Hvað tefur kjaraviðræðurnar? Arnþór Sigurðsson skrifar 1. mars 2024 08:31 Nú hafa kjaraviðræður milli Samtaka atvinnulífsins og Breiðfylkingarinnar staðið yfir í nokkuð marga mánuði og virðist hvorki ganga né reka. Málið er mér skylt þar sem ég er félagi í VR og að auki í framboði til stjórnar VR og hef ákveðnar skoðanir á málinu sem mér finnst rétt að viðra. Í upphafi lögðu af stað í þennan leiðangur VR, LÍV, Efling og Starfsgreinasambandið. VR og LÍV hafa dregið sig út úr Breiðfylkingunni. VR og LÍV eru með um 40 þúsund félagsmenn og er það töluvert skarð fyrir Breiðfylkinguna að missa Verslunarmenn út úr hópnum. Efling er þegar farin af stað í aðra átt, eða annan farveg en Starfsgreinasambandið, og hvort að samflotið milli Eflingar og Starfsgreinasambandsins haldi er ómögulegt um að segja. Réttast hefði verið að öll ASÍ félögin hefðu farið í samfloti, samtakamátturinn er mikið afl og vænlegast til árangurs. En það er gömul saga og ný að ASÍ félögin hafa oftar en ekki farið í kjaraviðræður í hópum eða bandalögum. Gallinn við að ASÍ félögin séu ekki öll saman er einmitt það sem er að gerast þessa dagana. SA leggurs sig fram við að kljúfa samstöðuna niður í einingar með óheiðarlegri framkomu og virðist vera að takast ætlunarverk sitt. Það var rétt ákvörðun hjá Verslunarmönnum að bakka út úr samflotinu og ástæðan fyrir því að Verslunarmenn gera það er að enn eina ferðina ætla Samtök atvinnulífsins að reyna að ganga frá samningum án þess að bera ábyrgð, launahækkanir fara hömlulaust út í verðlagið og ávinninningurinn brennur upp á verðbólgubálinu eða hverfur inn í glæpsamlegt vaxtaokur. Samninganefnd Verslunarmanna var ekki tilbúin til þess að ganga frá samningum án þess að setja hömlur á að launahækkanir sem færu beint út í verðagið. Eðlilegast hefði verið að Breiðfylkingin öll stæði saman og lýsti yfir árangurlausum samningum. Samstaðan skiptir máli. En úr því sem komið er eiga Verslunarmenn að hefja skipulagningu verkfalla og sækja verkfallsheimild til félagsmanna. Samningarnir munu dragast á langinn ef SA fær engan þrýsting eða pressu frá viðsemjendum sínum. Málþófið hjá SA mun annars halda áfram og uppákomurnar verða fleiri. SA hefur engu að tapa á því draga samningaviðræðurnar um mánuð eða einhverja mánuði í viðbót. Hvorki Verslunarmenn né Samtök atvinnurekenda vilja að hér skelli á verkfall. Það yrði engum til góðs en það er eina vopnið sem Verslunarmenn hafa til þess að þrýsta á sanngjarna samninga sem skila bættum kjörum, lægri verðbólgu og lægri vöxtum í kjölfarið. Höfundur er félagi í VR og frambjóðandi í stjórnarkjöri VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Nú hafa kjaraviðræður milli Samtaka atvinnulífsins og Breiðfylkingarinnar staðið yfir í nokkuð marga mánuði og virðist hvorki ganga né reka. Málið er mér skylt þar sem ég er félagi í VR og að auki í framboði til stjórnar VR og hef ákveðnar skoðanir á málinu sem mér finnst rétt að viðra. Í upphafi lögðu af stað í þennan leiðangur VR, LÍV, Efling og Starfsgreinasambandið. VR og LÍV hafa dregið sig út úr Breiðfylkingunni. VR og LÍV eru með um 40 þúsund félagsmenn og er það töluvert skarð fyrir Breiðfylkinguna að missa Verslunarmenn út úr hópnum. Efling er þegar farin af stað í aðra átt, eða annan farveg en Starfsgreinasambandið, og hvort að samflotið milli Eflingar og Starfsgreinasambandsins haldi er ómögulegt um að segja. Réttast hefði verið að öll ASÍ félögin hefðu farið í samfloti, samtakamátturinn er mikið afl og vænlegast til árangurs. En það er gömul saga og ný að ASÍ félögin hafa oftar en ekki farið í kjaraviðræður í hópum eða bandalögum. Gallinn við að ASÍ félögin séu ekki öll saman er einmitt það sem er að gerast þessa dagana. SA leggurs sig fram við að kljúfa samstöðuna niður í einingar með óheiðarlegri framkomu og virðist vera að takast ætlunarverk sitt. Það var rétt ákvörðun hjá Verslunarmönnum að bakka út úr samflotinu og ástæðan fyrir því að Verslunarmenn gera það er að enn eina ferðina ætla Samtök atvinnulífsins að reyna að ganga frá samningum án þess að bera ábyrgð, launahækkanir fara hömlulaust út í verðlagið og ávinninningurinn brennur upp á verðbólgubálinu eða hverfur inn í glæpsamlegt vaxtaokur. Samninganefnd Verslunarmanna var ekki tilbúin til þess að ganga frá samningum án þess að setja hömlur á að launahækkanir sem færu beint út í verðagið. Eðlilegast hefði verið að Breiðfylkingin öll stæði saman og lýsti yfir árangurlausum samningum. Samstaðan skiptir máli. En úr því sem komið er eiga Verslunarmenn að hefja skipulagningu verkfalla og sækja verkfallsheimild til félagsmanna. Samningarnir munu dragast á langinn ef SA fær engan þrýsting eða pressu frá viðsemjendum sínum. Málþófið hjá SA mun annars halda áfram og uppákomurnar verða fleiri. SA hefur engu að tapa á því draga samningaviðræðurnar um mánuð eða einhverja mánuði í viðbót. Hvorki Verslunarmenn né Samtök atvinnurekenda vilja að hér skelli á verkfall. Það yrði engum til góðs en það er eina vopnið sem Verslunarmenn hafa til þess að þrýsta á sanngjarna samninga sem skila bættum kjörum, lægri verðbólgu og lægri vöxtum í kjölfarið. Höfundur er félagi í VR og frambjóðandi í stjórnarkjöri VR.
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun