Þjóðaröryggi raforkukerfisins Haraldur Þór Jónsson skrifar 6. mars 2024 09:30 Í gær var ársfundur Landsvirkjunar. Það er ánægjulegt að sjá orkufyrirtæki þjóðarinnar standa sterkum fótum og skila gríðarlegum ávinningi til ríkissjóðs á sama tíma og við búum við 100% endurnýjanlega raforku á Íslandi. Þetta er ekki sjálfsagt og starfsfólk Landsvirkjunar á hrós skilið fyrir vel unnin störf. Á þeim tímum sem við lifum í dag þar sem heimsfaraldur og stríð hafa breytt heiminum á örskömmum tíma minnir náttúran á sig með því að sýna kraftana í iðrum jarðar í hamförum á Reykjanesi, hamfarir sem hafa afhjúpað veikleika í því hvernig við nýtum orkuauðlindir á Íslandi. Við höfum orðið værukær, kerfið er fullnýtt og lítið svigrúm fyrir áföll. Það sem stendur upp úr ársfundi Landsvirkjunar er orðið þjóðaröryggi! Í ávarpi fjármála- og efnahagsráðherra sagði hún: Mikilvægt væri að hafa þann veruleika sem við erum að upplifa í dag í huga þegar við tökum ákvarðanir í okkar samfélagi, áhættustýring, þar á meðal í orkumálum er mikilvægari nú en hún hefur verið í marga áratugi. Allt þetta kallar á að við sem förum með ábyrgð tökum hana alvarlega. Nú þarf að hugsa lengra og vanda sig betur en nokkru sinni fyrr og við þurfum alltaf að hugsa, ekki bara það sem er best til skemmri tíma, heldur hvað er best fyrir Ísland. Mikilvægasta atriðið væri að leggja áherslu á og máta alla ákvörðun í raforkumálum við þjóðaröryggi, við verðum að vera undirbúin fyrir áföll og högg. Við þurfum að vera viss um það að við ráðum við slík áföll og högg. Forstjóri Landsvirkjunar fjallaði um að orkuöryggi og það væri einmitt orkuöryggi í nágrannalöndunum okkar sem trompaði allt, því um leið og rafmagnið er ekki til staðar þá stoppar allt. En þá verðum við að horfa til þess hvort að hljóð og mynd fari saman. Í dag eru skerðingar í gangi í raforkukerfinu og ítrekað hefur komið fram að rafmagn sé uppselt. Reglulega hefur verið í fréttum að raforkuöryggi almennings sé ógnað og kerfið sé uppselt. Fara þarf aukna orkuöflun og hefjast handa strax. Hér að neðan má sjá mynd sem sýnir megin flutningskerfi raforku á Íslandi og allar virkjanir sem eru yfir 10MW að stærð. Eins og sjá má á myndinni þá er raforkuframleiðsla landsins að mestu leyti á sex svæðum. Mesta raforkuframleiðsla fer fram á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu og er þar í dag yfir 37% af allri raforkuframleiðslu Íslands og um 50% af raforkuframleiðslu Landsvirkjunar. Á því svæði eru flestir virkjanakostir Landsvirkjunar í vatnsafli. Ef allir vatnsaflskostir væru nýttir á svæðinu ásamt því að farið yrði í aflaukningar á núverandi virkjunum væri hægt að koma uppsettu afli yfir 50% af raforkuframleiðslu Íslands og þá væri yfir 62% af raforkuframleiðslu Landsvirkjunar á einu starfssvæði. Einhver myndi telja það ógn við þjóðaröryggi að svo hátt hlutfall raforkuframleiðslu Landsvirkjunar væri á einu virku eldstöðvasvæði, hvað þá þjóðarinnar. Ef við skiptum út kortinu af Íslandi fyrir korti af virkum eldfjallasvæðum á Íslandi eins og sjá má á myndinni hér að neðan, þá er það fyrsta sem manni kemur í huga, myndum við byggja upp raforkukerfi með þjóðaröryggi í huga þar sem 50% raforkuframleiðslunnar fer fram á sama svæðinu, sem er einmitt virkt eldfjallasvæði? Í dag er 94% raforkuframleiðslu Íslands á virkum eldfjallasvæðum. Einungis er svæðið í kringum Blönduvirkjun ekki á virku eldfjallasvæði. Við þurfum því að vera undirbúin undir það að eitt svæði getur dottið út án þess að kerfið fari á hliðina, því það mun gerast. Spurningin er bara hvenær það gerist og hvort við verðum undirbúin fyrir slíkt áfall. Þjórsár- og Tungnaársvæðið er hjartað í orkuframleiðslu og flutningi á Íslandi. Fjölmargir ónýttir vatnsaflskostir eru á svæðinu sem skynsamlegt er að nýta á komandi árum. En þegar kemur að vindorku, sem er óstaðbundinn virkjanakostur, þá er það ógn við þjóðaröryggi að staðsetja hana á sama stað og flest eggin eru í körfunni, á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu. Augljóst er að fara þarf í þjóðarátak í að tryggja nýja öfluga flutningslínu frá Grundartanga til Akureyrar. Þannig tengjum við saman uppistöðulónin þrjú. Svo þarf að hefja aukna orkuvinnslu á Norðurlandi, því þá gefst okkur tækifæri að auka öryggi kerfisins í heild. Tryggja þjóðaröryggi raforkukerfisins fyrir alla íbúa Íslands. Það eru fjórir virkjanakostir á borðinu hjá Landsvirkjun. Þrír af þessum fjórum virkjanakostum erum á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu þar sem mest raforka er framleidd í dag. Með þjóðaröryggi í huga getum við tekið ákvörðun um að byggja ekki Búrfellslund þar sem hann er ógn við þjóðaröryggi. Ef við hefðum haft þá vitneskju sem við höfum í dag fyrir 10 árum, þá hefði hugmyndin um Búrfellslund ekki orðið að veruleika. Nú leyfi ég mér að vitna aftur í fjármála- og efnahagsráðgjafa: „Nú þarf að hugsa lengra og vanda sig betur en nokkru sinni fyrr og við þurfum alltaf að hugsa, ekki bara það sem er best til skemmri tíma, heldur hvað er best fyrir Ísland.“ Ef við ætlum að hafa Þjóðaröryggi raforkukerfisins í forgrunni, ef við ætlum að hlusta á orð forstjóra Landvirkjunar um orkuöryggi sem trompar allt, þá verðum við að staldra við og þora að meta stöðuna uppá nýtt. Við eigum sannarlega að halda áfram að nýta staðbundna virkjanakosti í vatnsafli og jarðvarma. Við verðum að þora að taka ákvarðanir um að vindorka verði byggð upp með tilliti til þjóðaröryggis raforkukerfisins og staðsetja vindorkuver ekki á virkum eldfjallasvæðum né þar sem of hátt hlutfall raforkuframleiðslunnar fer fram. Það var mat verkefnastjórn rammaáætlunar að Búrfellslundur ætti að vera í biðflokki. Í júní 2022 breytti Alþingi þeirri ákvörðun með því að setja Búrfellslund í nýtingarflokk. Í dag má segja að sú ákvörðun hafi verið mistök og varði við orkuöryggi landsins og þjóðaröryggi til framtíðar. Hugsum til framtíðar, hvað er best fyrir Ísland! Nýtum vindorkuna, þriðju stoð raforkukerfisins, til að tryggja þjóðaröryggi raforkukerfisins til framtíðar með því að staðsetja vindorkuframleiðslu utan virkra eldstöðvakerfa og styrkja raforkukerfið í heild. Höfundur er oddviti- og sveitarstjóri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem mest raforka hefur verið framleidd í sögu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Þór Jónsson Orkumál Landsvirkjun Vindorkuver í Búrfellslundi Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Í gær var ársfundur Landsvirkjunar. Það er ánægjulegt að sjá orkufyrirtæki þjóðarinnar standa sterkum fótum og skila gríðarlegum ávinningi til ríkissjóðs á sama tíma og við búum við 100% endurnýjanlega raforku á Íslandi. Þetta er ekki sjálfsagt og starfsfólk Landsvirkjunar á hrós skilið fyrir vel unnin störf. Á þeim tímum sem við lifum í dag þar sem heimsfaraldur og stríð hafa breytt heiminum á örskömmum tíma minnir náttúran á sig með því að sýna kraftana í iðrum jarðar í hamförum á Reykjanesi, hamfarir sem hafa afhjúpað veikleika í því hvernig við nýtum orkuauðlindir á Íslandi. Við höfum orðið værukær, kerfið er fullnýtt og lítið svigrúm fyrir áföll. Það sem stendur upp úr ársfundi Landsvirkjunar er orðið þjóðaröryggi! Í ávarpi fjármála- og efnahagsráðherra sagði hún: Mikilvægt væri að hafa þann veruleika sem við erum að upplifa í dag í huga þegar við tökum ákvarðanir í okkar samfélagi, áhættustýring, þar á meðal í orkumálum er mikilvægari nú en hún hefur verið í marga áratugi. Allt þetta kallar á að við sem förum með ábyrgð tökum hana alvarlega. Nú þarf að hugsa lengra og vanda sig betur en nokkru sinni fyrr og við þurfum alltaf að hugsa, ekki bara það sem er best til skemmri tíma, heldur hvað er best fyrir Ísland. Mikilvægasta atriðið væri að leggja áherslu á og máta alla ákvörðun í raforkumálum við þjóðaröryggi, við verðum að vera undirbúin fyrir áföll og högg. Við þurfum að vera viss um það að við ráðum við slík áföll og högg. Forstjóri Landsvirkjunar fjallaði um að orkuöryggi og það væri einmitt orkuöryggi í nágrannalöndunum okkar sem trompaði allt, því um leið og rafmagnið er ekki til staðar þá stoppar allt. En þá verðum við að horfa til þess hvort að hljóð og mynd fari saman. Í dag eru skerðingar í gangi í raforkukerfinu og ítrekað hefur komið fram að rafmagn sé uppselt. Reglulega hefur verið í fréttum að raforkuöryggi almennings sé ógnað og kerfið sé uppselt. Fara þarf aukna orkuöflun og hefjast handa strax. Hér að neðan má sjá mynd sem sýnir megin flutningskerfi raforku á Íslandi og allar virkjanir sem eru yfir 10MW að stærð. Eins og sjá má á myndinni þá er raforkuframleiðsla landsins að mestu leyti á sex svæðum. Mesta raforkuframleiðsla fer fram á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu og er þar í dag yfir 37% af allri raforkuframleiðslu Íslands og um 50% af raforkuframleiðslu Landsvirkjunar. Á því svæði eru flestir virkjanakostir Landsvirkjunar í vatnsafli. Ef allir vatnsaflskostir væru nýttir á svæðinu ásamt því að farið yrði í aflaukningar á núverandi virkjunum væri hægt að koma uppsettu afli yfir 50% af raforkuframleiðslu Íslands og þá væri yfir 62% af raforkuframleiðslu Landsvirkjunar á einu starfssvæði. Einhver myndi telja það ógn við þjóðaröryggi að svo hátt hlutfall raforkuframleiðslu Landsvirkjunar væri á einu virku eldstöðvasvæði, hvað þá þjóðarinnar. Ef við skiptum út kortinu af Íslandi fyrir korti af virkum eldfjallasvæðum á Íslandi eins og sjá má á myndinni hér að neðan, þá er það fyrsta sem manni kemur í huga, myndum við byggja upp raforkukerfi með þjóðaröryggi í huga þar sem 50% raforkuframleiðslunnar fer fram á sama svæðinu, sem er einmitt virkt eldfjallasvæði? Í dag er 94% raforkuframleiðslu Íslands á virkum eldfjallasvæðum. Einungis er svæðið í kringum Blönduvirkjun ekki á virku eldfjallasvæði. Við þurfum því að vera undirbúin undir það að eitt svæði getur dottið út án þess að kerfið fari á hliðina, því það mun gerast. Spurningin er bara hvenær það gerist og hvort við verðum undirbúin fyrir slíkt áfall. Þjórsár- og Tungnaársvæðið er hjartað í orkuframleiðslu og flutningi á Íslandi. Fjölmargir ónýttir vatnsaflskostir eru á svæðinu sem skynsamlegt er að nýta á komandi árum. En þegar kemur að vindorku, sem er óstaðbundinn virkjanakostur, þá er það ógn við þjóðaröryggi að staðsetja hana á sama stað og flest eggin eru í körfunni, á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu. Augljóst er að fara þarf í þjóðarátak í að tryggja nýja öfluga flutningslínu frá Grundartanga til Akureyrar. Þannig tengjum við saman uppistöðulónin þrjú. Svo þarf að hefja aukna orkuvinnslu á Norðurlandi, því þá gefst okkur tækifæri að auka öryggi kerfisins í heild. Tryggja þjóðaröryggi raforkukerfisins fyrir alla íbúa Íslands. Það eru fjórir virkjanakostir á borðinu hjá Landsvirkjun. Þrír af þessum fjórum virkjanakostum erum á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu þar sem mest raforka er framleidd í dag. Með þjóðaröryggi í huga getum við tekið ákvörðun um að byggja ekki Búrfellslund þar sem hann er ógn við þjóðaröryggi. Ef við hefðum haft þá vitneskju sem við höfum í dag fyrir 10 árum, þá hefði hugmyndin um Búrfellslund ekki orðið að veruleika. Nú leyfi ég mér að vitna aftur í fjármála- og efnahagsráðgjafa: „Nú þarf að hugsa lengra og vanda sig betur en nokkru sinni fyrr og við þurfum alltaf að hugsa, ekki bara það sem er best til skemmri tíma, heldur hvað er best fyrir Ísland.“ Ef við ætlum að hafa Þjóðaröryggi raforkukerfisins í forgrunni, ef við ætlum að hlusta á orð forstjóra Landvirkjunar um orkuöryggi sem trompar allt, þá verðum við að staldra við og þora að meta stöðuna uppá nýtt. Við eigum sannarlega að halda áfram að nýta staðbundna virkjanakosti í vatnsafli og jarðvarma. Við verðum að þora að taka ákvarðanir um að vindorka verði byggð upp með tilliti til þjóðaröryggis raforkukerfisins og staðsetja vindorkuver ekki á virkum eldfjallasvæðum né þar sem of hátt hlutfall raforkuframleiðslunnar fer fram. Það var mat verkefnastjórn rammaáætlunar að Búrfellslundur ætti að vera í biðflokki. Í júní 2022 breytti Alþingi þeirri ákvörðun með því að setja Búrfellslund í nýtingarflokk. Í dag má segja að sú ákvörðun hafi verið mistök og varði við orkuöryggi landsins og þjóðaröryggi til framtíðar. Hugsum til framtíðar, hvað er best fyrir Ísland! Nýtum vindorkuna, þriðju stoð raforkukerfisins, til að tryggja þjóðaröryggi raforkukerfisins til framtíðar með því að staðsetja vindorkuframleiðslu utan virkra eldstöðvakerfa og styrkja raforkukerfið í heild. Höfundur er oddviti- og sveitarstjóri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem mest raforka hefur verið framleidd í sögu Íslands.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun