Dýri Guðmundsson er látinn Jakob Bjarnar skrifar 22. febrúar 2024 09:16 Dýri var eftirminnilegur, hár á velli og skemmtilegur. ingimar Sigurðsson Dýri Guðmundsson endurskoðandi, fyrrverandi knattspyrnukappi og gítarleikari er látinn. Hann fæddist 1951 en lést eftir veikindi þriðjudagskvöldið 20. febrúar. Fjölmargir samferðamenn Dýra hvort sem er vinir eða ættingjar hafa minnst hans á samfélagsmiðlum. Þó Dýri eigi ættir að rekja til Fremstu-húsa í Hjarðardal í Dýrafirði, og hafi verið útnefndur Seltirningur ársins 2017 hefur hann ekki síst verið kenndur við Hafnarfjörð hvar hann ólst upp. Dýri var landsliðsmaður í knattspyrnu en hann var í sigursælum liðum FH og svo síðar í Val. „Ég var í Hafnarfjarðarstrætó í tíu ár,“ sagði Dýri meðal annars í samtali við Morgunblaðið sem ræddi við hann í tilefni af því að hann varð Seltirningur ársins. En þar á Lindarbrautinni ólu Dýri og kona hans upp þrjú börn, sögðu þar gott að búa og ala upp börn. Dýri var mikill áhugamaður um tónlist. Í Morgunblaðinu 2011 var rætt við Dýra sem þá boðaði komu sjö laga hljómplötu þar sem stíllinn átti að vera fjölbreyttur; blús, rokk og melódíur. „Ég gríp minn gítar, frakkur og fús, er einn frasinn sem ég er að leika mér með,“ sagði Dýri og vildi meina að platan yrði einkum blússkotin. Óhætt er að fullyrða að tugir þúsunda hafi notið spilamennsku Dýra í gegnum árin en hann spilaði einatt fyrir þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoninu þar sem þeir komu skokkandi eftir Lindarbrautinni. Fjölmargir íbúar á Seltjarnarnesi minnast Dýra í Facebook-hópi íbúa á Nesinu og rifjuð upp störf Dýra í sóknarnefnd kirkjunnar og spilamennsku hans fyrir íbúa á hjúkrunarheimilinu Grund. Dýri var eftirminnilegur, hár á velli og skemmtilegur. Eiginkona Dýra er Hildur Guðmundsdóttir en börnin eru Orri Páll trymbill, Vilborg Ása bassaleikari og Guðný Vala lögfræðingur. Andlát Seltjarnarnes Tónlist Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Þó Dýri eigi ættir að rekja til Fremstu-húsa í Hjarðardal í Dýrafirði, og hafi verið útnefndur Seltirningur ársins 2017 hefur hann ekki síst verið kenndur við Hafnarfjörð hvar hann ólst upp. Dýri var landsliðsmaður í knattspyrnu en hann var í sigursælum liðum FH og svo síðar í Val. „Ég var í Hafnarfjarðarstrætó í tíu ár,“ sagði Dýri meðal annars í samtali við Morgunblaðið sem ræddi við hann í tilefni af því að hann varð Seltirningur ársins. En þar á Lindarbrautinni ólu Dýri og kona hans upp þrjú börn, sögðu þar gott að búa og ala upp börn. Dýri var mikill áhugamaður um tónlist. Í Morgunblaðinu 2011 var rætt við Dýra sem þá boðaði komu sjö laga hljómplötu þar sem stíllinn átti að vera fjölbreyttur; blús, rokk og melódíur. „Ég gríp minn gítar, frakkur og fús, er einn frasinn sem ég er að leika mér með,“ sagði Dýri og vildi meina að platan yrði einkum blússkotin. Óhætt er að fullyrða að tugir þúsunda hafi notið spilamennsku Dýra í gegnum árin en hann spilaði einatt fyrir þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoninu þar sem þeir komu skokkandi eftir Lindarbrautinni. Fjölmargir íbúar á Seltjarnarnesi minnast Dýra í Facebook-hópi íbúa á Nesinu og rifjuð upp störf Dýra í sóknarnefnd kirkjunnar og spilamennsku hans fyrir íbúa á hjúkrunarheimilinu Grund. Dýri var eftirminnilegur, hár á velli og skemmtilegur. Eiginkona Dýra er Hildur Guðmundsdóttir en börnin eru Orri Páll trymbill, Vilborg Ása bassaleikari og Guðný Vala lögfræðingur.
Andlát Seltjarnarnes Tónlist Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira