Sprautuðu mykju yfir lögreglu í mótmælaskyni Lovísa Arnardóttir skrifar 27. febrúar 2024 09:47 Bændur sprautuðu mykju yfir lögreglumenn í Brussel. Vísir/AP Bændur í Evrópu eru reiðir yfir lágu matvöruverði, ódýrri innfluttri vöru og of mikilli skriffinsku sem tengist ýmsum reglugerðum Evrópusambandins. Bændur hafa nú mótmælt vikum saman víða um Evrópu. Í gær sprautuðu þeir mykju yfir lögreglumenn í Brussel í Belgíu, þeir lokuðu landamærum á milli Þýskalands og Póllands og mótmæltu lágu matvöruverði í Madríd á Spáni með því að blása í flautur, berja í kúabjöllur og börðu á trommur. Á sama tíma funda landbúnaðarráðherrar Evrópusambandsins um mótmælin og reyna að finna leiðir til að draga úr áhyggjum bændanna. Helsta ástæða mótmælanna er aukin skriffinnska og samkeppni vegna ódýrra vara frá löndum þar sem svo virðist vera að háum stöðum Evrópusambandsins sé ekki fylgt við framleiðslu. Þá lýsa bændur erfiðum atvinnuskilyrðum, að matvöruverð sé of lágt og að of mikið sé af ódýrri innfluttri vöru. Protests of Spanish farmers enter a third week epa11182584 Farmers from various parts of Spain march to number 46 of the Paseo de la Castellana, where the European Parliament Office in Spain is located, in Madrid, Spain, 26 Spain 2024. Protests of Spanish farmers have entered a third week while in Brussels an EU Agriculture and Fisheries Council meeting is held. EPA-EFE/J.J. GUILLEN Hreyfingin og mótmælin hafa aukist undanfarið en á sama tíma eru stjórnmálaflokkar að kynna stefnuskrár sínar og málefni í aðdraganda kosninga í Evrópuþinginu í júní á þessu ári. Á vef AP segir enn fremur að fyrr í þessum mánuði hafi framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lagt til hliðar tillögu gegn notkun skordýraeiturs. Það hafi verið tilraun til að málamiðla í þessu ástandi. Þá hefur ennig verið fjarlægð úr umhverfisáætlun sambandsins aðgerð um að draga úr losun vegna landbúnaðar fyrir árið 2040. Sýna aðstæðum bænda skilning Þar kemur einnig fram að ráðherrarnir, sem funda nú í Brussel, hafi reynt að sýna fram á að þeir sýni ástandi skilningi. Þeir skilji að aðstæður séu erfiðar vegna ýmissa reglugerða tengt umhverfisvernd, vegna minni stuðnings frá sambandinu og að innrás Rússa í Úkraínu hafi haft veruleg áhrif. Landbúnaðarráðherra Belgíu ræddi við blaðamenn eftir fund ráðherranna og sagði mikilvægt að bregðast við þessu ástandi, og það til langs tíma. Lögregla sprautaði úr vatnsbyssum á mótmælendur í Brussel. Vísir/EPA Landbúnaðarráðherra Frakklands, Marc Fesneau, tók undir það og sagði áriðandi að senda skýr skilaboð til bænda um að það væri verið að taka á þessu. Írski landbúnaðarráðherrann sagði áríðandi að draga úr skriffinnsku. Segja stjórnvöld ekki hlusta Á vef Reuters er haft eftir einum skipuleggjanda mótmælanna að bændur mótmæli því Evrópusambandið sé ekki að hlusta. „Við framleiðum matinn en þénum ekki nóg til að lifa á því. Af hverju er það? Vegna samninga um frjálsa verslun. Vegna afnáms hafta. Kröfur okkar snúast um sanngjörn laun,“ sagði Morgan Ody hjá samtökunum La Via Campesina. Lögreglan í Brussel greindi frá því í gær að 900 traktorum hefði verið ekið inn í Brussel og lagt við skrifstofur Evrópuráðsins þar sem ráðherrar Evrópusambandsins funda nú. Á vef AP segir að reykur hafi verið í lofti og að lögregla hafi verið klædd í búninga til að verjast óeirðum. Þá hafi lögregla verið búin að setja upp gaddavír á götu og steypuvarnir auk þess sem lögregla skaut táragasi og úr vatnsbyssum á bændurnar sem mótmæltu. Landbúnaðarráðherrar Evrópu ræða saman fyrir fund. Á myndinni eru Charlie McConalogue frá Írlandi, Luis Planas Puchades frá Spáni, David Clarinval frá Belgíu og Piet Adema frá Hollandi. Vísir/EPA Þar kemur einnig fram að traktorunum hafi einnig verið lagt á ýmsar aðalgötur í borginni til að koma í veg fyrir umferð og almenningssamgöngur. Suma traktorana var búið að hengja á skilti sem sögðu til dæmis: „Landbúnaður. Sem barn dreymir þig um það, sem fullorðinn deyrðu úr því.“ Einhverjir bændanna óku traktorunum sínum í gegnum varnarveggi lögreglunnar og í kjölfarið hvatti innanríkisráðherra Belgíu, Annelies Verlinden, lögreglu til að bera kennsl á þá mótmælendur sem væru að meiða fólk og hlýddu ekki fyrirmælum lögreglunnar. „Réttur okkar til að mótmæla er okkur mjög kær og hann verður að nota af virðingu,“ sagði hún síðar á samfélagsmiðlinum X. Le droit de manifester nous est cher, il doit donc être utilisé avec respect ! (3/3)— Annelies Verlinden (@AnneliesVl) February 26, 2024 Stutt er síðan mótmæla bænda urðu ofbeldisfull en í byrjun mánaðar kveiktu bændur í heyböggum og fleygðu eggjum í lögreglu nærri samkomu leiðtoga Evrópusambandsins. Mótmælt hefur verið í fleiri löndum en Belgíu en sem dæmi var púað á forseta Frakklands, Emmanuel Macron, á landbúnaðarráðstefnu í París um helgina. Bændur segja hann ekki gera nóg fyrir sig. Þá hefur einnig verið mótmælt á Spáni, í Hollandi og Búlgaríu. Evrópusambandið Frakkland Belgía Pólland Spánn Þýskaland Búlgaría Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Matvælaframleiðsla Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Sjá meira
Í gær sprautuðu þeir mykju yfir lögreglumenn í Brussel í Belgíu, þeir lokuðu landamærum á milli Þýskalands og Póllands og mótmæltu lágu matvöruverði í Madríd á Spáni með því að blása í flautur, berja í kúabjöllur og börðu á trommur. Á sama tíma funda landbúnaðarráðherrar Evrópusambandsins um mótmælin og reyna að finna leiðir til að draga úr áhyggjum bændanna. Helsta ástæða mótmælanna er aukin skriffinnska og samkeppni vegna ódýrra vara frá löndum þar sem svo virðist vera að háum stöðum Evrópusambandsins sé ekki fylgt við framleiðslu. Þá lýsa bændur erfiðum atvinnuskilyrðum, að matvöruverð sé of lágt og að of mikið sé af ódýrri innfluttri vöru. Protests of Spanish farmers enter a third week epa11182584 Farmers from various parts of Spain march to number 46 of the Paseo de la Castellana, where the European Parliament Office in Spain is located, in Madrid, Spain, 26 Spain 2024. Protests of Spanish farmers have entered a third week while in Brussels an EU Agriculture and Fisheries Council meeting is held. EPA-EFE/J.J. GUILLEN Hreyfingin og mótmælin hafa aukist undanfarið en á sama tíma eru stjórnmálaflokkar að kynna stefnuskrár sínar og málefni í aðdraganda kosninga í Evrópuþinginu í júní á þessu ári. Á vef AP segir enn fremur að fyrr í þessum mánuði hafi framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lagt til hliðar tillögu gegn notkun skordýraeiturs. Það hafi verið tilraun til að málamiðla í þessu ástandi. Þá hefur ennig verið fjarlægð úr umhverfisáætlun sambandsins aðgerð um að draga úr losun vegna landbúnaðar fyrir árið 2040. Sýna aðstæðum bænda skilning Þar kemur einnig fram að ráðherrarnir, sem funda nú í Brussel, hafi reynt að sýna fram á að þeir sýni ástandi skilningi. Þeir skilji að aðstæður séu erfiðar vegna ýmissa reglugerða tengt umhverfisvernd, vegna minni stuðnings frá sambandinu og að innrás Rússa í Úkraínu hafi haft veruleg áhrif. Landbúnaðarráðherra Belgíu ræddi við blaðamenn eftir fund ráðherranna og sagði mikilvægt að bregðast við þessu ástandi, og það til langs tíma. Lögregla sprautaði úr vatnsbyssum á mótmælendur í Brussel. Vísir/EPA Landbúnaðarráðherra Frakklands, Marc Fesneau, tók undir það og sagði áriðandi að senda skýr skilaboð til bænda um að það væri verið að taka á þessu. Írski landbúnaðarráðherrann sagði áríðandi að draga úr skriffinnsku. Segja stjórnvöld ekki hlusta Á vef Reuters er haft eftir einum skipuleggjanda mótmælanna að bændur mótmæli því Evrópusambandið sé ekki að hlusta. „Við framleiðum matinn en þénum ekki nóg til að lifa á því. Af hverju er það? Vegna samninga um frjálsa verslun. Vegna afnáms hafta. Kröfur okkar snúast um sanngjörn laun,“ sagði Morgan Ody hjá samtökunum La Via Campesina. Lögreglan í Brussel greindi frá því í gær að 900 traktorum hefði verið ekið inn í Brussel og lagt við skrifstofur Evrópuráðsins þar sem ráðherrar Evrópusambandsins funda nú. Á vef AP segir að reykur hafi verið í lofti og að lögregla hafi verið klædd í búninga til að verjast óeirðum. Þá hafi lögregla verið búin að setja upp gaddavír á götu og steypuvarnir auk þess sem lögregla skaut táragasi og úr vatnsbyssum á bændurnar sem mótmæltu. Landbúnaðarráðherrar Evrópu ræða saman fyrir fund. Á myndinni eru Charlie McConalogue frá Írlandi, Luis Planas Puchades frá Spáni, David Clarinval frá Belgíu og Piet Adema frá Hollandi. Vísir/EPA Þar kemur einnig fram að traktorunum hafi einnig verið lagt á ýmsar aðalgötur í borginni til að koma í veg fyrir umferð og almenningssamgöngur. Suma traktorana var búið að hengja á skilti sem sögðu til dæmis: „Landbúnaður. Sem barn dreymir þig um það, sem fullorðinn deyrðu úr því.“ Einhverjir bændanna óku traktorunum sínum í gegnum varnarveggi lögreglunnar og í kjölfarið hvatti innanríkisráðherra Belgíu, Annelies Verlinden, lögreglu til að bera kennsl á þá mótmælendur sem væru að meiða fólk og hlýddu ekki fyrirmælum lögreglunnar. „Réttur okkar til að mótmæla er okkur mjög kær og hann verður að nota af virðingu,“ sagði hún síðar á samfélagsmiðlinum X. Le droit de manifester nous est cher, il doit donc être utilisé avec respect ! (3/3)— Annelies Verlinden (@AnneliesVl) February 26, 2024 Stutt er síðan mótmæla bænda urðu ofbeldisfull en í byrjun mánaðar kveiktu bændur í heyböggum og fleygðu eggjum í lögreglu nærri samkomu leiðtoga Evrópusambandsins. Mótmælt hefur verið í fleiri löndum en Belgíu en sem dæmi var púað á forseta Frakklands, Emmanuel Macron, á landbúnaðarráðstefnu í París um helgina. Bændur segja hann ekki gera nóg fyrir sig. Þá hefur einnig verið mótmælt á Spáni, í Hollandi og Búlgaríu.
Evrópusambandið Frakkland Belgía Pólland Spánn Þýskaland Búlgaría Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Matvælaframleiðsla Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Sjá meira