Reiknar enn með að gjósi í vikunni með litlum fyrirvara Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. febrúar 2024 12:01 Magnús Tumi ráðleggur þeim sem dvelja í Grindavík að vera með tilbúna tösku til að geta yfirgefið bæinn í snatri. Vísir/Vilhelm Jarðeðlisfræðingur segir enn allt benda til þess að eldgos hefjist í þessari viku með litlum fyrirvara. Þeir sem dvelji í Grindavík verði að vera viðbúnir að yfirgefa bæinn í snatri. Sérfræðingar Veðurstofunnar og almannavarna hafa á undanförnum dögum lýst yfir miklum áhyggjum af því að eldgos hefjist með nær engum fyrirvara. Veðurstofan telur líklegt að gos hefjist í þessari viku og byrjað gæti að gjósa með innan við hálftíma fyrirvara. „Það hefur verið stöðugt landris frá síðasta gosi eins og var fyrir hin gosin. Landið rís jafnt og þétt og núna er það að komast á sama stig, sama kvikusöfnun eins og fyrir hin gosin. Við verðum að reikna með því að það geti gosið í vikunni, það verður að teljast mjög líklegt ef þetta ætlar að hegða sér eins og í síðustu atburðum,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur. Síðustu nætur hefur verið gist í tíu til fimmtán húsum í Grindavík og einnig hafa verið gestir við Svartsengi. Viðvörunarlúðrar í Grindavík og við Bláa lónið verða prófaðir í kvöld og verða þeir notaðir þegar eldgos koma upp í grennd við bæinn og lónið. „Ef fólk er í Grindavík þannig að það er bara tilbúið, með allt pakkað í tösku og hefur varann á, þá getur fólk yfirgefið húsið sitt býsna hratt. Ef fólk vill þá finnst mér að við eigum ekki að banna því það, það á ekki að ráðleggja neinum það og það er algjörlega klárt að börn eiga ekkert erindi í Grindavík,“ segir Magnús Tumi. „Börn verða að geta verið þar sem þau eru örugg og geta leikið sér. Í Grindavík eru nokkur svæði sem eru það sprungin að við getum ekki verið viss um og þau eru alls ekki örugg. Þess vegna eiga börn ekkert erindi þarna inn. Hver svo sem er þarna, Grindavík er ekki staður til að eiga heimili og búa á fyrir fjölskyldur í dag. Það er algjörlega ljóst.“ Lítil sem engin skjálftavirkni hefur verið í kvikuganginum síðustu daga sem Magnús Tumi segir til marks um að greið leið sé fyrir kvikuna upp á yfirborðið og því líklegt að upptök nýs eldgoss verði á svipuðum stað og síðast. „Ef fyrirvarinn verður mjög stuttur er langlíklegast að kvikan sé að fara beint upp og komi þá upp nokkurn vegin á sömu sprungu og síðast. Ef kvikan leitaði til suðurs eða lengra til norðurs þá þarf hún að fara lárétt svolítinn spotta og þá er líklegt að fyrirvarinn yrði lengri,“ segir Magnús Tumi. Íbúafundur verður í Laugardalshöllinni í dag þar sem almannavarnir munu upplýsa íbúa Grindavíkur um stöðu mála. Fundurinn hefst klukkan fimm og verður í beinu streymi. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Prófa viðvörunarlúðra í Grindavík Almannavarnir ætla að prófa viðvörunarlúðra í Grindavík og við Bláa lónið í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu. 26. febrúar 2024 10:04 Gervihnattamyndir sýni víðfeðmt landris á Íslandi Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur vill að stjórnvöld undirbúi sig undir allar mögulegar sviðsmyndir vegna eldgosa á Reykjanesi, meðal annars þá að Reykjanesbraut kunni að loka. Gervihnattamyndir sýna víðfeðmt landris á Íslandi og grunar Þorvald að möttulstrókur undir landinu beri ábyrgð. Sé það rétt geti það bent til aukinnar gosvirkni um land allt. 26. febrúar 2024 08:38 „Akkúrat þessi fyrirvari sem veldur okkur áhyggjum“ „Staðan er bara sú að við deilum áhyggjum Veðurstofunnar yfir því hvað geti gerst á næstu dögum,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri almannavarna um stöðuna á Reykjanesi. Veðurstofan telur eldgos líklegt í vikunni sem nú fer í hönd og að byrjað gæti að gjósa með innan við hálftíma fyrirvara. 25. febrúar 2024 16:26 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Sérfræðingar Veðurstofunnar og almannavarna hafa á undanförnum dögum lýst yfir miklum áhyggjum af því að eldgos hefjist með nær engum fyrirvara. Veðurstofan telur líklegt að gos hefjist í þessari viku og byrjað gæti að gjósa með innan við hálftíma fyrirvara. „Það hefur verið stöðugt landris frá síðasta gosi eins og var fyrir hin gosin. Landið rís jafnt og þétt og núna er það að komast á sama stig, sama kvikusöfnun eins og fyrir hin gosin. Við verðum að reikna með því að það geti gosið í vikunni, það verður að teljast mjög líklegt ef þetta ætlar að hegða sér eins og í síðustu atburðum,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur. Síðustu nætur hefur verið gist í tíu til fimmtán húsum í Grindavík og einnig hafa verið gestir við Svartsengi. Viðvörunarlúðrar í Grindavík og við Bláa lónið verða prófaðir í kvöld og verða þeir notaðir þegar eldgos koma upp í grennd við bæinn og lónið. „Ef fólk er í Grindavík þannig að það er bara tilbúið, með allt pakkað í tösku og hefur varann á, þá getur fólk yfirgefið húsið sitt býsna hratt. Ef fólk vill þá finnst mér að við eigum ekki að banna því það, það á ekki að ráðleggja neinum það og það er algjörlega klárt að börn eiga ekkert erindi í Grindavík,“ segir Magnús Tumi. „Börn verða að geta verið þar sem þau eru örugg og geta leikið sér. Í Grindavík eru nokkur svæði sem eru það sprungin að við getum ekki verið viss um og þau eru alls ekki örugg. Þess vegna eiga börn ekkert erindi þarna inn. Hver svo sem er þarna, Grindavík er ekki staður til að eiga heimili og búa á fyrir fjölskyldur í dag. Það er algjörlega ljóst.“ Lítil sem engin skjálftavirkni hefur verið í kvikuganginum síðustu daga sem Magnús Tumi segir til marks um að greið leið sé fyrir kvikuna upp á yfirborðið og því líklegt að upptök nýs eldgoss verði á svipuðum stað og síðast. „Ef fyrirvarinn verður mjög stuttur er langlíklegast að kvikan sé að fara beint upp og komi þá upp nokkurn vegin á sömu sprungu og síðast. Ef kvikan leitaði til suðurs eða lengra til norðurs þá þarf hún að fara lárétt svolítinn spotta og þá er líklegt að fyrirvarinn yrði lengri,“ segir Magnús Tumi. Íbúafundur verður í Laugardalshöllinni í dag þar sem almannavarnir munu upplýsa íbúa Grindavíkur um stöðu mála. Fundurinn hefst klukkan fimm og verður í beinu streymi.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Prófa viðvörunarlúðra í Grindavík Almannavarnir ætla að prófa viðvörunarlúðra í Grindavík og við Bláa lónið í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu. 26. febrúar 2024 10:04 Gervihnattamyndir sýni víðfeðmt landris á Íslandi Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur vill að stjórnvöld undirbúi sig undir allar mögulegar sviðsmyndir vegna eldgosa á Reykjanesi, meðal annars þá að Reykjanesbraut kunni að loka. Gervihnattamyndir sýna víðfeðmt landris á Íslandi og grunar Þorvald að möttulstrókur undir landinu beri ábyrgð. Sé það rétt geti það bent til aukinnar gosvirkni um land allt. 26. febrúar 2024 08:38 „Akkúrat þessi fyrirvari sem veldur okkur áhyggjum“ „Staðan er bara sú að við deilum áhyggjum Veðurstofunnar yfir því hvað geti gerst á næstu dögum,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri almannavarna um stöðuna á Reykjanesi. Veðurstofan telur eldgos líklegt í vikunni sem nú fer í hönd og að byrjað gæti að gjósa með innan við hálftíma fyrirvara. 25. febrúar 2024 16:26 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Prófa viðvörunarlúðra í Grindavík Almannavarnir ætla að prófa viðvörunarlúðra í Grindavík og við Bláa lónið í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu. 26. febrúar 2024 10:04
Gervihnattamyndir sýni víðfeðmt landris á Íslandi Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur vill að stjórnvöld undirbúi sig undir allar mögulegar sviðsmyndir vegna eldgosa á Reykjanesi, meðal annars þá að Reykjanesbraut kunni að loka. Gervihnattamyndir sýna víðfeðmt landris á Íslandi og grunar Þorvald að möttulstrókur undir landinu beri ábyrgð. Sé það rétt geti það bent til aukinnar gosvirkni um land allt. 26. febrúar 2024 08:38
„Akkúrat þessi fyrirvari sem veldur okkur áhyggjum“ „Staðan er bara sú að við deilum áhyggjum Veðurstofunnar yfir því hvað geti gerst á næstu dögum,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri almannavarna um stöðuna á Reykjanesi. Veðurstofan telur eldgos líklegt í vikunni sem nú fer í hönd og að byrjað gæti að gjósa með innan við hálftíma fyrirvara. 25. febrúar 2024 16:26