Tók morðið upp á símann: „Í myndunum mínum deyja alltaf allir“ Lovísa Arnardóttir skrifar 24. febrúar 2024 19:44 Kviðdómur fann Smith sekan í dómstól í Anchorage í vikunni. Vísir/Getty Karlmaður frá Suður-Afríku, Brian Steven Smith, var nýlega fundinn sekur um að hafa myrt tvær konur og fjölmörg kynferðisbrot gegn konunum báðum sem báðar voru frumbyggjar frá Alaska. Lögregla komst á snoðir um brot mannsins eftir að kona stal símanum hans og afhenti lögreglu í kjölfarið minnislykil með myndböndum og myndum úr honum. Kathleen Henry myrti hann árið 2019 og Veronicu Abouchuk, annað hvort 2018 eða 2019. Báðar voru þær frá smábæjum í Anchorage og höfðu báðar verið heimilislausar á einum tímapunkti. Á minnislyklinum var að finna myndbönd af því þegar hann pyntaði Henry á hótelherbergi og myrti. Í myndbandinu má heyra hann segja frá því sem gerist og því sem hann gerir. Andlit Smith sést aldrei en í myndbandinu hvetur hann hana til að deyja á milli þess sem hann ber hana og kyrkir. Myndböndin eru tekin á tveggja daga tímabili í september árið 2019. „Í myndunum mínum deyja alltaf allir,“ segir hann og spyr hvað áhangendur hans mun eiginlega halda og að fólk þurfi að vita þegar það er verið að „raðmyrða það“. Ók með hana látna í tvo daga Í frétt AP um málið kemur fram að aðeins kviðdómarar fengu að sjá myndböndin en hljóðið heyrðist út í sal. Í myndböndunum mátti heyra Henry reyna að anda áður en hún loks lést. Fram kom í máli saksóknara að Smith hefði ekið með lík hennar í skotti bíls síns í tvo daga áður en hann losaði sig við það á sveitavegi suður af Anchorage. Síðustu myndirnar á minnislyklinum sem lögregla fékk voru af konunni í skotti bílsins. Í yfirheyrslu hjá lögreglunni viðurkenndi Smith að hafa myrt Abouchuk. Hann sagðist hafa tekið hana upp í bíl sinn þegar eiginkona hans var ekki í bænum. Hún hafi lyktað en neitað að fara í sturtu eins og hann bað hana um. Þá hafi hann farið í uppnám, sótt byssu í bílskúr sinn og losað sig svo við líkið. Hann sagði lögreglu hvar hann hafði skilið líkið eftir en lögregla fann við leit höfuðkúpu með sári eftir byssuskot. Engin dauðarefsing í Alaska Í umfjöllun AP um málið segir að Smith hafi ekki sýnt nein viðbrögð þegar hann var fundinn sekur í dómstóli í Anchorage fyrir helgi. Alls voru ákærurnar fjórtán fyrir bæði morðin og kynferðisbrotin. Enn á eftir að kveða upp dóm og því liggur ekki fyrir hversu lengi hann þarf að afplána fyrir brot sín. Kveðinn verður upp dómur í júlí en í frétt AP segir að dauðarefsingin sé ekki notuð í Alaska. Samkvæmt lögum getur hann átt yfir höfði sér dóm allt frá 30 árum til 99 árum fyrir morðið á Abouchuk. Konan sem rændi símanum af Smith starfar við vændi og rændi símanum úr flutningabíl hans. Eftir að hafa séð efnið í símanum setti hún það á minnislykil og afhendi lögreglu. Hún var lykilvitni í málinu. Eftir að Smith var handtekinn viðurkenndi hann að hafa myrt aðra konu sem einnig var af frumbyggjaættum. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Kathleen Henry myrti hann árið 2019 og Veronicu Abouchuk, annað hvort 2018 eða 2019. Báðar voru þær frá smábæjum í Anchorage og höfðu báðar verið heimilislausar á einum tímapunkti. Á minnislyklinum var að finna myndbönd af því þegar hann pyntaði Henry á hótelherbergi og myrti. Í myndbandinu má heyra hann segja frá því sem gerist og því sem hann gerir. Andlit Smith sést aldrei en í myndbandinu hvetur hann hana til að deyja á milli þess sem hann ber hana og kyrkir. Myndböndin eru tekin á tveggja daga tímabili í september árið 2019. „Í myndunum mínum deyja alltaf allir,“ segir hann og spyr hvað áhangendur hans mun eiginlega halda og að fólk þurfi að vita þegar það er verið að „raðmyrða það“. Ók með hana látna í tvo daga Í frétt AP um málið kemur fram að aðeins kviðdómarar fengu að sjá myndböndin en hljóðið heyrðist út í sal. Í myndböndunum mátti heyra Henry reyna að anda áður en hún loks lést. Fram kom í máli saksóknara að Smith hefði ekið með lík hennar í skotti bíls síns í tvo daga áður en hann losaði sig við það á sveitavegi suður af Anchorage. Síðustu myndirnar á minnislyklinum sem lögregla fékk voru af konunni í skotti bílsins. Í yfirheyrslu hjá lögreglunni viðurkenndi Smith að hafa myrt Abouchuk. Hann sagðist hafa tekið hana upp í bíl sinn þegar eiginkona hans var ekki í bænum. Hún hafi lyktað en neitað að fara í sturtu eins og hann bað hana um. Þá hafi hann farið í uppnám, sótt byssu í bílskúr sinn og losað sig svo við líkið. Hann sagði lögreglu hvar hann hafði skilið líkið eftir en lögregla fann við leit höfuðkúpu með sári eftir byssuskot. Engin dauðarefsing í Alaska Í umfjöllun AP um málið segir að Smith hafi ekki sýnt nein viðbrögð þegar hann var fundinn sekur í dómstóli í Anchorage fyrir helgi. Alls voru ákærurnar fjórtán fyrir bæði morðin og kynferðisbrotin. Enn á eftir að kveða upp dóm og því liggur ekki fyrir hversu lengi hann þarf að afplána fyrir brot sín. Kveðinn verður upp dómur í júlí en í frétt AP segir að dauðarefsingin sé ekki notuð í Alaska. Samkvæmt lögum getur hann átt yfir höfði sér dóm allt frá 30 árum til 99 árum fyrir morðið á Abouchuk. Konan sem rændi símanum af Smith starfar við vændi og rændi símanum úr flutningabíl hans. Eftir að hafa séð efnið í símanum setti hún það á minnislykil og afhendi lögreglu. Hún var lykilvitni í málinu. Eftir að Smith var handtekinn viðurkenndi hann að hafa myrt aðra konu sem einnig var af frumbyggjaættum.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira