Tímaspursmál með Rúnar Má: „Þú ert að segja mér fréttir“ Valur Páll Eiríksson skrifar 23. febrúar 2024 16:30 Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA. Vísir/Bjarni Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA í Bestu deild karla, segir leikmannahóp liðsins kláran fyrir komandi tímabil. Rúnar Már Sigurjónsson er að líkindum á leið til félagsins þegar heilsa hans leyfir. „Við erum mjög ánægðir með okkar leikmannahóp og þá leikmenn sem við höfum fengið inn í vetur og hvernig þeir hafa komið inn í okkar lið, umhverfi og starf,“ sagði Jón Þór í samtali við Vísi þegar litið var við á Skaganum í dag. „Við erum mjög ánægðir með leikmannahópinn eins og hann er í dag og erum ekki að leita að neinum frekari styrkinugm. Við lítum svo á að við séum búnir að loka okkar leikmannahóp og klárir í að hefja Bestu deildina,“ bætir Jón við. Ekki frágengið með Rúnar Má Fyrrum landsliðsmaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson hefur mikið verður orðaður við ÍA en hann er fluttur á Skagann. Rúnar gekk undir aðgerð á nára í vetur og er enn að ná heilsu. Klippa: Þú ert að segja mér fréttir Jón Þór var spurður hvort skipti Rúnars væru ekki hreinlega frágengin. „Það er þá spurning hvenær það verður tilkynnt. Þú ert að segja mér fréttir ef það er klárt. Það væri auðvitað bara stórkostleg viðbót við okkar góða leikmannahóp. Það er ekkert leyndarmál að við höfum unnið lengi í því að fá Rúnar Má til ÍA,“ „Hann er auðvitað fluttur til Akraness, það var fyrsta skrefið og við unnum aðeins með honum í hitteðfyrra sumar þegar hann æfði aðeins með okkur. Það er ekki nokkur einasta spurning að hvert einasta lið í deildinni myndi vilja styrkja sitt lið með leikmanni eins og Rúnari Má,“ segir Jón Þór. Samkvæmt heimildum Vísis er aðeins tímaspursmál hvenær gengið verður frá samningum. Rúnar fari með ÍA í æfingaferð á næstu vikum. Skagamenn bíði með formsatriðin á meðan Rúnar er meiddur, þar sem hann er ekki enn fær um að standast læknisskoðun. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í spilaranum að ofan. Besta deild karla ÍA Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira
„Við erum mjög ánægðir með okkar leikmannahóp og þá leikmenn sem við höfum fengið inn í vetur og hvernig þeir hafa komið inn í okkar lið, umhverfi og starf,“ sagði Jón Þór í samtali við Vísi þegar litið var við á Skaganum í dag. „Við erum mjög ánægðir með leikmannahópinn eins og hann er í dag og erum ekki að leita að neinum frekari styrkinugm. Við lítum svo á að við séum búnir að loka okkar leikmannahóp og klárir í að hefja Bestu deildina,“ bætir Jón við. Ekki frágengið með Rúnar Má Fyrrum landsliðsmaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson hefur mikið verður orðaður við ÍA en hann er fluttur á Skagann. Rúnar gekk undir aðgerð á nára í vetur og er enn að ná heilsu. Klippa: Þú ert að segja mér fréttir Jón Þór var spurður hvort skipti Rúnars væru ekki hreinlega frágengin. „Það er þá spurning hvenær það verður tilkynnt. Þú ert að segja mér fréttir ef það er klárt. Það væri auðvitað bara stórkostleg viðbót við okkar góða leikmannahóp. Það er ekkert leyndarmál að við höfum unnið lengi í því að fá Rúnar Má til ÍA,“ „Hann er auðvitað fluttur til Akraness, það var fyrsta skrefið og við unnum aðeins með honum í hitteðfyrra sumar þegar hann æfði aðeins með okkur. Það er ekki nokkur einasta spurning að hvert einasta lið í deildinni myndi vilja styrkja sitt lið með leikmanni eins og Rúnari Má,“ segir Jón Þór. Samkvæmt heimildum Vísis er aðeins tímaspursmál hvenær gengið verður frá samningum. Rúnar fari með ÍA í æfingaferð á næstu vikum. Skagamenn bíði með formsatriðin á meðan Rúnar er meiddur, þar sem hann er ekki enn fær um að standast læknisskoðun. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í spilaranum að ofan.
Besta deild karla ÍA Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira