Safna fyrir litríkri endurkomu Lilla tígurs Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. mars 2024 07:01 Þórhildur og Grettir gera aðra seríu um Lilla tígur með þeim Fanný Rögnu Gröndal og dóttur hennar Elmu Örk Johansen en söfnun fyrir þættina er ekki enn í höfn. Vísir/Vilhelm Hinn sex ára gamli Grettir Thor Árnason safnar nú fyrir framhaldsseríu af geysivinsæla barnaefninu um Lilla tígur ásamt móður sinni Þórhildi Stefánsdóttur á Karolina Fund. Að þessu sinni mun Lilli tígur leika sér með litina og hafa mæðgurnar Fanný Ragna Gröndal og Elma Örk Johansen bæst í hópinn. Þau Grettir og Þórhildur skelltu sér í viðtal um málið hjá Ósk Gunnars á FM957 í gær. Í samtali við Vísi segir Þórhildur að þau Grettir séu vongóð um söfnunin muni takast en þó sé enn nokkuð í land þegar einungis fjórir dagar eru eftir af söfnuninni inni á vef Karolina Fund. Leikur sér mest með Lilla tígur Rúm tvö ár eru síðan Grettir gaf út fyrsta þáttinn um Lilla tígur á Youtube. Þau mæðgin söfnuðu á fyrir gerð fleiri þátta og eru þættirnir um tígurinn nú sýndir í línulegri dagskrá á Stöð 2 og á streymisveitunni Stöð 2+. Grettir segir á FM957 að hann leiki sér enn mest með Lilla tígur. Spurður hvort þarna sé bangsi á ferðinni þá svarar Grettir því einfaldlega að hér sé á ferðinni tígrisdýr. Í þáttunum lendi Lilli tígur í ýmsum ævintýrum. Hófst allt í veikindum „Grettir hefur alltaf verið mikið fyrir dýr. Svo þegar systir hans var nýfædd og Grettir búinn að vera veikur heima í þrjá daga þá datt okkur í hug að prófa að búa eitthvað til úr dótinu hans,“ segir Þórhildur. Hún útskýrir að þeim hafi fundist vera skortir á barnaefni á íslensku á Youtube. Þau Elma og Grettir munu leika sér með sitt eigið dót í nýju þáttunum um Lilla tígur.Vísir/Vilhelm Grettir hafi sótt lítið leikfangatígrisdýr en frændi hans var nýbúinn að eignast bengalkött á þessum tíma og segir Þórhildur að sig gruni að það hafi haft áhrif á valið á aðalpersónunni. Síðan hafi Grettir brugðið á leik og sagt sögu sem tendist leikmyndinni sem hann sjálfur stillti upp. „Svo prófuðum við að deila myndbandinu á Facebook og við fengum þvílík viðbrögð og fólk vildi meira. Þá fórum við af stað með söfnun á Karolina Fund og úr varð tíu þátta sería þar sem Grettir stjórnaði alveg ferðinni.“ Einn litur tekinn fyrir í hverjum þætti Þórhildur útskýrir að markmiðið með nýju þáttunum verði að efla hugmyndaflug áhorfenda og gefa þeim nýjar hugmyndir að leikjum í hverjum þætti sem hægt er að leika eftir heima eða með vinum. Í þetta sinn verða þær mæðgur Fanney Ragna Gröndal og dóttir hennar Elma Örk Johansen með í gerð þáttanna um Lilla tígur. Lilli tígur hittir áhugaverða tómata í rauða þættinum. „Núna ætlum við að taka fyrir alla litina tíu í litalaginu. Þannig að núna erum við að safna fyrir þáttaröð þar sem litirnir verða þemað. Fyrsti þátturinn er tilbúinn, hann er í gulu þema,“ útskýrir Þórhildur. Leika krakkarnir sér fyrst og fremst með sitt eigið dót. „Grettir og Elma fundu allt gula dótið sem þau gátu og í þessari seríu erum við svona að virkja krakkana. Þegar þetta byrjaði átti þetta aldrei að snúast um bara að halda börnunum alveg við sjónvarpið, við höfum alltaf verið að reyna að efla börnin sjálf í sköpun.“ Söfnunina má finna á vef Karolina Fund. Ástin og lífið Krakkar Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira
Þau Grettir og Þórhildur skelltu sér í viðtal um málið hjá Ósk Gunnars á FM957 í gær. Í samtali við Vísi segir Þórhildur að þau Grettir séu vongóð um söfnunin muni takast en þó sé enn nokkuð í land þegar einungis fjórir dagar eru eftir af söfnuninni inni á vef Karolina Fund. Leikur sér mest með Lilla tígur Rúm tvö ár eru síðan Grettir gaf út fyrsta þáttinn um Lilla tígur á Youtube. Þau mæðgin söfnuðu á fyrir gerð fleiri þátta og eru þættirnir um tígurinn nú sýndir í línulegri dagskrá á Stöð 2 og á streymisveitunni Stöð 2+. Grettir segir á FM957 að hann leiki sér enn mest með Lilla tígur. Spurður hvort þarna sé bangsi á ferðinni þá svarar Grettir því einfaldlega að hér sé á ferðinni tígrisdýr. Í þáttunum lendi Lilli tígur í ýmsum ævintýrum. Hófst allt í veikindum „Grettir hefur alltaf verið mikið fyrir dýr. Svo þegar systir hans var nýfædd og Grettir búinn að vera veikur heima í þrjá daga þá datt okkur í hug að prófa að búa eitthvað til úr dótinu hans,“ segir Þórhildur. Hún útskýrir að þeim hafi fundist vera skortir á barnaefni á íslensku á Youtube. Þau Elma og Grettir munu leika sér með sitt eigið dót í nýju þáttunum um Lilla tígur.Vísir/Vilhelm Grettir hafi sótt lítið leikfangatígrisdýr en frændi hans var nýbúinn að eignast bengalkött á þessum tíma og segir Þórhildur að sig gruni að það hafi haft áhrif á valið á aðalpersónunni. Síðan hafi Grettir brugðið á leik og sagt sögu sem tendist leikmyndinni sem hann sjálfur stillti upp. „Svo prófuðum við að deila myndbandinu á Facebook og við fengum þvílík viðbrögð og fólk vildi meira. Þá fórum við af stað með söfnun á Karolina Fund og úr varð tíu þátta sería þar sem Grettir stjórnaði alveg ferðinni.“ Einn litur tekinn fyrir í hverjum þætti Þórhildur útskýrir að markmiðið með nýju þáttunum verði að efla hugmyndaflug áhorfenda og gefa þeim nýjar hugmyndir að leikjum í hverjum þætti sem hægt er að leika eftir heima eða með vinum. Í þetta sinn verða þær mæðgur Fanney Ragna Gröndal og dóttir hennar Elma Örk Johansen með í gerð þáttanna um Lilla tígur. Lilli tígur hittir áhugaverða tómata í rauða þættinum. „Núna ætlum við að taka fyrir alla litina tíu í litalaginu. Þannig að núna erum við að safna fyrir þáttaröð þar sem litirnir verða þemað. Fyrsti þátturinn er tilbúinn, hann er í gulu þema,“ útskýrir Þórhildur. Leika krakkarnir sér fyrst og fremst með sitt eigið dót. „Grettir og Elma fundu allt gula dótið sem þau gátu og í þessari seríu erum við svona að virkja krakkana. Þegar þetta byrjaði átti þetta aldrei að snúast um bara að halda börnunum alveg við sjónvarpið, við höfum alltaf verið að reyna að efla börnin sjálf í sköpun.“ Söfnunina má finna á vef Karolina Fund.
Ástin og lífið Krakkar Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira