Hátíðleg kransakaka fyrir fermingardaginn Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 8. mars 2024 09:25 Helga Magga töfraði fram fallega kransaköku skreytta lifandi blómum. Fermingarnar eru á næsta leiti með tilheyrandi veisluhöldum. Af því tilefni töfraði matarbloggarinn Helga Magga fram hátíðlega kransaköku skreytta fallegum blómum sem væri tilvalin í fermingarveisluna. „Það er mælt með því að baka kransakökuna tímanlega og frysta hana. Hún verður betri þannig. Ég tek hana svo út úr frystinum kvöldinu áður en ég ætla að skreyta hana eða að morgni,“ skrifaði Helga Magga og deildi uppskriftinni og aðferð með fylgjendum sínum á Instagram. Hátíðleg kransakaka Hráefni Fjórtán til sextán hringir: 1 kg kransakökumassi 500 g sykur 2 eggjahvítur Átján hringir: 1,5 kg kransakökumassi 750 g sykur 3 eggjahvítur Glassúr Ein eggjahvíta Flórsykur (misjafnt hversu mikið) Sítrónusafi nokkrir dropar View this post on Instagram A post shared by Helga Magga I Macros næringarþjálfun (@helgamagga) Aðferð Stillið ofninn á 190°C undir og yfir hita.Byrjið á að hræra massanum og sykrinum aðeins saman í hrærivél eða matvinnsluvél. Bætið eggjahvítunum út í og hrærið áfram. Massinn á að vera þéttur og ekki of blautur. (Ef eggin eru stór gæti verið gott að nota aðeins minna af eggjahvítunum.)Setjið massann í kæli yfir nótt eða nokkrar klukkustundir áður en hann er bakaður.Þá er að hefjast handa og búa til hringina.Skerið part af massanum og rúllið í lengjur. Gott að nota reglustiku eða málband til að mæla þykktina. Hver lengja á að vera 1,5 cm á breidd. Taktu reglustikuna og mældu fyrsta hringinn 10 cm langan. Eftir það eru þremur cm bætt við næta hring.(13 cm lengja, 16 cm lengja, 19 cm lengja og svo framvegis.) Myndaðu hring úr lengjunum. Notið smá vatn til að loka sárin.Setjið hringina á plötu. Gott að raða þeim vel með smá bil á milli hringja. Áður en þeir eru bakaðir er sniðugt að dúmpa aðeins ofan á þá með hnífsblaði til að slétta misfellur.Bakað í 11-13 mínútur. Fylgist vel með þeim svo þeir verða ekki of dökkir. Við viljum að hringirnir séu ljósbrúnir. Kakan er sett í frysti og tekin út kvöldinu áður. Skreytið kökuna sama morgun og hún er borin fram. Skreyting Glassúr Þeytið saman einni eggjahvítu, flórsykri og nokkrum dropum af sítrónusafa. Sigtið safann út í. Bætið flórsykri í skálina þar til blandan fer að þykkna og orðin teygjanleg. Ef glassúrinn er of þykkur má bæta meiri sítrónusafa út í. Byrjið á að sprauta á neðsta hringinn. Gott að setja örlítið af glassúrnum undir til að festa hann við diskinn. Skreytið einn hring í einu og setjið næsta hring ofan á til að þeir festast saman. Í lokin má bæta við blómum eða öðru skrauti. Aðferðina má sjá í myndskeiðinu hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Helga Magga I Macros næringarþjálfun (@helgamagga) „Það er skemmtilegt að baka kransaköku sjálfur, ódýrt, en vissulega tekur það smá tíma. Skemmtilegt að baka saman með fermingarbarni og leyfa því að velja skrautið sem fer á kökuna. Ég elska að skreyta kökur með lifandi blómum, alltaf gott þegar notuð eru lifandi blóm að setja þau á kökuna stuttu fyrir veisluna, amk. ekki kvöldinu áður,“ skrifar Helga Magga við færsluna. Fermingar Uppskriftir Kökur og tertur Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Tíska og hönnun Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Fleiri fréttir Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Sjá meira
„Það er mælt með því að baka kransakökuna tímanlega og frysta hana. Hún verður betri þannig. Ég tek hana svo út úr frystinum kvöldinu áður en ég ætla að skreyta hana eða að morgni,“ skrifaði Helga Magga og deildi uppskriftinni og aðferð með fylgjendum sínum á Instagram. Hátíðleg kransakaka Hráefni Fjórtán til sextán hringir: 1 kg kransakökumassi 500 g sykur 2 eggjahvítur Átján hringir: 1,5 kg kransakökumassi 750 g sykur 3 eggjahvítur Glassúr Ein eggjahvíta Flórsykur (misjafnt hversu mikið) Sítrónusafi nokkrir dropar View this post on Instagram A post shared by Helga Magga I Macros næringarþjálfun (@helgamagga) Aðferð Stillið ofninn á 190°C undir og yfir hita.Byrjið á að hræra massanum og sykrinum aðeins saman í hrærivél eða matvinnsluvél. Bætið eggjahvítunum út í og hrærið áfram. Massinn á að vera þéttur og ekki of blautur. (Ef eggin eru stór gæti verið gott að nota aðeins minna af eggjahvítunum.)Setjið massann í kæli yfir nótt eða nokkrar klukkustundir áður en hann er bakaður.Þá er að hefjast handa og búa til hringina.Skerið part af massanum og rúllið í lengjur. Gott að nota reglustiku eða málband til að mæla þykktina. Hver lengja á að vera 1,5 cm á breidd. Taktu reglustikuna og mældu fyrsta hringinn 10 cm langan. Eftir það eru þremur cm bætt við næta hring.(13 cm lengja, 16 cm lengja, 19 cm lengja og svo framvegis.) Myndaðu hring úr lengjunum. Notið smá vatn til að loka sárin.Setjið hringina á plötu. Gott að raða þeim vel með smá bil á milli hringja. Áður en þeir eru bakaðir er sniðugt að dúmpa aðeins ofan á þá með hnífsblaði til að slétta misfellur.Bakað í 11-13 mínútur. Fylgist vel með þeim svo þeir verða ekki of dökkir. Við viljum að hringirnir séu ljósbrúnir. Kakan er sett í frysti og tekin út kvöldinu áður. Skreytið kökuna sama morgun og hún er borin fram. Skreyting Glassúr Þeytið saman einni eggjahvítu, flórsykri og nokkrum dropum af sítrónusafa. Sigtið safann út í. Bætið flórsykri í skálina þar til blandan fer að þykkna og orðin teygjanleg. Ef glassúrinn er of þykkur má bæta meiri sítrónusafa út í. Byrjið á að sprauta á neðsta hringinn. Gott að setja örlítið af glassúrnum undir til að festa hann við diskinn. Skreytið einn hring í einu og setjið næsta hring ofan á til að þeir festast saman. Í lokin má bæta við blómum eða öðru skrauti. Aðferðina má sjá í myndskeiðinu hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Helga Magga I Macros næringarþjálfun (@helgamagga) „Það er skemmtilegt að baka kransaköku sjálfur, ódýrt, en vissulega tekur það smá tíma. Skemmtilegt að baka saman með fermingarbarni og leyfa því að velja skrautið sem fer á kökuna. Ég elska að skreyta kökur með lifandi blómum, alltaf gott þegar notuð eru lifandi blóm að setja þau á kökuna stuttu fyrir veisluna, amk. ekki kvöldinu áður,“ skrifar Helga Magga við færsluna.
Fermingar Uppskriftir Kökur og tertur Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Tíska og hönnun Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Fleiri fréttir Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Sjá meira