Ekkert alvöru inngrip í frumvarpi um Airbnb Bjarki Sigurðsson skrifar 13. febrúar 2024 11:20 Dagbjört Hákonardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, vill að frumvarpið verði afturvirkt. Vísir Þingmaður segir frumvarp ráðherra um Airbnb íbúðir ekki leiðrétta þá vondu þróun sem hefur átt sér stað á fasteignamarkaði. Löggjafin verði að stíga lengra inn því annars er inngripið lítið sem ekkert til skamms tíma. Í gær mælti viðskiptaráðherra Lilja Alfreðsdóttir fyrir frumvarpi sem snýr að breytingum á lögum sem varða íbúðir í íbúðabyggð sem leigðar eru út í skammtímaleigu allan ársins hring, oft á vefsíðum á borð við Airbnb. Fari frumvarpið í gegn verður rekstrarleyfisskyld gististarfsemi að vera í atvinnuhúsnæði, en ekki íbúðarhúsnæði. Klippa: Bítið - Ósátt við Airbnb frumvarp Lilju Frumvarpið er hluti af mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar til að mæta eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði, meðal annars vegna Grindvíkinga sem margir leita sér nú að íbúðum. Ekki afturvirkt Dagbjört Hákonardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, ræddi þetta frumvarp í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún fagnar því að það eigi að taka á þessu máli. „Síðan sjáum við þetta frumvarp í gær. Þá tekur þetta frumvarp ekki til þeirra leyfa sem hafa verið gefin á markaði. Það er tekur bara til nýrra. Nota bene, fram að því að lögin verða samþykkt, sem við vitum ekkert hvenær verður. Nú er brunaútsala á því að fólk geti keypt sér íbúðir á kjörum og óska eftir leyfum. Fengið þá í rauninni útgefið leyfi fyrir heimagistingu eins og um venjulega íbúð sé að ræða,“ segir Dagbjört. Vill ganga lengra Því munu einnig engar íbúðir losna við samþykkt frumvarpsins. Þeir sem reka þessar íbúðir í dag munu ekki missa leyfi sitt til þess. „Af hverju er ekki verið að taka skrefið til fulls og gera lögin þannig úr garði gerð að þau geti falið í sér eitthvað alvöru inngrip inn í þessa þróun? Leiðrétting á því sem hefur átt sér stað, þar er vísað til þess að það megi ekki skerða stjórnarskrárvarin réttindi þeirra sem eru nú þegar á markaði. Þá langar mig að koma inn á það að löggjafinn, Alþingi, hefur bara mjög ríkar heimildir til þess að stíga inn og segja, við viljum gera leiðréttingar á þessu sviði,“ segir Dagbjört. Fasteignamarkaður Airbnb Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bítið Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Í gær mælti viðskiptaráðherra Lilja Alfreðsdóttir fyrir frumvarpi sem snýr að breytingum á lögum sem varða íbúðir í íbúðabyggð sem leigðar eru út í skammtímaleigu allan ársins hring, oft á vefsíðum á borð við Airbnb. Fari frumvarpið í gegn verður rekstrarleyfisskyld gististarfsemi að vera í atvinnuhúsnæði, en ekki íbúðarhúsnæði. Klippa: Bítið - Ósátt við Airbnb frumvarp Lilju Frumvarpið er hluti af mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar til að mæta eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði, meðal annars vegna Grindvíkinga sem margir leita sér nú að íbúðum. Ekki afturvirkt Dagbjört Hákonardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, ræddi þetta frumvarp í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún fagnar því að það eigi að taka á þessu máli. „Síðan sjáum við þetta frumvarp í gær. Þá tekur þetta frumvarp ekki til þeirra leyfa sem hafa verið gefin á markaði. Það er tekur bara til nýrra. Nota bene, fram að því að lögin verða samþykkt, sem við vitum ekkert hvenær verður. Nú er brunaútsala á því að fólk geti keypt sér íbúðir á kjörum og óska eftir leyfum. Fengið þá í rauninni útgefið leyfi fyrir heimagistingu eins og um venjulega íbúð sé að ræða,“ segir Dagbjört. Vill ganga lengra Því munu einnig engar íbúðir losna við samþykkt frumvarpsins. Þeir sem reka þessar íbúðir í dag munu ekki missa leyfi sitt til þess. „Af hverju er ekki verið að taka skrefið til fulls og gera lögin þannig úr garði gerð að þau geti falið í sér eitthvað alvöru inngrip inn í þessa þróun? Leiðrétting á því sem hefur átt sér stað, þar er vísað til þess að það megi ekki skerða stjórnarskrárvarin réttindi þeirra sem eru nú þegar á markaði. Þá langar mig að koma inn á það að löggjafinn, Alþingi, hefur bara mjög ríkar heimildir til þess að stíga inn og segja, við viljum gera leiðréttingar á þessu sviði,“ segir Dagbjört.
Fasteignamarkaður Airbnb Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bítið Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira