Frásögn hrossabónda af framgöngu Ísteka komi ekki á óvart Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. febrúar 2024 20:01 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir frásögn hrossabónda af framgöngu Ísteka vegna blóðmerahalds, sem kom fram í Kveik í gær ekki koma á óvart. Vísir/Arnar Formaður Bændasamtakanna sér því ekkert til fyrirstöðu að blóðmerarhaldi verði fram haldið sé gildandi reglum fylgt og eftirlit í lagi. Formaður flokks fólksins segist aldrei munu hætta að berjast fyrir banni starfseminnar. Fjallað var um blóðmerahald á Íslandi í Kveik í Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi. Í þættinum vændi Sæunn Þóra Þórarinsdóttir, hrossabóndi í Landeyjum, Ísteka um að hafa beðið hana að þegja yfir því þegar fjórar merar hennar drápust í tengslum við blóðtöku og hafi þurft að berjast fyrir að hryssurnar yrðu krufnar. Inga Sæland, formaður flokks fólksins, sem hefur barist fyrir banni blóðmerarhalds, segir þáttinn ekki hafa komið á óvart. „Ég er mjög stolt af Sæunni bónda sem stígur þarna fram og finnst hún alger hetja. Þarna kemur fram hversu ofbeldisfullt samband Ísteka við blóðmerabændurna virðist vera og hvernig Ísteka virðist ganga harkalega fram gegn þeim,“ segir Inga. Formaður Bændasamtakanna telur ekki vænlegt að takmarka atvinnufrelsi vegna einstaka tilvika. „Auðvitað hörmum við það ef menn eru að fara illa með dýr en burtséð frá því þá er þessi atvinnsutarfsemi búin að viðgangast á ÍSlandi í fjörutíu ár og með miklum sóma á langflestum stöðum,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna. „Ef menn hafa heimildir til að stunda ákveðna starfsemi á grundvelli laga sem eru í gildi í landinu undir eftirliti viðkomandi stofnana sé ég því ekkert til fyrirstöðu.“ Eftirlitsstofnun EFTA áminnti íslenska ríkið í fyrrahaust fyrir að hafa haft sérreglur um blóðmerarhald. Síðan í nóvember hefur reglugerð Evrópusambandsins um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni, gilt um starfsemina. „Ég vona að þetta muni bara fjara út og deyja út núna að sjálfu sér og við þurfum ekki að berjast meira gegn blóðmerahaldi inni á Alþingi. En ef ekki þá munum við gera það og gefumst aldrei upp,“ segir Inga. Blóðmerahald Flokkur fólksins Alþingi Landbúnaður Tengdar fréttir Grófu dauðar merarnar í snarhasti og leyni eftir skipun Ísteka Hrossabóndi í Landeyjum segir Ísteka hafa beðið hana um að þagga niður þegar fjórar merar hennar drápust í tengslum við blóðtöku á bænum hennar. Hún þurfti að berjast fyrir að krufningsskýrsla yrði gerð og hefur ekki fengið bætur frá fyrirtækinu. 28. febrúar 2024 06:01 Ísteka stefnir íslenska ríkinu Ísteka hefur höfðað mál gegn íslenska ríkinu vegna ákvörðunar matvælaráðherra um að fella alla starfsemi félagsins tengda blóðnytjum úr fylfullum hryssum undir reglugerð nr. 460/2017 um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. 16. febrúar 2024 09:48 „Í orðsins fyllstu merkingu dýraníð“ Þýsk og svissnesk dýraverndarsamtök segja fylfullar hryssur undir miklu álagi og enn sæta ofbeldi þegar tekið er úr þeim blóð. Inga Sæland hefur lagt fram bann við blómerahaldi í fjórða sinn, en segist vonast til þess að ný reglugerð ESB verði til þess að það verði í síðasta sinn. 25. nóvember 2023 08:09 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sjá meira
Fjallað var um blóðmerahald á Íslandi í Kveik í Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi. Í þættinum vændi Sæunn Þóra Þórarinsdóttir, hrossabóndi í Landeyjum, Ísteka um að hafa beðið hana að þegja yfir því þegar fjórar merar hennar drápust í tengslum við blóðtöku og hafi þurft að berjast fyrir að hryssurnar yrðu krufnar. Inga Sæland, formaður flokks fólksins, sem hefur barist fyrir banni blóðmerarhalds, segir þáttinn ekki hafa komið á óvart. „Ég er mjög stolt af Sæunni bónda sem stígur þarna fram og finnst hún alger hetja. Þarna kemur fram hversu ofbeldisfullt samband Ísteka við blóðmerabændurna virðist vera og hvernig Ísteka virðist ganga harkalega fram gegn þeim,“ segir Inga. Formaður Bændasamtakanna telur ekki vænlegt að takmarka atvinnufrelsi vegna einstaka tilvika. „Auðvitað hörmum við það ef menn eru að fara illa með dýr en burtséð frá því þá er þessi atvinnsutarfsemi búin að viðgangast á ÍSlandi í fjörutíu ár og með miklum sóma á langflestum stöðum,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna. „Ef menn hafa heimildir til að stunda ákveðna starfsemi á grundvelli laga sem eru í gildi í landinu undir eftirliti viðkomandi stofnana sé ég því ekkert til fyrirstöðu.“ Eftirlitsstofnun EFTA áminnti íslenska ríkið í fyrrahaust fyrir að hafa haft sérreglur um blóðmerarhald. Síðan í nóvember hefur reglugerð Evrópusambandsins um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni, gilt um starfsemina. „Ég vona að þetta muni bara fjara út og deyja út núna að sjálfu sér og við þurfum ekki að berjast meira gegn blóðmerahaldi inni á Alþingi. En ef ekki þá munum við gera það og gefumst aldrei upp,“ segir Inga.
Blóðmerahald Flokkur fólksins Alþingi Landbúnaður Tengdar fréttir Grófu dauðar merarnar í snarhasti og leyni eftir skipun Ísteka Hrossabóndi í Landeyjum segir Ísteka hafa beðið hana um að þagga niður þegar fjórar merar hennar drápust í tengslum við blóðtöku á bænum hennar. Hún þurfti að berjast fyrir að krufningsskýrsla yrði gerð og hefur ekki fengið bætur frá fyrirtækinu. 28. febrúar 2024 06:01 Ísteka stefnir íslenska ríkinu Ísteka hefur höfðað mál gegn íslenska ríkinu vegna ákvörðunar matvælaráðherra um að fella alla starfsemi félagsins tengda blóðnytjum úr fylfullum hryssum undir reglugerð nr. 460/2017 um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. 16. febrúar 2024 09:48 „Í orðsins fyllstu merkingu dýraníð“ Þýsk og svissnesk dýraverndarsamtök segja fylfullar hryssur undir miklu álagi og enn sæta ofbeldi þegar tekið er úr þeim blóð. Inga Sæland hefur lagt fram bann við blómerahaldi í fjórða sinn, en segist vonast til þess að ný reglugerð ESB verði til þess að það verði í síðasta sinn. 25. nóvember 2023 08:09 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sjá meira
Grófu dauðar merarnar í snarhasti og leyni eftir skipun Ísteka Hrossabóndi í Landeyjum segir Ísteka hafa beðið hana um að þagga niður þegar fjórar merar hennar drápust í tengslum við blóðtöku á bænum hennar. Hún þurfti að berjast fyrir að krufningsskýrsla yrði gerð og hefur ekki fengið bætur frá fyrirtækinu. 28. febrúar 2024 06:01
Ísteka stefnir íslenska ríkinu Ísteka hefur höfðað mál gegn íslenska ríkinu vegna ákvörðunar matvælaráðherra um að fella alla starfsemi félagsins tengda blóðnytjum úr fylfullum hryssum undir reglugerð nr. 460/2017 um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. 16. febrúar 2024 09:48
„Í orðsins fyllstu merkingu dýraníð“ Þýsk og svissnesk dýraverndarsamtök segja fylfullar hryssur undir miklu álagi og enn sæta ofbeldi þegar tekið er úr þeim blóð. Inga Sæland hefur lagt fram bann við blómerahaldi í fjórða sinn, en segist vonast til þess að ný reglugerð ESB verði til þess að það verði í síðasta sinn. 25. nóvember 2023 08:09