Staða Úkraínu ekki jafn slæm og síðan í upphafi stríðs Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. febrúar 2024 12:52 Óskar Hallgrímsson, íbúi í Kænugarði. Staða Úkraínu í stríðinu gegn Rússlandi hefur ekki verið jafn slæm og síðan í febrúar 2022 þegar Rússar réðust inn í landið. Þetta segir Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari og íbúi í Kænugarði. Rætt var við Óskar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Tilefnið er ný skýrsla norsku leyniþjónustunnar um gang alþjóðamála. Þar er fullyrt að Rússar séu að ná yfirhöndinni í átökunum. Rússneski herinn auki styrk sinn. „Staðan er mjög alvarleg og hefur í raun aldrei verið eins slæm og núna síðan þann 24. febrúar, fyrsta mánuðinn,“ segir Óskar í Bítinu. Hann segir að varað hafi verið við að núverandi staða gæti komið upp. Rússar séu fleiri og þá hafi frekari hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum til Úkraínu setið á hakanum síðan í september. Sjá einnig: Gera aðra tilraun með hernaðaraðstoð „Þeir þurfa á skotfærum að halda til þess að geta varist þessum þvílíka þrýstingi frá Rússum og það er bara að sýna sig að Rússar eru að ná yfirhöndinni á ansi mörgum svæðum.“ Ekki fótboltaleikur Óskar segir að sér leiðist það þegar talað sé um átökin líkt og um fótboltaleik sé að ræða. Líkt og það séu bara tveir möguleikar í sögunni, sigur eða ósigur. „Það er ekki þannig að Rússar séu að fara að valta yfir Úkraínu í einum rykk núna. En á ansi mörgum svæðum er mjög dimm framtíð í kortunum.“ Óskar nefnir sem dæmi að Rússar framleiði þrisvar sinnum meira af fallbyssukúlum en NATO ríki. Þær skipti sköpum í stríðinu. Þá hafi Rússar einsett sér að auka framleiðslu á sprengidrónum sem mikið hafa verið notaðir í stríðinu. Úkraínumenn framleiði nú hundrað þúsund á mánuði en hafi í upphafi framleitt tíu þúsund. „Rússar geta nú þegar framleitt þrjúhundruð þúsund dróna og markmiðið er að geta framleitt allavega fimmhundruð þúsund,“ segir Óskar. Rússar nýti húsnæði sem áður hafi hýst verslunarmiðstöðvar til að mynda undir framleiðsluna. Evrópu allri stafi ógn af Rússum Óskar segir ljóst að verði Donald Trump kjörinn Bandaríkjaforseti yrðu það ekki góðar fréttir fyrir Úkraínu. Trump hefur ítrekað lýst yfir efasemdum um stuðning við Úkraínu, lýst yfir aðdáun á stjórnarháttum Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta og hvatt Rússa til að ráðast á NATO. „En þetta er ekki lengur bara vandamál Úkraínu. Það er mjög augljóst að Evrópu stafar mikil ógn af Rússum,“ segir Óskar. Hann nefnir sem dæmi að bandarísk stjórnvöld óttist nú að Rússar séu að þróa kjarnavopn til að nýta gegn gervihnöttum í geimnum. „Og það er ótrúlega margt sem ég gæti þulið upp sem ógnar Evrópu, sem við erum hreinlega ekki með svar við, varðandi loftvarnir og annað. Af því að Rússar svífast einskis, það er alveg búið að sýna það hér. Þeir ráðast á almenna borgara alveg jafnt og hernaðarskotmörk.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bítið Tengdar fréttir Geta lagt hald á eigur fólks sem gagnrýnir innrásina Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifaði í morgun undir ný lög sem snúa að refsingu fólks sem dæmt er fyrir að segja „ósatt“ um rússneska herinn, vanvirða hann eða fyrir mótmæli eða aðgerðir sem sagðar eru ógna öryggi ríkisins. Auk þess að sekta fólk og dæma í fangelsi, getur ríkið nú lagt hald á eignir fólks. 14. febrúar 2024 12:07 Sökktu enn einu herskipinu með drónum Leyniþjónusta úkraínska hersins (GUR) birti í morgun myndband af sjálfsprengidrónaárás á rússneska herskipið Sesar Kúnikov. Skipið virðist hafa sokkið eftir árásina en þetta er fjórða skipið af þessari gerð sem Úkraínumenn hafa sökkt eða grandað. 14. febrúar 2024 09:56 Hvetja til aukinnar hernaðaruppbyggingar Evrópu Forsætisráðherra Póllands og kanslari Þýskalands hvetja til tafarlausrar og aukinnar hernaðaruppbyggingar og samvinnu Evrópuríkja til að bregðast við útþenslustefnu Rússa. Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkt loks aukna aðstoð við Úkraínu í gærkvöldi. 13. febrúar 2024 19:41 Eftirlýst í Rússlandi vegna sovéskra minnisvarða Yfirvöld í Rússlandi hafa gefið út handtökuskipun á Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands. Taimar Peterkop, nokkurskonar ráðuneytisstjóri ríkisstjórnar Eistlands er einnig eftirlýstur í Rússlandi en talskona utanríkisráðuneytis Rússlands segir þau eftirlýst vegna niðurrifs á sovéskum minnisvörðum. 13. febrúar 2024 10:55 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Fleiri fréttir Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Sjá meira
Rætt var við Óskar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Tilefnið er ný skýrsla norsku leyniþjónustunnar um gang alþjóðamála. Þar er fullyrt að Rússar séu að ná yfirhöndinni í átökunum. Rússneski herinn auki styrk sinn. „Staðan er mjög alvarleg og hefur í raun aldrei verið eins slæm og núna síðan þann 24. febrúar, fyrsta mánuðinn,“ segir Óskar í Bítinu. Hann segir að varað hafi verið við að núverandi staða gæti komið upp. Rússar séu fleiri og þá hafi frekari hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum til Úkraínu setið á hakanum síðan í september. Sjá einnig: Gera aðra tilraun með hernaðaraðstoð „Þeir þurfa á skotfærum að halda til þess að geta varist þessum þvílíka þrýstingi frá Rússum og það er bara að sýna sig að Rússar eru að ná yfirhöndinni á ansi mörgum svæðum.“ Ekki fótboltaleikur Óskar segir að sér leiðist það þegar talað sé um átökin líkt og um fótboltaleik sé að ræða. Líkt og það séu bara tveir möguleikar í sögunni, sigur eða ósigur. „Það er ekki þannig að Rússar séu að fara að valta yfir Úkraínu í einum rykk núna. En á ansi mörgum svæðum er mjög dimm framtíð í kortunum.“ Óskar nefnir sem dæmi að Rússar framleiði þrisvar sinnum meira af fallbyssukúlum en NATO ríki. Þær skipti sköpum í stríðinu. Þá hafi Rússar einsett sér að auka framleiðslu á sprengidrónum sem mikið hafa verið notaðir í stríðinu. Úkraínumenn framleiði nú hundrað þúsund á mánuði en hafi í upphafi framleitt tíu þúsund. „Rússar geta nú þegar framleitt þrjúhundruð þúsund dróna og markmiðið er að geta framleitt allavega fimmhundruð þúsund,“ segir Óskar. Rússar nýti húsnæði sem áður hafi hýst verslunarmiðstöðvar til að mynda undir framleiðsluna. Evrópu allri stafi ógn af Rússum Óskar segir ljóst að verði Donald Trump kjörinn Bandaríkjaforseti yrðu það ekki góðar fréttir fyrir Úkraínu. Trump hefur ítrekað lýst yfir efasemdum um stuðning við Úkraínu, lýst yfir aðdáun á stjórnarháttum Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta og hvatt Rússa til að ráðast á NATO. „En þetta er ekki lengur bara vandamál Úkraínu. Það er mjög augljóst að Evrópu stafar mikil ógn af Rússum,“ segir Óskar. Hann nefnir sem dæmi að bandarísk stjórnvöld óttist nú að Rússar séu að þróa kjarnavopn til að nýta gegn gervihnöttum í geimnum. „Og það er ótrúlega margt sem ég gæti þulið upp sem ógnar Evrópu, sem við erum hreinlega ekki með svar við, varðandi loftvarnir og annað. Af því að Rússar svífast einskis, það er alveg búið að sýna það hér. Þeir ráðast á almenna borgara alveg jafnt og hernaðarskotmörk.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bítið Tengdar fréttir Geta lagt hald á eigur fólks sem gagnrýnir innrásina Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifaði í morgun undir ný lög sem snúa að refsingu fólks sem dæmt er fyrir að segja „ósatt“ um rússneska herinn, vanvirða hann eða fyrir mótmæli eða aðgerðir sem sagðar eru ógna öryggi ríkisins. Auk þess að sekta fólk og dæma í fangelsi, getur ríkið nú lagt hald á eignir fólks. 14. febrúar 2024 12:07 Sökktu enn einu herskipinu með drónum Leyniþjónusta úkraínska hersins (GUR) birti í morgun myndband af sjálfsprengidrónaárás á rússneska herskipið Sesar Kúnikov. Skipið virðist hafa sokkið eftir árásina en þetta er fjórða skipið af þessari gerð sem Úkraínumenn hafa sökkt eða grandað. 14. febrúar 2024 09:56 Hvetja til aukinnar hernaðaruppbyggingar Evrópu Forsætisráðherra Póllands og kanslari Þýskalands hvetja til tafarlausrar og aukinnar hernaðaruppbyggingar og samvinnu Evrópuríkja til að bregðast við útþenslustefnu Rússa. Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkt loks aukna aðstoð við Úkraínu í gærkvöldi. 13. febrúar 2024 19:41 Eftirlýst í Rússlandi vegna sovéskra minnisvarða Yfirvöld í Rússlandi hafa gefið út handtökuskipun á Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands. Taimar Peterkop, nokkurskonar ráðuneytisstjóri ríkisstjórnar Eistlands er einnig eftirlýstur í Rússlandi en talskona utanríkisráðuneytis Rússlands segir þau eftirlýst vegna niðurrifs á sovéskum minnisvörðum. 13. febrúar 2024 10:55 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Fleiri fréttir Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Sjá meira
Geta lagt hald á eigur fólks sem gagnrýnir innrásina Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifaði í morgun undir ný lög sem snúa að refsingu fólks sem dæmt er fyrir að segja „ósatt“ um rússneska herinn, vanvirða hann eða fyrir mótmæli eða aðgerðir sem sagðar eru ógna öryggi ríkisins. Auk þess að sekta fólk og dæma í fangelsi, getur ríkið nú lagt hald á eignir fólks. 14. febrúar 2024 12:07
Sökktu enn einu herskipinu með drónum Leyniþjónusta úkraínska hersins (GUR) birti í morgun myndband af sjálfsprengidrónaárás á rússneska herskipið Sesar Kúnikov. Skipið virðist hafa sokkið eftir árásina en þetta er fjórða skipið af þessari gerð sem Úkraínumenn hafa sökkt eða grandað. 14. febrúar 2024 09:56
Hvetja til aukinnar hernaðaruppbyggingar Evrópu Forsætisráðherra Póllands og kanslari Þýskalands hvetja til tafarlausrar og aukinnar hernaðaruppbyggingar og samvinnu Evrópuríkja til að bregðast við útþenslustefnu Rússa. Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkt loks aukna aðstoð við Úkraínu í gærkvöldi. 13. febrúar 2024 19:41
Eftirlýst í Rússlandi vegna sovéskra minnisvarða Yfirvöld í Rússlandi hafa gefið út handtökuskipun á Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands. Taimar Peterkop, nokkurskonar ráðuneytisstjóri ríkisstjórnar Eistlands er einnig eftirlýstur í Rússlandi en talskona utanríkisráðuneytis Rússlands segir þau eftirlýst vegna niðurrifs á sovéskum minnisvörðum. 13. febrúar 2024 10:55