Björgvin Gíslason látinn Jakob Bjarnar skrifar 6. mars 2024 11:07 Björgvin má með réttu heita vitrúós á sinn gítar. Hann varð bráðkvaddur í gær. Björgvin Gíslason, einhver snjallasti gítarleikari landsins, varð bráðkvaddur í gær. Fráfall hans má heita áfall fyrir íslenska tónlistarbransann. Auk þess að vera gítarleikari í fremstu röð var hann einstaklega vel liðinn af öllum sem hann þekktu, síbrosandi og sendi frá sér góða strauma. Björgvin á langan og glæsilegan feril að baki en hann fæddist í Reykjavík 4. september 1951 og hóf ungur feril sinn með hljómsveitum á borð við Flamingo, Falcon, Zoo og Opus 4. Þetta voru unglingasveitirnar en Björgvin þótti snemma sýna einstaka hæfileika á gítarinn og við tóku hljómsveitir eins og Náttúra, Pelican, Paradís og Póker. Björgvin var að mestu sjálflærður á gítarinn en hann spilaði einnig á fjölmörg önnur hljóðværi svo sem indverskan sítar, píanó og hljómborð. Guðbjörg Ólöf Ragnarsdóttir, eiginkona Björgvins, tilkynnti andlát þessa dáða gítarleikara á Facebook nú rétt í þessu en hún segir missinn mikinn; söknuðurinn er sár. Að neðan má sjá upptöku frá afmælistónleikum Björgvins í september 2011. Það sem liggur eftir Björgvin er mikið vöxtum en hann hefur spilað með ótal tónlistarmönnum. Lengi vel framan af var hann hægri hönd Péturs W. Kristjánssonar heitins í hljómsveitunum sem kenndar voru við P; Pelican, Paradís og Póker. Útsetning hans á Á Sprengisandi með Pelican er þekkt; upphafsstef útvarpsþáttarins Sprengisandur á Bylgjunni. Fyrsta sólóplata Björgvins, Öræfarokk kom út hjá SG hljómplötum 1977, Glettur er önnur sólóplata Björgvins sem kom út hjá Steinum 1981 en á næstu sólóplötu, Örugglega (1983), kom Björk Guðmundsdóttir við sögu og söng eftirminnilega lagið Afi. Slettur er sjötta og sjöunda sólóplata Björgvins, tvöfalt albúm sem kom út árið 2015. Björgvin var þekktur blúsáhugamaður og reyndi hann fyrir sér um tíma í Bandaríkjunum og spilaði þá með Clarence „Gatemouth“ Brown. Í seinni tíð hefur Björgvin troðið upp með fjölda þekktra tónlistarmanna svo sem Mugison. Björgvin lætur eftir sig Guðbjörgu eiginkonu sína og þrjá uppkomna syni. Andlát Tónlist Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Björgvin á langan og glæsilegan feril að baki en hann fæddist í Reykjavík 4. september 1951 og hóf ungur feril sinn með hljómsveitum á borð við Flamingo, Falcon, Zoo og Opus 4. Þetta voru unglingasveitirnar en Björgvin þótti snemma sýna einstaka hæfileika á gítarinn og við tóku hljómsveitir eins og Náttúra, Pelican, Paradís og Póker. Björgvin var að mestu sjálflærður á gítarinn en hann spilaði einnig á fjölmörg önnur hljóðværi svo sem indverskan sítar, píanó og hljómborð. Guðbjörg Ólöf Ragnarsdóttir, eiginkona Björgvins, tilkynnti andlát þessa dáða gítarleikara á Facebook nú rétt í þessu en hún segir missinn mikinn; söknuðurinn er sár. Að neðan má sjá upptöku frá afmælistónleikum Björgvins í september 2011. Það sem liggur eftir Björgvin er mikið vöxtum en hann hefur spilað með ótal tónlistarmönnum. Lengi vel framan af var hann hægri hönd Péturs W. Kristjánssonar heitins í hljómsveitunum sem kenndar voru við P; Pelican, Paradís og Póker. Útsetning hans á Á Sprengisandi með Pelican er þekkt; upphafsstef útvarpsþáttarins Sprengisandur á Bylgjunni. Fyrsta sólóplata Björgvins, Öræfarokk kom út hjá SG hljómplötum 1977, Glettur er önnur sólóplata Björgvins sem kom út hjá Steinum 1981 en á næstu sólóplötu, Örugglega (1983), kom Björk Guðmundsdóttir við sögu og söng eftirminnilega lagið Afi. Slettur er sjötta og sjöunda sólóplata Björgvins, tvöfalt albúm sem kom út árið 2015. Björgvin var þekktur blúsáhugamaður og reyndi hann fyrir sér um tíma í Bandaríkjunum og spilaði þá með Clarence „Gatemouth“ Brown. Í seinni tíð hefur Björgvin troðið upp með fjölda þekktra tónlistarmanna svo sem Mugison. Björgvin lætur eftir sig Guðbjörgu eiginkonu sína og þrjá uppkomna syni.
Andlát Tónlist Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira