Anníe Mist: Ef þið viljið vinna mig í The Open þá er tækifærið núna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2024 08:31 Anníe Mist Þórisdóttir lætur ekki sjö mánaða bumbu stoppa sig frá því að taka þátt í The Open í ár. @anniethorisdottir Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir er kasólétt, eins og flestir vita, en það stoppar hana ekkert í því að mæta í lyftingasalinn. Það stoppar Anníe heldur ekkert í því að taka þátt í The Open í ár en það er fyrsta stig undankeppni heimsleikanna sem fara fram í Texas fylki í Bandaríkjunum í haust. The Open eru þrjár vikur af ákveðnum hópi æfinga sem allir þátttakendur þurfa að skila inn. Í hverri viku eru kynntar nýjar æfingar sem allir reyna sig við. Fyrsta vikan er 29. febrúar til 4. mars en sú síðasta er 14. til 18. mars. Það eiga fleiri nú möguleika á því að komast í fjórðungsúrslitin en þangað komast 25 prósent af keppendum í stað tíu prósenta undanfarin ár. Anníe á von á sér í maí og er því komin tæplega sjö mánuði á leið. Einhverjir hafa verið að forvitnast um það hvort hún myndi reyna að taka þátt í The Open í ár enda hefur hún verið dugleg að sýna frá sér æfa að undanförnu. Anníe er náttúrulega komin með stóra bumbu sem takmarkar hana auðvitað eitthvað en hún gefur engu að síður ekkert eftir við lyftingarnar. Hún svaraði líka forvitni aðdáenda sinna í nýjasta pistli sínum á samfélagsmiðlum. „Svo, erum við að taka þátt í The Open í ár? Þetta verður auðvitað allt öðruvísi fyrir mig en ég plana það að skrá mig til leiks og gera ‚sköluðu' útgáfuna þegar það á við og þegar það er best að vera skynsöm. Ég vil leika mér með ykkur,“ skrifaði Anníe. „Ef þið viljið vinna mig í The Open þá er tækifærið núna,“ skrifaði Anníe. Hún sýndi líka myndband af sér á fullu að lyfta með næstum því sjö mánaða bumbu. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Fleiri fréttir Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Sjá meira
Það stoppar Anníe heldur ekkert í því að taka þátt í The Open í ár en það er fyrsta stig undankeppni heimsleikanna sem fara fram í Texas fylki í Bandaríkjunum í haust. The Open eru þrjár vikur af ákveðnum hópi æfinga sem allir þátttakendur þurfa að skila inn. Í hverri viku eru kynntar nýjar æfingar sem allir reyna sig við. Fyrsta vikan er 29. febrúar til 4. mars en sú síðasta er 14. til 18. mars. Það eiga fleiri nú möguleika á því að komast í fjórðungsúrslitin en þangað komast 25 prósent af keppendum í stað tíu prósenta undanfarin ár. Anníe á von á sér í maí og er því komin tæplega sjö mánuði á leið. Einhverjir hafa verið að forvitnast um það hvort hún myndi reyna að taka þátt í The Open í ár enda hefur hún verið dugleg að sýna frá sér æfa að undanförnu. Anníe er náttúrulega komin með stóra bumbu sem takmarkar hana auðvitað eitthvað en hún gefur engu að síður ekkert eftir við lyftingarnar. Hún svaraði líka forvitni aðdáenda sinna í nýjasta pistli sínum á samfélagsmiðlum. „Svo, erum við að taka þátt í The Open í ár? Þetta verður auðvitað allt öðruvísi fyrir mig en ég plana það að skrá mig til leiks og gera ‚sköluðu' útgáfuna þegar það á við og þegar það er best að vera skynsöm. Ég vil leika mér með ykkur,“ skrifaði Anníe. „Ef þið viljið vinna mig í The Open þá er tækifærið núna,“ skrifaði Anníe. Hún sýndi líka myndband af sér á fullu að lyfta með næstum því sjö mánaða bumbu. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Fleiri fréttir Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Sjá meira