Rússar koma sér inn á stórmót með því að keppa fyrir aðrir þjóðir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2024 11:01 Maksim Stupakevich er einn af Rússunum sem fá að kepp á stórmótum undir hlutlausum fána. Getty/Marko Prpic Tveimur árum eftir innrás Rússa í Úkraínu þá mega Rússar og Hvít-Rússar ekki keppa á stórmótum. Það er undir fánum þjóða sinna. Stór hópur rússneskra og hvít-rússneskra glímukappa hafa aftur á móti fundið bakdyrnar inn á stórmótin og um leið mögulega inn á Ólympíuleikana í París. Glímumenn Rússa og Hvít-Rússa mega keppa á stórmótum undir hlutlausum fána en aðeins með því að standast ákveðnar krörfur. Svo verður einnig á Ólympíuleikunum í París. Þetta á við rússnesk og hvít-rússneskt íþróttafólk úr öllum greinum. Engin lið frá þessum þjóðum mega taka þátt. Kröfurnar eiga að vera strangar. Íþróttafólkið má alls ekki tengjast her Rússlands eða Hvíta-Rússlands á nokkurn hátt og þau verða ennfremur að fordæma innrás Rússlands í Úkraínu. Þetta ástand hefur mikil áhrif í glímuheiminum en þar virðast íþróttamenn frá Rússlandi og Hvít-Rússlandi komast upp með að ganga ansi langt til þess að tryggja sér þátttökurétt á stórmótum. Fyrir heimsmeistaramótið á síðasta ári þá fengu 26 Rússar eða Hvít-Rússar samt ekki að keppa vegna tengsla eða stuðning sinn við stríðið. Aðrir voru samþykktir en margir sóttu um þetta sérstaka leyfi. Zakarias Tallroth, liðsstjóri glímulandsliðs Svía segir hins vegar að þeir sem standast ekki kröfurnar hafi fundið bakdyrnar inn á stórmótin. Sænska ríkisútvarpið fjallar um málið og það gerir það danska líka. „Á Evrópumótinu á síðasta ári þá voru kannski tíu fyrrum Rússar sem voru búnir að finna sér nýja þjóð til að keppa fyrir og á síðasta heimsmeistaramóti bættust við líklega tíu til fimmtán til viðbótar. Ef við tökum alla þyngdarflokkana þá eru þetta kannski fjörutíu glímumenn sem hafa breytt um þjóðerni síðan stríðið braust út,“ sagði Tallroth við sænskku TT-fréttastofuna. Þetta eru heldur engir meðaljónar. Á EM í Rúmeníu, sem kláraðist í síðustu viku, þá unnu Rússar að eða Hvít-Rússar til 21 verðlaunun undir hlutlausum fána. „Svo eru líklega tíu verðlaun til viðbótar sem unnust af glímumönnum sem voru Rússar fyrr ári síðan,“ sagði Tallroth. Glímumenn geta breytt einu sinni um þjóðerni á ferli sínum og þá skiptir engu máli hversu gamlir þeir eru eða í hvaða flokki þeir keppa. Umræddir Rússar eru nú að keppa fyrir allt aðrar þjóðir og út um allan heim. Einn keppir sem dæmi fyrir Brasilíu sem hefur ekki verið þekkt fyrir að eiga sterka glímumenn. Þessir glímukappar eru um leið að taka sæti frá öðrum glímumönnum sem eru ekki sáttir. Svíar og Danir eru mjög ósáttir með það hversu auðvelt það er fyrir Rússana og Hvít-Rússana að sleppa í gegnum síuna. Ólympíuleikar 2024 í París Glíma Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir „Nú er nóg komið“ NBA-leikmaður með krabbamein Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Sjá meira
Glímumenn Rússa og Hvít-Rússa mega keppa á stórmótum undir hlutlausum fána en aðeins með því að standast ákveðnar krörfur. Svo verður einnig á Ólympíuleikunum í París. Þetta á við rússnesk og hvít-rússneskt íþróttafólk úr öllum greinum. Engin lið frá þessum þjóðum mega taka þátt. Kröfurnar eiga að vera strangar. Íþróttafólkið má alls ekki tengjast her Rússlands eða Hvíta-Rússlands á nokkurn hátt og þau verða ennfremur að fordæma innrás Rússlands í Úkraínu. Þetta ástand hefur mikil áhrif í glímuheiminum en þar virðast íþróttamenn frá Rússlandi og Hvít-Rússlandi komast upp með að ganga ansi langt til þess að tryggja sér þátttökurétt á stórmótum. Fyrir heimsmeistaramótið á síðasta ári þá fengu 26 Rússar eða Hvít-Rússar samt ekki að keppa vegna tengsla eða stuðning sinn við stríðið. Aðrir voru samþykktir en margir sóttu um þetta sérstaka leyfi. Zakarias Tallroth, liðsstjóri glímulandsliðs Svía segir hins vegar að þeir sem standast ekki kröfurnar hafi fundið bakdyrnar inn á stórmótin. Sænska ríkisútvarpið fjallar um málið og það gerir það danska líka. „Á Evrópumótinu á síðasta ári þá voru kannski tíu fyrrum Rússar sem voru búnir að finna sér nýja þjóð til að keppa fyrir og á síðasta heimsmeistaramóti bættust við líklega tíu til fimmtán til viðbótar. Ef við tökum alla þyngdarflokkana þá eru þetta kannski fjörutíu glímumenn sem hafa breytt um þjóðerni síðan stríðið braust út,“ sagði Tallroth við sænskku TT-fréttastofuna. Þetta eru heldur engir meðaljónar. Á EM í Rúmeníu, sem kláraðist í síðustu viku, þá unnu Rússar að eða Hvít-Rússar til 21 verðlaunun undir hlutlausum fána. „Svo eru líklega tíu verðlaun til viðbótar sem unnust af glímumönnum sem voru Rússar fyrr ári síðan,“ sagði Tallroth. Glímumenn geta breytt einu sinni um þjóðerni á ferli sínum og þá skiptir engu máli hversu gamlir þeir eru eða í hvaða flokki þeir keppa. Umræddir Rússar eru nú að keppa fyrir allt aðrar þjóðir og út um allan heim. Einn keppir sem dæmi fyrir Brasilíu sem hefur ekki verið þekkt fyrir að eiga sterka glímumenn. Þessir glímukappar eru um leið að taka sæti frá öðrum glímumönnum sem eru ekki sáttir. Svíar og Danir eru mjög ósáttir með það hversu auðvelt það er fyrir Rússana og Hvít-Rússana að sleppa í gegnum síuna.
Ólympíuleikar 2024 í París Glíma Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir „Nú er nóg komið“ NBA-leikmaður með krabbamein Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Sjá meira