Bitið kom í veg fyrir að Benzema færi til Arsenal Sindri Sverrisson skrifar 19. febrúar 2024 09:31 Karim Benzema og Luis Suárez fóru á kostum með Real Madrid og Barcelona en Suárez hefði allt eins getað valið að spila fyrir Real, og þá komið í stað Benzema. Samsett/EPA Úrúgvæski knattspyrnumaðurinn Luis Suárez kveðst í raun hafa komið í veg fyrir að franski framherjinn Karim Benzema færi frá Real Madrid til Arsenal á sínum tíma. Benzema lék með Real Madrid frá 2009-2023 og átti ríkan þátt í því að liðið vann til að mynda fimm Evrópumeistaratitla og fjóra Spánarmeistaratitla á þeim tíma. Sagan hefði þó getað orðið allt önnur ef Suárez hefði ekki bitið Giorgio Chiellini í öxlina í leik gegn Ítalíu á heimsmeistaramótinu 2014. Það atvik fældi nefnilega forráðamenn Real Madrid frá því, að einhverju leyti, að festa kaup á Suárez sem hafði farið á kostum með liði Liverpool og var orðinn að sjóðheitri söluvöru. Minni áhugi Real gaf Barcelona betri möguleika á að landa Suárez, sem að lokum gekk eftir. Sagði búið að semja við Arsenal „Fyrir HM 2014 þá vildi Real Madrid kaupa mig og það var allt á áætlun. Þeir ætluðu að selja Benzema til Arsenal, það var allt frágengið. En þegar HM byrjaði þá blandaði Barcelona sér í baráttuna, og ég valdi augljóslega Barca,“ sagði Suárez í viðtali við útvarpsstöðina DelSol 99.5 FM. Eftir atvikið varðandi bitið þá minnkaði áhugi Madrid, en Barca sýndi meiri áhuga. Á endanum stóðu mér báðir kostir til boða en ég valdi Barca því það var draumurinn minn,“ sagði Suárez. Suárez raðaði svo inn mörkum á árunum 2014-2020 fyrir Barcelona, og varð meðal annars Evrópumeistari með liðinu 2015 og vann fjóra Spánarmeistaratitla. Hann fór frá Barcelona til Atlético Madrid en hefur síðan spilað með Nacional og Gremio en ákvað svo að endurnýja kynnin við Lionel Messi hjá Inter Miami í Bandaríkjunum, þar sem þessi 37 ára gamli framherji spilar sína fyrstu leiktíð í ár en hún hefst á fimmtudaginn. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Sjá meira
Benzema lék með Real Madrid frá 2009-2023 og átti ríkan þátt í því að liðið vann til að mynda fimm Evrópumeistaratitla og fjóra Spánarmeistaratitla á þeim tíma. Sagan hefði þó getað orðið allt önnur ef Suárez hefði ekki bitið Giorgio Chiellini í öxlina í leik gegn Ítalíu á heimsmeistaramótinu 2014. Það atvik fældi nefnilega forráðamenn Real Madrid frá því, að einhverju leyti, að festa kaup á Suárez sem hafði farið á kostum með liði Liverpool og var orðinn að sjóðheitri söluvöru. Minni áhugi Real gaf Barcelona betri möguleika á að landa Suárez, sem að lokum gekk eftir. Sagði búið að semja við Arsenal „Fyrir HM 2014 þá vildi Real Madrid kaupa mig og það var allt á áætlun. Þeir ætluðu að selja Benzema til Arsenal, það var allt frágengið. En þegar HM byrjaði þá blandaði Barcelona sér í baráttuna, og ég valdi augljóslega Barca,“ sagði Suárez í viðtali við útvarpsstöðina DelSol 99.5 FM. Eftir atvikið varðandi bitið þá minnkaði áhugi Madrid, en Barca sýndi meiri áhuga. Á endanum stóðu mér báðir kostir til boða en ég valdi Barca því það var draumurinn minn,“ sagði Suárez. Suárez raðaði svo inn mörkum á árunum 2014-2020 fyrir Barcelona, og varð meðal annars Evrópumeistari með liðinu 2015 og vann fjóra Spánarmeistaratitla. Hann fór frá Barcelona til Atlético Madrid en hefur síðan spilað með Nacional og Gremio en ákvað svo að endurnýja kynnin við Lionel Messi hjá Inter Miami í Bandaríkjunum, þar sem þessi 37 ára gamli framherji spilar sína fyrstu leiktíð í ár en hún hefst á fimmtudaginn.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Sjá meira