgengilegar almenningi með einföldum hætti við komu á veitingastaði. Slík upplýsingagjöf sé mikið neytendamál enda hvetji hún forsvarsmenn staðina til að standa sig betur auk þess sem matvælaöryggi eykst. 9. mars 2024 14:01 Ráðinn sem sérhæfður kokkur en settur í ræstingar Flestir þeirra sem fá dvalarleyfi á Íslandi vegna sérfræðiþekkingar, líkt og talið er að fórnarlömb meints mansals Davíðs Viðarssonar hafi fengið, koma frá Víetnam. Sviðsstjóri hjá Vinnumálastofnun segir það koma reglulega fyrir að fólk vinni við allt annað en það er sagt ætla að gera við komuna hingað til lands. 9. mars 2024 07:54 Fjölgar um einn í hópi sakborninga Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir engar frekari aðgerðir vera skipulagðar varðandi meint mansal athafnamannsins Davíðs Viðarssonar en að yfirheyrslur og gagnaúrvinnsla gangi vel. 8. mars 2024 23:51 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Vill broskarl eða súrkarl í glugga veitingastaða Formaður Neytendasamtakanna kallar eftir því að úttektir heilbrigðiseftirlita verði aðgengilegar almenningi með einföldum hætti við komu á veitingastaði. Slík upplýsingagjöf sé mikið neytendamál enda hvetji hún forsvarsmenn staðina til að standa sig betur auk þess sem matvælaöryggi eykst. 9. mars 2024 14:01
Ráðinn sem sérhæfður kokkur en settur í ræstingar Flestir þeirra sem fá dvalarleyfi á Íslandi vegna sérfræðiþekkingar, líkt og talið er að fórnarlömb meints mansals Davíðs Viðarssonar hafi fengið, koma frá Víetnam. Sviðsstjóri hjá Vinnumálastofnun segir það koma reglulega fyrir að fólk vinni við allt annað en það er sagt ætla að gera við komuna hingað til lands. 9. mars 2024 07:54
Fjölgar um einn í hópi sakborninga Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir engar frekari aðgerðir vera skipulagðar varðandi meint mansal athafnamannsins Davíðs Viðarssonar en að yfirheyrslur og gagnaúrvinnsla gangi vel. 8. mars 2024 23:51