Hæstiréttur Alabama skilgreinir frosna fósturvísa sem manneskjur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. febrúar 2024 09:03 Við tæknifrjóvgun eru eggfrumur frjóvgaðar með sæðisfrumum og síðan frosnar eftir nokkra daga. Þessar frjóvguðu frosnu frumur njóta nú sömu réttarstöðu og börn í Alabama-ríki. Getty Hæstiréttur Alabama í Bandaríkjunum komst að þeirri niðurstöðu á föstudag að frosnir fósturvísar væru börn og að sækja mætti fólk til saka fyrir að eyðileggja þá. Um það bil tugur ríkja í Bandaríkjunum hefur nú sett lög sem byggja á þeirri skilgreiningu að barn verði til strax við getnað en Alabama er fyrsta ríkið til að ákveða að fósturvísir sé manneskja. Sérfræðingar segja niðurstöðuna grafa undan tæknifrjóvgun og skapa mikla óvissu fyrir mikinn fjölda fólks sem glímir við ófrjósemi. Málið sem var til umfjöllunar fyrir dómstólnum varðaði spurninguna hvort sækja mætti sjúkling sem missti og eyðilagði þannig frosna fósturvísa annars pars til saka fyrir manndráp. Svar dómstólsins var að vissulega væri hægt að gera viðkomandi ábyrgan; það hefði löngum verið afstaða dómstólsins að „ófædd börn væru börn“ og sama ætti við um frosna fósturvísa. Þannig giltu lög um manndráp á börnum einnig um frjóvgaðar eggfrumur. „Lögin ná til allra barna, fæddra og ófæddra, án takmarkana,“ sagði í niðurstöðum dómsins. Það væri ekki hlutverk dómstólsins að ákveða takmarkanir eftir því hvað væri eða væri ekki skynsamleg stefnumótun. Undirréttur hafði vísað málinu frá á þeirri forsendu að fósturvísar væru ekki börn. Andstæðingar þungunarrofs hafa freistað þess að gera það ólöglegt að eyða fósturvísum en þetta er í fyrsta sinn sem dómstóll tekur undir þau sjónarmið að fósturvísir sé barn. Meirihluti kjósenda í Alabama ákvað árið 2018 að fóstur væru manneskjur en í umræddum tillögum var ekki fjallað um frosna fósturvísa. Eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna sneri Roe gegn Wade var þungunarrof bannað í ríkinu í nær öllum tilvikum og nærri helmingur allra sakamála sem tengjast þungunum í Bandaríkjunum eru höfðuð í Alabama. Niðurstaða dómstólsins í Alabama mun hafa ýmsar afleiðingar í för með sér og erfiðar ákvarðanir í tengslum við tæknifrjóvgun. Hingað til að mynda tíðkast að búa til nokkra fósturvísa í einu, bæði til að auka líkur á þungun en einnig til að eiga til seinni tíma. Nú munu foreldrar ekki aðeins standa frammi fyrir ákvörðuninni um það hvað á að gera við ónotaða fósturvísa, heldur eiga þeir einnig hættu á að vera sóttir til saka ef þeir ákveða að farga þeim. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Washington Post. Bandaríkin Þungunarrof Mannréttindi Frjósemi Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Um það bil tugur ríkja í Bandaríkjunum hefur nú sett lög sem byggja á þeirri skilgreiningu að barn verði til strax við getnað en Alabama er fyrsta ríkið til að ákveða að fósturvísir sé manneskja. Sérfræðingar segja niðurstöðuna grafa undan tæknifrjóvgun og skapa mikla óvissu fyrir mikinn fjölda fólks sem glímir við ófrjósemi. Málið sem var til umfjöllunar fyrir dómstólnum varðaði spurninguna hvort sækja mætti sjúkling sem missti og eyðilagði þannig frosna fósturvísa annars pars til saka fyrir manndráp. Svar dómstólsins var að vissulega væri hægt að gera viðkomandi ábyrgan; það hefði löngum verið afstaða dómstólsins að „ófædd börn væru börn“ og sama ætti við um frosna fósturvísa. Þannig giltu lög um manndráp á börnum einnig um frjóvgaðar eggfrumur. „Lögin ná til allra barna, fæddra og ófæddra, án takmarkana,“ sagði í niðurstöðum dómsins. Það væri ekki hlutverk dómstólsins að ákveða takmarkanir eftir því hvað væri eða væri ekki skynsamleg stefnumótun. Undirréttur hafði vísað málinu frá á þeirri forsendu að fósturvísar væru ekki börn. Andstæðingar þungunarrofs hafa freistað þess að gera það ólöglegt að eyða fósturvísum en þetta er í fyrsta sinn sem dómstóll tekur undir þau sjónarmið að fósturvísir sé barn. Meirihluti kjósenda í Alabama ákvað árið 2018 að fóstur væru manneskjur en í umræddum tillögum var ekki fjallað um frosna fósturvísa. Eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna sneri Roe gegn Wade var þungunarrof bannað í ríkinu í nær öllum tilvikum og nærri helmingur allra sakamála sem tengjast þungunum í Bandaríkjunum eru höfðuð í Alabama. Niðurstaða dómstólsins í Alabama mun hafa ýmsar afleiðingar í för með sér og erfiðar ákvarðanir í tengslum við tæknifrjóvgun. Hingað til að mynda tíðkast að búa til nokkra fósturvísa í einu, bæði til að auka líkur á þungun en einnig til að eiga til seinni tíma. Nú munu foreldrar ekki aðeins standa frammi fyrir ákvörðuninni um það hvað á að gera við ónotaða fósturvísa, heldur eiga þeir einnig hættu á að vera sóttir til saka ef þeir ákveða að farga þeim. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Washington Post.
Bandaríkin Þungunarrof Mannréttindi Frjósemi Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira