Santos vill hundrað milljónir frá Kimmel Samúel Karl Ólason skrifar 18. febrúar 2024 10:07 George Santos og Jimmy Kimmel. EPA George Santos, fyrrverandi þingmaður í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, hefur höfðað mál gegn þáttastjórnandanum Jimmy Kimmel, ABC og Disney. Er það vegna þess að Kimmel gabbaði Santos til að taka upp myndband sem notað var til að gera grín að hinum smánaða fyrrverandi þingmanni. Það gerði Kimmel og starfsfólk hans í gegnum forritið Cameo, þar sem hægt er að greiða fólki fyrir taka upp myndbönd eftir ákveðnu handriti. Oft er þetta notað til að fá frægt fólk til að kasta kveðjum á vini og vandamenn. Í lögsókn Santos segir að Kimmel hafi leynt því hver hann væri og þannig platað Santos til að taka upp myndbönd og nota „félagslyndan“ persónuleika hans til að gera grín að sér. Undir fölsku nafni Eins og þekkt er var Santos sem var kallaður „lygni þingmaðurinn“, vikið af þingi undir lok síðasta árs, eftir að hann var ákærður fyrir fjársvik og fyrir að ljúga að þinginu. Skömmu eftir að hann var kjörinn á þing árið 2022 fóru fregnir af ósannindum hans að berast. Meðal annars hafði hann sagt ósatt um að hann væri af gyðingaættum, um menntun sína og um meintan starfsferil sinn hjá fjárfestingafélögum á Wall Street. Hann laug einnig um feril sinn í blaki og um að hann hefði rekið neyðarskýli fyrir hunda og ketti, svo eitthvað sé nefnt. Sjá einnig: Ferilskrá verðandi þingmanns talin vera uppspuni Santos heldur því fram að Kimmel hafi að minnsta kosti fjórtán sinnum sent inn beiðnir í gegnum Cameo þar sem hann sagði ekki hver hann væri raunverulega og beðið hann um að taka upp skilaboð. Þessi skilaboð hafa svo verið sýnd í þætti Kimmel, undir yfirskriftinni: „Mun Santos segja það?“. Minnst fimm myndbönd hafa verið sýnd í þætti Kimmel. Í einu slíku myndbandi fékk Kimmel Santos til að óska meintum sigurvegara í nautakjötsátkeppni til hamingju með að hafa étið 2,7 kíló af nautahakki á hálftíma. Umrætt innslag hefst eftir um sex mínútur og fimmtíu sekúndir í myndbandinu hér að neðan. Í tölvupósti til blaðamanns AP fréttaveitunnar segir Robert Fantone, lögmaður Santos, að falskar beiðnir Kimmels á Cameo hafi verið fyndnar en hann hafi klárlega brotið lög. Santos fer fram á 750 þúsund dali í skaðabætur, hið minnsta, þar sem hann vill að frekari skaðabætur verði ákveðnar í réttarhöldum. 750 þúsund dalir samsvara rúmum hundrað milljónum króna. Bandaríkin Mál George Santos Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira
Það gerði Kimmel og starfsfólk hans í gegnum forritið Cameo, þar sem hægt er að greiða fólki fyrir taka upp myndbönd eftir ákveðnu handriti. Oft er þetta notað til að fá frægt fólk til að kasta kveðjum á vini og vandamenn. Í lögsókn Santos segir að Kimmel hafi leynt því hver hann væri og þannig platað Santos til að taka upp myndbönd og nota „félagslyndan“ persónuleika hans til að gera grín að sér. Undir fölsku nafni Eins og þekkt er var Santos sem var kallaður „lygni þingmaðurinn“, vikið af þingi undir lok síðasta árs, eftir að hann var ákærður fyrir fjársvik og fyrir að ljúga að þinginu. Skömmu eftir að hann var kjörinn á þing árið 2022 fóru fregnir af ósannindum hans að berast. Meðal annars hafði hann sagt ósatt um að hann væri af gyðingaættum, um menntun sína og um meintan starfsferil sinn hjá fjárfestingafélögum á Wall Street. Hann laug einnig um feril sinn í blaki og um að hann hefði rekið neyðarskýli fyrir hunda og ketti, svo eitthvað sé nefnt. Sjá einnig: Ferilskrá verðandi þingmanns talin vera uppspuni Santos heldur því fram að Kimmel hafi að minnsta kosti fjórtán sinnum sent inn beiðnir í gegnum Cameo þar sem hann sagði ekki hver hann væri raunverulega og beðið hann um að taka upp skilaboð. Þessi skilaboð hafa svo verið sýnd í þætti Kimmel, undir yfirskriftinni: „Mun Santos segja það?“. Minnst fimm myndbönd hafa verið sýnd í þætti Kimmel. Í einu slíku myndbandi fékk Kimmel Santos til að óska meintum sigurvegara í nautakjötsátkeppni til hamingju með að hafa étið 2,7 kíló af nautahakki á hálftíma. Umrætt innslag hefst eftir um sex mínútur og fimmtíu sekúndir í myndbandinu hér að neðan. Í tölvupósti til blaðamanns AP fréttaveitunnar segir Robert Fantone, lögmaður Santos, að falskar beiðnir Kimmels á Cameo hafi verið fyndnar en hann hafi klárlega brotið lög. Santos fer fram á 750 þúsund dali í skaðabætur, hið minnsta, þar sem hann vill að frekari skaðabætur verði ákveðnar í réttarhöldum. 750 þúsund dalir samsvara rúmum hundrað milljónum króna.
Bandaríkin Mál George Santos Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira