Tveir sigrar hjá Fylki í Lengjubikarnum Smári Jökull Jónsson skrifar 17. febrúar 2024 15:57 Benedikt Daríus Garðarsson skoraði þrjú mörk fyrir Fylki gegn ÍBV í dag. Vísir/Diego Fylkir vann sigra bæði í Lengjubikar karla og kvenna í dag. Þá vann FH sigur á Vestra í slag tveggja Bestu deildar liða í Lengjubikar karla. Fylkir og Keflavík mættust í Reykjaneshöllinni í riðli 1 í Lengjubikar kvenna. Staðan í hálfleik var markalaus en það breyttist heldur betur eftir hlé. Guðrún Karítas Sigurðardóttir kom Fylki í 1-0 á 57. mínútu og hún bætti síðan sínu öðru marki við sjö mínútum fyrir leikslok. Flóðgáttirnar opnuðust á lokamínútunum og Sara Dögg Ásþórsdóttir kom Fylki í 3-0 á 88. mínútu áður en Eva Rut Ásþórsdóttir bætti fjórða markinu við á fyrstu mínútu uppbótartíma. Melanie Rendeiro skoraði sárabótamark fyrir Keflavík í uppbótartíma og lokatölur því 4-1. Í karlaflokki mættust lið Fylkis og ÍBV á Fylkisvelli. Benedikt Daríus Garðarsson tók með sér skotskóna því hann skoraði þrennu í fyrri hálfleiknum og leiddi Fylkir 3-0 að honum loknum. Guðmar Gauti Sævarsson bætti fjórða markinu við í síðari hálfleik en hann var þá nýkominn inn sem varamaður. Lokatölur 4-0 og Fylkir þar með búnir að vinna sinn fyrsta sigur í Lengjubikarnum þetta tímabilið en Eyjamenn hafa tapað báðum sínum leikjum. Sigurmark frá Vuk gegn Vestra Í Akraneshöllinni mættust lið FH og Vestra í riðli 1 Lengjubikars karla. Bæði lið leika í Bestu deildinni í sumar en það verður fyrsta tímabil Vestra í efstu deild. FH vann góðan sigur í fyrsta leik sínum gegn Breiðabliki á meðan Vestri gerði 2-2 jafntefli við Keflavík. FH náði forystunni í fyrri hálfleik. Vuk Óskar Dimitrijevic fékk þá boltann utarlega í teignum vinstra megin og skoraði með hægri fæti í fjærhornið. Staðan í hálfleik 1-0 og leikmenn Vestra gerðu hvað þeir gátu til að jafna í síðari hálfleik. Það tókst hins vegar ekki en bæði lið fengu tækifæri til að bæta við mörkum. Andra Rúnari Bjarnasyni tókst reyndar að koma boltanum í net FH í uppbótartíma en var dæmdur rangstæður við töluverð mótmæli Vestramanna. Lokatölur 1-0 og FH því með fullt hús stiga í Lengjubikarnum eftir tvo leiki. Lengjubikar karla Lengjubikar kvenna Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Dagur Örn sagður á leið til FH Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira
Fylkir og Keflavík mættust í Reykjaneshöllinni í riðli 1 í Lengjubikar kvenna. Staðan í hálfleik var markalaus en það breyttist heldur betur eftir hlé. Guðrún Karítas Sigurðardóttir kom Fylki í 1-0 á 57. mínútu og hún bætti síðan sínu öðru marki við sjö mínútum fyrir leikslok. Flóðgáttirnar opnuðust á lokamínútunum og Sara Dögg Ásþórsdóttir kom Fylki í 3-0 á 88. mínútu áður en Eva Rut Ásþórsdóttir bætti fjórða markinu við á fyrstu mínútu uppbótartíma. Melanie Rendeiro skoraði sárabótamark fyrir Keflavík í uppbótartíma og lokatölur því 4-1. Í karlaflokki mættust lið Fylkis og ÍBV á Fylkisvelli. Benedikt Daríus Garðarsson tók með sér skotskóna því hann skoraði þrennu í fyrri hálfleiknum og leiddi Fylkir 3-0 að honum loknum. Guðmar Gauti Sævarsson bætti fjórða markinu við í síðari hálfleik en hann var þá nýkominn inn sem varamaður. Lokatölur 4-0 og Fylkir þar með búnir að vinna sinn fyrsta sigur í Lengjubikarnum þetta tímabilið en Eyjamenn hafa tapað báðum sínum leikjum. Sigurmark frá Vuk gegn Vestra Í Akraneshöllinni mættust lið FH og Vestra í riðli 1 Lengjubikars karla. Bæði lið leika í Bestu deildinni í sumar en það verður fyrsta tímabil Vestra í efstu deild. FH vann góðan sigur í fyrsta leik sínum gegn Breiðabliki á meðan Vestri gerði 2-2 jafntefli við Keflavík. FH náði forystunni í fyrri hálfleik. Vuk Óskar Dimitrijevic fékk þá boltann utarlega í teignum vinstra megin og skoraði með hægri fæti í fjærhornið. Staðan í hálfleik 1-0 og leikmenn Vestra gerðu hvað þeir gátu til að jafna í síðari hálfleik. Það tókst hins vegar ekki en bæði lið fengu tækifæri til að bæta við mörkum. Andra Rúnari Bjarnasyni tókst reyndar að koma boltanum í net FH í uppbótartíma en var dæmdur rangstæður við töluverð mótmæli Vestramanna. Lokatölur 1-0 og FH því með fullt hús stiga í Lengjubikarnum eftir tvo leiki.
Lengjubikar karla Lengjubikar kvenna Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Dagur Örn sagður á leið til FH Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira