Vopnfirðingurinn skaut öllum ref fyrir rass á sögulegum viðburði Ágúst Orri Arnarson skrifar 25. febrúar 2024 22:31 Dilyan Kolev vann 5-3 gegn Matthíasi Friðrikssyni í úrslitum. vísir/Bjarni freyr Dilyan Kolev naut sín vel á stóra sviðinu meðal fremstu pílukastara landsins og stóð uppi sem sigurvegari á Akureyri Open, pílukastmóti sem fór fram í Sjallanum um helgina. Þrátt fyrir stífar æfingar í stofunni heima á Vopnafirði átti hann ekki von á sigri. „Þetta var alveg æðislegt, bara eins og að vera á Ally Pally, heimsmeistaramótinu sem maður sér í sjónvarpinu. Algjörlega frábært andrúmsloft, hrós á alla sem mættu og þá sem skipulögðu mótið. Þetta var langbesti píluviðburður sem hefur verið haldinn á Íslandi.“ Lagði knattspyrnuskóna á hilluna og hengdi upp píluspjald Dilyan er aðfluttur Vopnfirðingur frá Búlgaríu og fyrrum atvinnumaður í fótbolta. Hann fluttist hingað til lands fyrst árið 2014 þegar hann samdi við KF Fjallabyggð í 2. deild karla. Ári síðar gerðist hann svo liðsmaður Einherja og hefur búið á Vopnafirði síðan. „Ég hef verið að þjálfa hérna í svona 4 ár og spilaði sjálfur í 5-6 ár á Íslandi. Ég flutti fyrst til Ólafsfjarðar árið 2014 í stuttan tíma, svo ári síðar kom ég til Vopnafjarðar og hef búið hér síðan þá.“ Dilyan þjálfar enn hjá Einherja á Vopnafirði en eftir að hafa lagt skóna á hilluna hefur hann nýtt frítímann í píluæfingar. Hann er meðlimur í Pílufélagi Vopnafjarðar og sækir æfingar þar, en æfir mest í stofunni heima hjá sér. Íþrótt á uppgangi þar sem allir geta skemmt sér Aðstaðan sem Dilyan nýtir til æfinga í stofunni heima hjá sér.skjáskot Pílukast er íþrótt á miklum uppgangi og Pílufélag Vopnafjarðar er félag í uppbyggingu, Dilyan vonast til að kveikja áhuga fleira fólks á pílunni. „Við erum með Pílufélag hér á Vopnafirði en ég æfi mig mest heima og á netinu, það er eina leiðin. Vonandi löðum við fleiri að okkur núna, það eru 35 manns skráðir en ekki allir spila, þetta er samt að vaxa. Undanfarið hef ég heyrt af fullt af fólki sem er að kaupa píluspjöld og setja upp heima hjá sér. Pílan er íþrótt sem gefur öllum tækifæri til að taka þátt og skemmta sér. Það þarf ekkert að æfa heillengi, þetta er bara skemmtileg íþrótt. Þetta er ekki eins og til dæmis fótbolti þar sem þú þarft ákveðna hæfileika og líkamlegan styrk, í pílu snýst þetta allt um hugann og þú ræður því hvort þú viljir spila í keppnum eða bara til skemmtunar.“ Árangurinn fram úr öllum vonum en þakklæti efst í huga Eftir stífar æfingar í stofunni heima hjá sér vissi Dilyan að hann myndi spila vel á mótinu, en árangurinn fór fram úr öllum vonum. „Bjóst alls ekki við því að vinna, sérstaklega þegar maður er að mæta frábærum íslenskum leikmönnum. Ég vissi að ég myndi spila vel, hef verið að æfa stíft undanfarið, búinn að leggja inn fullt af tímum hér heima fyrir og það skilaði sér. Ég sló frábæra leikmenn út og tapaði bara fimm leggjum allt mótið, sem er alveg sturlað“ Að lokum tók Dilyan fram hversu þakklátur hann væri fyrir að taka þátt í stórmóti líkt og sett var upp á Akureyri um helgina og fá tækifæri til að keppa við bestu pílukastara landsins fyrir framan fullan sal af fólki. „Þór á allt hrós skilið og stóð vel að mótinu. Það var bara frábær tilfinning að deila sviðinu með ölllum þessu stórkostlegu leikmönnum. Fólkið í salnum hvatti mig áfram og skapaði geggjaða stemingu, alveg frábær tilfinning.“ Pílukast Vopnafjörður Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sjá meira
„Þetta var alveg æðislegt, bara eins og að vera á Ally Pally, heimsmeistaramótinu sem maður sér í sjónvarpinu. Algjörlega frábært andrúmsloft, hrós á alla sem mættu og þá sem skipulögðu mótið. Þetta var langbesti píluviðburður sem hefur verið haldinn á Íslandi.“ Lagði knattspyrnuskóna á hilluna og hengdi upp píluspjald Dilyan er aðfluttur Vopnfirðingur frá Búlgaríu og fyrrum atvinnumaður í fótbolta. Hann fluttist hingað til lands fyrst árið 2014 þegar hann samdi við KF Fjallabyggð í 2. deild karla. Ári síðar gerðist hann svo liðsmaður Einherja og hefur búið á Vopnafirði síðan. „Ég hef verið að þjálfa hérna í svona 4 ár og spilaði sjálfur í 5-6 ár á Íslandi. Ég flutti fyrst til Ólafsfjarðar árið 2014 í stuttan tíma, svo ári síðar kom ég til Vopnafjarðar og hef búið hér síðan þá.“ Dilyan þjálfar enn hjá Einherja á Vopnafirði en eftir að hafa lagt skóna á hilluna hefur hann nýtt frítímann í píluæfingar. Hann er meðlimur í Pílufélagi Vopnafjarðar og sækir æfingar þar, en æfir mest í stofunni heima hjá sér. Íþrótt á uppgangi þar sem allir geta skemmt sér Aðstaðan sem Dilyan nýtir til æfinga í stofunni heima hjá sér.skjáskot Pílukast er íþrótt á miklum uppgangi og Pílufélag Vopnafjarðar er félag í uppbyggingu, Dilyan vonast til að kveikja áhuga fleira fólks á pílunni. „Við erum með Pílufélag hér á Vopnafirði en ég æfi mig mest heima og á netinu, það er eina leiðin. Vonandi löðum við fleiri að okkur núna, það eru 35 manns skráðir en ekki allir spila, þetta er samt að vaxa. Undanfarið hef ég heyrt af fullt af fólki sem er að kaupa píluspjöld og setja upp heima hjá sér. Pílan er íþrótt sem gefur öllum tækifæri til að taka þátt og skemmta sér. Það þarf ekkert að æfa heillengi, þetta er bara skemmtileg íþrótt. Þetta er ekki eins og til dæmis fótbolti þar sem þú þarft ákveðna hæfileika og líkamlegan styrk, í pílu snýst þetta allt um hugann og þú ræður því hvort þú viljir spila í keppnum eða bara til skemmtunar.“ Árangurinn fram úr öllum vonum en þakklæti efst í huga Eftir stífar æfingar í stofunni heima hjá sér vissi Dilyan að hann myndi spila vel á mótinu, en árangurinn fór fram úr öllum vonum. „Bjóst alls ekki við því að vinna, sérstaklega þegar maður er að mæta frábærum íslenskum leikmönnum. Ég vissi að ég myndi spila vel, hef verið að æfa stíft undanfarið, búinn að leggja inn fullt af tímum hér heima fyrir og það skilaði sér. Ég sló frábæra leikmenn út og tapaði bara fimm leggjum allt mótið, sem er alveg sturlað“ Að lokum tók Dilyan fram hversu þakklátur hann væri fyrir að taka þátt í stórmóti líkt og sett var upp á Akureyri um helgina og fá tækifæri til að keppa við bestu pílukastara landsins fyrir framan fullan sal af fólki. „Þór á allt hrós skilið og stóð vel að mótinu. Það var bara frábær tilfinning að deila sviðinu með ölllum þessu stórkostlegu leikmönnum. Fólkið í salnum hvatti mig áfram og skapaði geggjaða stemingu, alveg frábær tilfinning.“
Pílukast Vopnafjörður Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sjá meira