Skilur ekkert í að Ajax hafi fengið gæðalausan Henderson Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. febrúar 2024 09:31 Van der Vaart lék meðal annars með Tottenham og Real Madrid á sínum ferli. NESimages/Raymond Smit/DeFodi Images via Getty Images Rafael van der Vaart lét óánægju sína í ljós með kaup Ajax á Jordan Henderson. Van der Vaart er fyrrum hollenskur landsliðsmaður sem útskrifaðist úr Ajax akademíunni og þreytti frumraun sína með aðalliðinu 17 ára gamall. Hann starfar núna sem sérfræðingur í setti hjá hollenskri sjónvarpsstöð. Þar sagðist hann vera afar óánægður með uppeldisfélag sitt og benti á Jordan Henderson sem dæmi um slaka kaupstefnu félagsins. Henderson gekk til liðs við Ajax í janúar eftir stutt stopp hjá Al-Ettifaq í Sádí-Arabíu. Hann var gerður að fyrirliða liðsins en Ajax hefur ekki enn unnið í þeim fjórum leikjum sem Henderson hefur spilað. „Ajax hefur fengið til sín gæðalausa leikmenn. Félagið þarf núna bara að þrauka til enda tímabilsins. Félagið fékk Henderson til liðsins, það eina sem hann gerir er að gefa boltann til baka eða út á kant.“ Ummæli Van der Vaart komu í kjölfar grátlegs jafnteflis gegn NEC Nijmegen þar sem Ajax missti forystuna í uppbótartíma. Ajax situr í 5. sæti hollensku úrvalsdeildarinnar eftir afar slaka byrjun og sveiflukennt gengi á tímabilinu. Auk þess stendur liðið í ströngu í Sambandsdeildinni. Fyrri leikurinn í einvígi þeirra gegn Bodö/Glimt endaði 2-2 eftir tvö mörk frá Ajax í uppbótartíma. Seinni leikurinn fer fram á morgun á heimavelli Bodö/Glimt í Noregi. „Sem Ajax maður er ég sorgmæddur. Ég veit ekki hvað er hægt að segja meira. Það væri best fyrir þá að detta bara út og byrja upp á nýtt á næsta tímabili“ sagði Van der Vaart að lokum. Hollenski boltinn Tengdar fréttir Henderson: „Vona að hann hafi verið ánægður“ Jordan Henderson spilaði sinn fyrsta leik fyrir Ajax í gær er liðið gerði 1-1 jafntefli við PSV. 4. febrúar 2024 14:30 Kristian lék allan leikinn í grátlegu jafntefli Kristian Nökkvi Hlynsson og samherjar hans í Ajax gerðu í dag 2-2 jafntefli gegn Nijmegen í hollensku deildinni í dag. 18. febrúar 2024 15:29 Kristian Nökkvi valinn besti ungi leikmaðurinn í janúar Kristian Nökkvi Hlynsson, leikmaður Ajax í hollensku úrvalsdeildinni, hlaut í gær viðurkenningu sem besti ungi leikmaður deildinnar í janúar, en verðlaunin er kennd við goðsögnina Johan Cruijff. 3. febrúar 2024 15:45 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Fleiri fréttir Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Sjá meira
Van der Vaart er fyrrum hollenskur landsliðsmaður sem útskrifaðist úr Ajax akademíunni og þreytti frumraun sína með aðalliðinu 17 ára gamall. Hann starfar núna sem sérfræðingur í setti hjá hollenskri sjónvarpsstöð. Þar sagðist hann vera afar óánægður með uppeldisfélag sitt og benti á Jordan Henderson sem dæmi um slaka kaupstefnu félagsins. Henderson gekk til liðs við Ajax í janúar eftir stutt stopp hjá Al-Ettifaq í Sádí-Arabíu. Hann var gerður að fyrirliða liðsins en Ajax hefur ekki enn unnið í þeim fjórum leikjum sem Henderson hefur spilað. „Ajax hefur fengið til sín gæðalausa leikmenn. Félagið þarf núna bara að þrauka til enda tímabilsins. Félagið fékk Henderson til liðsins, það eina sem hann gerir er að gefa boltann til baka eða út á kant.“ Ummæli Van der Vaart komu í kjölfar grátlegs jafnteflis gegn NEC Nijmegen þar sem Ajax missti forystuna í uppbótartíma. Ajax situr í 5. sæti hollensku úrvalsdeildarinnar eftir afar slaka byrjun og sveiflukennt gengi á tímabilinu. Auk þess stendur liðið í ströngu í Sambandsdeildinni. Fyrri leikurinn í einvígi þeirra gegn Bodö/Glimt endaði 2-2 eftir tvö mörk frá Ajax í uppbótartíma. Seinni leikurinn fer fram á morgun á heimavelli Bodö/Glimt í Noregi. „Sem Ajax maður er ég sorgmæddur. Ég veit ekki hvað er hægt að segja meira. Það væri best fyrir þá að detta bara út og byrja upp á nýtt á næsta tímabili“ sagði Van der Vaart að lokum.
Hollenski boltinn Tengdar fréttir Henderson: „Vona að hann hafi verið ánægður“ Jordan Henderson spilaði sinn fyrsta leik fyrir Ajax í gær er liðið gerði 1-1 jafntefli við PSV. 4. febrúar 2024 14:30 Kristian lék allan leikinn í grátlegu jafntefli Kristian Nökkvi Hlynsson og samherjar hans í Ajax gerðu í dag 2-2 jafntefli gegn Nijmegen í hollensku deildinni í dag. 18. febrúar 2024 15:29 Kristian Nökkvi valinn besti ungi leikmaðurinn í janúar Kristian Nökkvi Hlynsson, leikmaður Ajax í hollensku úrvalsdeildinni, hlaut í gær viðurkenningu sem besti ungi leikmaður deildinnar í janúar, en verðlaunin er kennd við goðsögnina Johan Cruijff. 3. febrúar 2024 15:45 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Fleiri fréttir Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Sjá meira
Henderson: „Vona að hann hafi verið ánægður“ Jordan Henderson spilaði sinn fyrsta leik fyrir Ajax í gær er liðið gerði 1-1 jafntefli við PSV. 4. febrúar 2024 14:30
Kristian lék allan leikinn í grátlegu jafntefli Kristian Nökkvi Hlynsson og samherjar hans í Ajax gerðu í dag 2-2 jafntefli gegn Nijmegen í hollensku deildinni í dag. 18. febrúar 2024 15:29
Kristian Nökkvi valinn besti ungi leikmaðurinn í janúar Kristian Nökkvi Hlynsson, leikmaður Ajax í hollensku úrvalsdeildinni, hlaut í gær viðurkenningu sem besti ungi leikmaður deildinnar í janúar, en verðlaunin er kennd við goðsögnina Johan Cruijff. 3. febrúar 2024 15:45