Sonurinn gat ekki kosið Bashar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. mars 2024 14:29 Hera og Bashar tókust á í einvíginu í gær þar sem Hera fór með sigur úr býtum. Vísir/Hulda Margrét Fjölskylda sem var stödd á Söngvakeppninni í Laugardalshöll í gær gekk vel að kjósa Heru Björk, sigurvegara keppninnar. Þegar þau ætluðu svo að kjósa Bashar Murad slitnaði línan. Ekkert er að frétta af skoðun RÚV á kosningaappi sínu. „Ég kaus rétt. Ég kaus Heru og náði því. En þegar sonur minn ætlaði að kjósa Bashar þá slitnaði línan bara strax. Hann náði aldrei að hringja en reyndi nokkrum sinnum,“ segir Lars Jóhann Andrésson, fjölskyldufaðir frá Hornafirði í samtali við Vísi. Fjölskyldan keyrði rúma þúsund kílómetra til að fylgjast með Söngvakeppninni í Laugardalshöll. Hann segir það hafa verið rosalega gaman að hafa verið viðstaddur keppnina í gær en fannst hann knúinn til þess að láta RÚV vita af því að ekki hefði gengið að greiða atkvæði til allra í gær. „Okkur langaði svo að láta vita af þessu. Sjálfur var ég ekki ósáttur enda gat ég kosið Heru. En rétt skal vera rétt.“ Appið til skoðunar Fréttastofu hefur borist fleiri ábendingar frá fólki sem ekki gat kosið Bashar í gær. Þá er umræða um málið á Facebook hópnum Júróvisjón 2024. Rúnar Freyr Gíslason, framkvæmdastjóri Söngvakeppninnar, segir í skriflegu svari til Vísis að ekkert sé að frétta í dag af skoðun RÚV á kosningaappinu. Vísir greindi frá því í gær að appið yrði skoðað eftir að nokkur fjöldi fólks fékk kosninganúmer Heru Bjarkar á skjáinn eftir að hafa reynt að kjósa Bashar. Rúnar tók fram í samtali við Vísi að atkvæðafjöldinn sem um ræðir sé ekki það afgerandi að hann hafi haft áhrif á úrslitin. Opinberar tölur vegna atkvæðagreiðslunnar hafa ekki verið gefnar upp. „Svona athugasemdir koma á hverju ári. Við könnum auðvitað alltaf málið. Þessar athugasemdir snúa að þeim sms-atkvæðum sem hægt er að senda í gegnum appið, RÚV Stjörnur. Engar athugasemdir hafa verið gerðar vegna annarra kosningaleiða sem voru í boði,“ sagði Rúnar í gærkvöldi. Eurovision Tengdar fréttir Réttlæti ekki hvernig sum hafi leyft sér að tala um Heru Alexandra Briem borgarfulltrúi segir að það hefðu verið sterk skilaboð að senda Bashar Murad út til Malmö að keppa í Eurovision í ár. Vegna úrslita Söngvakeppninnar í gærkvöldi telur Alexandra réttast að sniðganga keppnina. 3. mars 2024 12:00 Mest lesið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Lífið Fleiri fréttir Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Sjá meira
„Ég kaus rétt. Ég kaus Heru og náði því. En þegar sonur minn ætlaði að kjósa Bashar þá slitnaði línan bara strax. Hann náði aldrei að hringja en reyndi nokkrum sinnum,“ segir Lars Jóhann Andrésson, fjölskyldufaðir frá Hornafirði í samtali við Vísi. Fjölskyldan keyrði rúma þúsund kílómetra til að fylgjast með Söngvakeppninni í Laugardalshöll. Hann segir það hafa verið rosalega gaman að hafa verið viðstaddur keppnina í gær en fannst hann knúinn til þess að láta RÚV vita af því að ekki hefði gengið að greiða atkvæði til allra í gær. „Okkur langaði svo að láta vita af þessu. Sjálfur var ég ekki ósáttur enda gat ég kosið Heru. En rétt skal vera rétt.“ Appið til skoðunar Fréttastofu hefur borist fleiri ábendingar frá fólki sem ekki gat kosið Bashar í gær. Þá er umræða um málið á Facebook hópnum Júróvisjón 2024. Rúnar Freyr Gíslason, framkvæmdastjóri Söngvakeppninnar, segir í skriflegu svari til Vísis að ekkert sé að frétta í dag af skoðun RÚV á kosningaappinu. Vísir greindi frá því í gær að appið yrði skoðað eftir að nokkur fjöldi fólks fékk kosninganúmer Heru Bjarkar á skjáinn eftir að hafa reynt að kjósa Bashar. Rúnar tók fram í samtali við Vísi að atkvæðafjöldinn sem um ræðir sé ekki það afgerandi að hann hafi haft áhrif á úrslitin. Opinberar tölur vegna atkvæðagreiðslunnar hafa ekki verið gefnar upp. „Svona athugasemdir koma á hverju ári. Við könnum auðvitað alltaf málið. Þessar athugasemdir snúa að þeim sms-atkvæðum sem hægt er að senda í gegnum appið, RÚV Stjörnur. Engar athugasemdir hafa verið gerðar vegna annarra kosningaleiða sem voru í boði,“ sagði Rúnar í gærkvöldi.
Eurovision Tengdar fréttir Réttlæti ekki hvernig sum hafi leyft sér að tala um Heru Alexandra Briem borgarfulltrúi segir að það hefðu verið sterk skilaboð að senda Bashar Murad út til Malmö að keppa í Eurovision í ár. Vegna úrslita Söngvakeppninnar í gærkvöldi telur Alexandra réttast að sniðganga keppnina. 3. mars 2024 12:00 Mest lesið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Lífið Fleiri fréttir Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Sjá meira
Réttlæti ekki hvernig sum hafi leyft sér að tala um Heru Alexandra Briem borgarfulltrúi segir að það hefðu verið sterk skilaboð að senda Bashar Murad út til Malmö að keppa í Eurovision í ár. Vegna úrslita Söngvakeppninnar í gærkvöldi telur Alexandra réttast að sniðganga keppnina. 3. mars 2024 12:00