Hinn nítján ára Forson gæti byrjað í fjarveru Højlund Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. febrúar 2024 09:01 Omari Forson hendir sér í tæklingu í leik gegn Arsenal á undirbúningstímabilinu. EPA-EFE/JUSTIN LANE Meiðslavandræði Manchester United ætla engan endi að taka en í gær, föstudag, var staðfest að danski framherjinn Rasmus Højlund verði frá næstu tvær til þrjár vikurnar. Í fjarveru Danans gæti hinn 19 ára gamli Omari Forson byrjað sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni. Højlund hefur verið ein helsta ástæða fyrir góðu gengi Man United undanfarnar vikur en Daninn hefur verið iðinn kolann fyrir framan mark andstæðinganna. Hann hafði skorað í sex deildarleikjum í röð, þar á meðal bæði mörkin í 2-1 sigrinum á Luton Town. Danski framherjinn var hins vegar að glíma við meiðsli þegar hann gekk í raðir Man United síðasta sumar sem og hann missti af undirbúningstímabilinu. Mikið álag undanfarið virðist hafa bitið hann í rassinn þar sem hann er að glíma við vöðvameiðsli og verður frá næstu vikurnar. Koma fréttirnar í kjölfar þess að tilkynnt var að Luke Shaw verði frá næstu 12 vikurnar og þá er ekki vitað hvenæar Lisandro Martínez snýr aftur eftir að hafa meiðst á hné. Rasmus hefur þurft að spila hverja einustu mínútu sem fremsti maður þar sem meiðslapésinn Anthony Martial er líkt og vanalega ekki leikfær. Það er því talið líklegt að Erik Ten Hag, þjálfari Man Utd, muni stilla hinum 19 ára gamla Forson upp í byrjunarliðinu þegar Man Utd fær Fulham í heimsókn í dag, laugardag. Forson hefur þegar komið við sögu í þremur leikjum. Hann kom inn af bekknum þegar Man Utd lagði Wigan Athletic og Newport County í enska bikarnum. Þá nýtti hann mínútur sínar í ótrúlegum 4-3 sigri á Úlfunum vel en hann lagði upp glæsilegt sigurmark Kobbie Mainoo í uppbótartíma. Omari Forson is in frame for his first #MUFC start v Fulham after injury to Rasmus Hojlund. Training has featured Forson, 19, in a front three including Marcus Rashford + Alejandro Garnacho.After @AcademyScoop Some details on Forson as a player https://t.co/vfiK9KfRPL— Laurie Whitwell (@lauriewhitwell) February 23, 2024 Forson verður samningslaus í sumar og talið er að Ten Hag sé að spila honum frekar en til að mynda Amad og Antony í von m að Forson framlengi samning sinn á Old Trafford. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Sjá meira
Højlund hefur verið ein helsta ástæða fyrir góðu gengi Man United undanfarnar vikur en Daninn hefur verið iðinn kolann fyrir framan mark andstæðinganna. Hann hafði skorað í sex deildarleikjum í röð, þar á meðal bæði mörkin í 2-1 sigrinum á Luton Town. Danski framherjinn var hins vegar að glíma við meiðsli þegar hann gekk í raðir Man United síðasta sumar sem og hann missti af undirbúningstímabilinu. Mikið álag undanfarið virðist hafa bitið hann í rassinn þar sem hann er að glíma við vöðvameiðsli og verður frá næstu vikurnar. Koma fréttirnar í kjölfar þess að tilkynnt var að Luke Shaw verði frá næstu 12 vikurnar og þá er ekki vitað hvenæar Lisandro Martínez snýr aftur eftir að hafa meiðst á hné. Rasmus hefur þurft að spila hverja einustu mínútu sem fremsti maður þar sem meiðslapésinn Anthony Martial er líkt og vanalega ekki leikfær. Það er því talið líklegt að Erik Ten Hag, þjálfari Man Utd, muni stilla hinum 19 ára gamla Forson upp í byrjunarliðinu þegar Man Utd fær Fulham í heimsókn í dag, laugardag. Forson hefur þegar komið við sögu í þremur leikjum. Hann kom inn af bekknum þegar Man Utd lagði Wigan Athletic og Newport County í enska bikarnum. Þá nýtti hann mínútur sínar í ótrúlegum 4-3 sigri á Úlfunum vel en hann lagði upp glæsilegt sigurmark Kobbie Mainoo í uppbótartíma. Omari Forson is in frame for his first #MUFC start v Fulham after injury to Rasmus Hojlund. Training has featured Forson, 19, in a front three including Marcus Rashford + Alejandro Garnacho.After @AcademyScoop Some details on Forson as a player https://t.co/vfiK9KfRPL— Laurie Whitwell (@lauriewhitwell) February 23, 2024 Forson verður samningslaus í sumar og talið er að Ten Hag sé að spila honum frekar en til að mynda Amad og Antony í von m að Forson framlengi samning sinn á Old Trafford.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Sjá meira