Unga konan sem kærði Albert muni eyða ævinni í að vinna úr málinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. febrúar 2024 15:30 Eva B. Helgadóttir, lögmaður konunnar sem kærði Albert Guðmundsson knattspyrnumann fyrir kynferðisbrot. Lögmaður konunnar sem kærði knattspyrnumanninn Albert Guðmundsson fyrir kynferðisbrot skoðar nú hvort kæra skuli ákvörðun héraðssaksóknara um að láta málið niður falla til ríkissaksóknara. Málið hafi verið afar erfitt fyrir ungu konuna, sem muni eyða ævinni í að vinna úr því. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Evu B. Helgadóttur, lögmanni konunnar, sem hún sendi fréttastofu. Það komi Evu sjálfri og öðrum sem þekki til málsins á óvart að það hafi verið fellt niður. Málið hafi hvílt þungt á umbjóðanda hennar. „Ekki aðeins framganga mannsins [Alberts Guðmundssonar] heldur var ekki léttvæg ákvörðun að kæra mann fyrir kynferðisbrot sem hefur tengst fjölskyldu hennar vinaböndum frá því hún var barn. Umbjóðandi minn taldi réttast í stöðunni að vísa ábyrgðinni þangað sem hún á heima og láta málið fara hina lögformlegu leið. Hún hefur ekki sóst eftir neinu öðru en réttlæti og taldi sér siðferðilega skylt að koma málinu í þann farveg,“ segir Eva. Vinnur úr áfallinu og hugar að framtíðinni Þá lýsir hún umbjóðanda sínum sem ungri og efnilegri konu sem sé langt komin í krefjandi námi í læknisfræði. „Og verður fyrir framgöngu sem hún á eftir að eyða ævinni í að vinna úr. Kærði verður að lifa með eigin framgöngu og hvernig hann hefur kosið að taka ábyrgð á henni.“ Albert Guðmundsson var kærður fyrir kynferðisbrot síðasta sumar. Hann hefur undanfarin misseri spilað með ítalska liðinu Genóa.Getty/Simone Arveda Þá segir Eva að réttarkerfið hygli sakborningum í kynferðisbrotamálum, sem valdi því að þolendur veigri sér við því að kæra. Hún skoði nú hvort niðurfelling málsins verði kærð til ríkissaksóknara. „Hvað sem líður niðurstöðu lögfræðinga um líkur á sakfellingu í sakamáli mun umbjóðandi minn einbeita sér að því að vinna úr áfallinu, sinna sínu námi og huga að framtíðinni.“ Albert segist saklaus Greint var frá því í dag að héraðssaksóknari hefði á fimmtudag fellt niður málið á hendur Alberti þar sem það hafi ekki þótt líklegt til sakfellingar. Konan kærði Albert fyrir kynferðisbrot síðasta sumar. Lögregla hóf rannsókn og sendi málið svo til meðferðar hjá héraðssaksóknara. Albert hefur ekkert tjáð sig um málið fyrir utan stutta yfirlýsingu í ágúst síðastliðnum, þar sem hann sagðist saklaus af þeim ásökunum sem komið hefðu fram. Frá því málið kom upp hefur Albert ekki spilað með íslenska landsliðinu í knattspyrnu. Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Kynferðisofbeldi Landslið karla í fótbolta KSÍ Mál Alberts Guðmundssonar Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Evu B. Helgadóttur, lögmanni konunnar, sem hún sendi fréttastofu. Það komi Evu sjálfri og öðrum sem þekki til málsins á óvart að það hafi verið fellt niður. Málið hafi hvílt þungt á umbjóðanda hennar. „Ekki aðeins framganga mannsins [Alberts Guðmundssonar] heldur var ekki léttvæg ákvörðun að kæra mann fyrir kynferðisbrot sem hefur tengst fjölskyldu hennar vinaböndum frá því hún var barn. Umbjóðandi minn taldi réttast í stöðunni að vísa ábyrgðinni þangað sem hún á heima og láta málið fara hina lögformlegu leið. Hún hefur ekki sóst eftir neinu öðru en réttlæti og taldi sér siðferðilega skylt að koma málinu í þann farveg,“ segir Eva. Vinnur úr áfallinu og hugar að framtíðinni Þá lýsir hún umbjóðanda sínum sem ungri og efnilegri konu sem sé langt komin í krefjandi námi í læknisfræði. „Og verður fyrir framgöngu sem hún á eftir að eyða ævinni í að vinna úr. Kærði verður að lifa með eigin framgöngu og hvernig hann hefur kosið að taka ábyrgð á henni.“ Albert Guðmundsson var kærður fyrir kynferðisbrot síðasta sumar. Hann hefur undanfarin misseri spilað með ítalska liðinu Genóa.Getty/Simone Arveda Þá segir Eva að réttarkerfið hygli sakborningum í kynferðisbrotamálum, sem valdi því að þolendur veigri sér við því að kæra. Hún skoði nú hvort niðurfelling málsins verði kærð til ríkissaksóknara. „Hvað sem líður niðurstöðu lögfræðinga um líkur á sakfellingu í sakamáli mun umbjóðandi minn einbeita sér að því að vinna úr áfallinu, sinna sínu námi og huga að framtíðinni.“ Albert segist saklaus Greint var frá því í dag að héraðssaksóknari hefði á fimmtudag fellt niður málið á hendur Alberti þar sem það hafi ekki þótt líklegt til sakfellingar. Konan kærði Albert fyrir kynferðisbrot síðasta sumar. Lögregla hóf rannsókn og sendi málið svo til meðferðar hjá héraðssaksóknara. Albert hefur ekkert tjáð sig um málið fyrir utan stutta yfirlýsingu í ágúst síðastliðnum, þar sem hann sagðist saklaus af þeim ásökunum sem komið hefðu fram. Frá því málið kom upp hefur Albert ekki spilað með íslenska landsliðinu í knattspyrnu.
Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Kynferðisofbeldi Landslið karla í fótbolta KSÍ Mál Alberts Guðmundssonar Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira