Róbert og Guðný keyptu húsbílinn fyrir legókubba Stefán Árni Pálsson skrifar 4. mars 2024 20:00 Róbert og Guðný búa í húsbílnum með börnunum sínum tveimur. „Við vildum bara prófa eitthvað nýtt. Komast í meiri hita,“ segir Róbert Halbergsson og kona hans Guðný Matthíasdóttir bætir við: „og komast að því hvar er best að búa.“ Þau tvö lögðu af stað í ævintýri lífsins ásamt börnum sínum tveimur í október 2022. Róbert er grafískur hönnuður og rekur lítið hönnunarfyrirtæki, puhadesign.com, og upphaflega planið var að fara með vinnutækin á sendiferðabíl til Danmerkur, sækja búslóðina þeirra sem var í geymslu þar, keyra um Evrópu og enda á Spáni þar sem þau hugðust setjast að. En þegar þau fóru að nálgast áfangastað fóru þau að efast. Í ljós kom að þeim leið öllum svo vel í húsbílnum og höfðu svo gaman af flakkinu að þau hættu við að finna sér húsnæði og ákváðu að halda áfram ferðalaginu. Lóa Pind Aldísardóttir heimsótti fjölskylduna í haust fyrir þættina Hvar er best að búa?, þar sem þau voru stödd á grísku eyjunni Korfú. Ísabella dóttir þeirra var 16 ára og Kristófer sonur þeirra 10 ára þegar þau lögðu af stað í þetta ævintýri. Þau hafa nú verið á flakki í rúmlega ár - og eru alls ekki hætt. Tókst að safna fyrir húsbíl En það er auðvitað lengri saga á bak við ástæðu þess að þau lögðu af stað í flakkið - eins og heyra má í þættinum. Ein af ástæðunum var sú að þau höfðu ekki tök á að kaupa sér húsnæði á Íslandi en með útsjónarsemi þá tókst þeim að safna fyrir húsbíl - aðallega með því að kaupa gamalt legó, hreinsa það og setja saman og selja á loppumörkuðum. Eins og þau útskýra í myndbrotinu sem hér fylgir. Í fjórða þætti af fimmtu seríu af Hvar er best að búa? heimsækir Lóa þau Guðnýju, Róbert, Ísabellu og Kristófer í húsbílinn á Korfú. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk og fjölskyldur sem framfleytir sér á flugi, hönnun, örorkulaunum, fyrirlestrum um Spotify, almannatengslum og leikskólakennslu, verksmiðjuvinnu, skólavinnu og háskólakennslu, ferðaþjónustu á exótískum stöðumi, leiklist, heimspeki, þróunaraðstoð og býr í stórborgum, litlum borgum, sveit, húsbíl og strandbæ á Srí Lanka, Korfú og í Dubai, Finnlandi, Síerra Leóne, Frakklandi og Tókýó. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 4. Þáttar var Ívar Kristján Ívarsson, klippingu annaðist Sigurður Kristinn Ómarsson hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Klippa: Róbert og Guðný keyptu húsbílinn fyrir legókubba Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Sjá meira
Þau tvö lögðu af stað í ævintýri lífsins ásamt börnum sínum tveimur í október 2022. Róbert er grafískur hönnuður og rekur lítið hönnunarfyrirtæki, puhadesign.com, og upphaflega planið var að fara með vinnutækin á sendiferðabíl til Danmerkur, sækja búslóðina þeirra sem var í geymslu þar, keyra um Evrópu og enda á Spáni þar sem þau hugðust setjast að. En þegar þau fóru að nálgast áfangastað fóru þau að efast. Í ljós kom að þeim leið öllum svo vel í húsbílnum og höfðu svo gaman af flakkinu að þau hættu við að finna sér húsnæði og ákváðu að halda áfram ferðalaginu. Lóa Pind Aldísardóttir heimsótti fjölskylduna í haust fyrir þættina Hvar er best að búa?, þar sem þau voru stödd á grísku eyjunni Korfú. Ísabella dóttir þeirra var 16 ára og Kristófer sonur þeirra 10 ára þegar þau lögðu af stað í þetta ævintýri. Þau hafa nú verið á flakki í rúmlega ár - og eru alls ekki hætt. Tókst að safna fyrir húsbíl En það er auðvitað lengri saga á bak við ástæðu þess að þau lögðu af stað í flakkið - eins og heyra má í þættinum. Ein af ástæðunum var sú að þau höfðu ekki tök á að kaupa sér húsnæði á Íslandi en með útsjónarsemi þá tókst þeim að safna fyrir húsbíl - aðallega með því að kaupa gamalt legó, hreinsa það og setja saman og selja á loppumörkuðum. Eins og þau útskýra í myndbrotinu sem hér fylgir. Í fjórða þætti af fimmtu seríu af Hvar er best að búa? heimsækir Lóa þau Guðnýju, Róbert, Ísabellu og Kristófer í húsbílinn á Korfú. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk og fjölskyldur sem framfleytir sér á flugi, hönnun, örorkulaunum, fyrirlestrum um Spotify, almannatengslum og leikskólakennslu, verksmiðjuvinnu, skólavinnu og háskólakennslu, ferðaþjónustu á exótískum stöðumi, leiklist, heimspeki, þróunaraðstoð og býr í stórborgum, litlum borgum, sveit, húsbíl og strandbæ á Srí Lanka, Korfú og í Dubai, Finnlandi, Síerra Leóne, Frakklandi og Tókýó. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 4. Þáttar var Ívar Kristján Ívarsson, klippingu annaðist Sigurður Kristinn Ómarsson hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Klippa: Róbert og Guðný keyptu húsbílinn fyrir legókubba
Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning