Glódís Perla og Sveindís Jane í undanúrslit bikarsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. mars 2024 19:41 Glódís Perla Viggósdóttir er sannkallaður klettur í vörn Bayern München. Getty Images/Catherine Steenkeste Bayern München og Wolfsburg eru komin í undanúrslit þýsku bikarkeppni kvenna í knattspyrnu. Íslendinglið Bayer Leverkusen og Duisburg eru hins vegar úr leik. Allir fjórir leikir 8-liða úrslita þýsku bikarkeppninnar fóru fram í kvöld. Glódís Perla Viggósdóttir var á sínum stað þegar Bayern vann öruggan 3-0 útisigur á Jena. Markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir var ekki í leikmannahóp liðsins en hún er að koma til baka eftir erfið meiðsli. Pernille Harder skoraði fyrsta mark leiksins og Jovana Damnjanović bætti við tveimur til viðbótar áður en fyrri hálfleik var lokið. Bayern sigldi sigrinum heim í síðari hálfleik og bókaði þar með farseðilinn í undanúrslitin. ZUSAMMEN ins -Halbfinale! #FCCFCB #FCBayern pic.twitter.com/Z5BYGQPPbY— FC Bayern Frauen (@FCBfrauen) March 5, 2024 Sveindís Jane Jónsdóttir byrjaði á bekknum þegar ríkjandi meistarar Wolfsburg heimsóttu Hoffenheim. Jule Brand kom Wolfsburg yfir eftir tæpan hálftíma og Alexandra Popp tvöfaldaði forystuna undir lok fyrri hálfleiks. Sveindís Jane kom inn af beknum þegar rúm klukkustund var liðin. Það var svo í uppbótartíma sem Vivien Endemann bætti þriðja marki meistaranna við. Auf ins Halbfinale! Vivi markiert mit dem dritten Treffer den Endstand! #TSGWOB 0:3#VfLWolfsburg #VflWolfsburgFrauen #Wölfinnen pic.twitter.com/m2NO2mGYWJ— VfL Wolfsburg Frauen (@VfL_Frauen) March 5, 2024 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - sem er á láni frá Bayern - lék allan leikinn þegar Bayer Leverkusen tapaði 1-2 á heimavelli fyrir Essen. Þá var Ingibjörg Sigurðardóttir í hjarta varnar Duisburg þegar liðið tapaði 4-1 gegn Eintracht Frankfurt á útivelli. Undanúrslitin fara fram 30. mars en ekki hefur verið dregið hvaða lið mætast þar. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr leikjum íslensku liðanna: Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Sjá meira
Allir fjórir leikir 8-liða úrslita þýsku bikarkeppninnar fóru fram í kvöld. Glódís Perla Viggósdóttir var á sínum stað þegar Bayern vann öruggan 3-0 útisigur á Jena. Markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir var ekki í leikmannahóp liðsins en hún er að koma til baka eftir erfið meiðsli. Pernille Harder skoraði fyrsta mark leiksins og Jovana Damnjanović bætti við tveimur til viðbótar áður en fyrri hálfleik var lokið. Bayern sigldi sigrinum heim í síðari hálfleik og bókaði þar með farseðilinn í undanúrslitin. ZUSAMMEN ins -Halbfinale! #FCCFCB #FCBayern pic.twitter.com/Z5BYGQPPbY— FC Bayern Frauen (@FCBfrauen) March 5, 2024 Sveindís Jane Jónsdóttir byrjaði á bekknum þegar ríkjandi meistarar Wolfsburg heimsóttu Hoffenheim. Jule Brand kom Wolfsburg yfir eftir tæpan hálftíma og Alexandra Popp tvöfaldaði forystuna undir lok fyrri hálfleiks. Sveindís Jane kom inn af beknum þegar rúm klukkustund var liðin. Það var svo í uppbótartíma sem Vivien Endemann bætti þriðja marki meistaranna við. Auf ins Halbfinale! Vivi markiert mit dem dritten Treffer den Endstand! #TSGWOB 0:3#VfLWolfsburg #VflWolfsburgFrauen #Wölfinnen pic.twitter.com/m2NO2mGYWJ— VfL Wolfsburg Frauen (@VfL_Frauen) March 5, 2024 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - sem er á láni frá Bayern - lék allan leikinn þegar Bayer Leverkusen tapaði 1-2 á heimavelli fyrir Essen. Þá var Ingibjörg Sigurðardóttir í hjarta varnar Duisburg þegar liðið tapaði 4-1 gegn Eintracht Frankfurt á útivelli. Undanúrslitin fara fram 30. mars en ekki hefur verið dregið hvaða lið mætast þar.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr leikjum íslensku liðanna: Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Sjá meira
Sjáðu mörkin úr leikjum íslensku liðanna: Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda