Tennisboltar, súkkulaðipeningar og regnslár töfðu leiki Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. febrúar 2024 11:31 Gregor Kobel, markvörður Borussia Dortmund, lagði sitt af mörkum við að koma tennisboltunum af vellinum. Leon Kuegeler/Getty Images Mótmæli settu svip sinn á leiki í tveimur af stærstu knattspyrnudeildum Evrópu í gær og þurfti ýmist að gera hlé eða flauta leiki snemma af vegna þeirra. Í þýsku deildinni vann Borussia Dortmund öruggan 3-0 sigur gegn Freiburg þar sem Donyell Malen skoraði tvö fyrir heimamenn í fyrri hálfleik áður en Niclas Füllkrugg innsiglaði sigurinn með marki á 87. mínútu. Annað mark Malen var skorað á sjöundu mínútu uppbótartíma fyrri hálfleiks, en mótmæli stuðningsmanna urðu einmitt til þess að svo miklu var bætt við. Á 36. mínútu leiksins létu stuðningsmenn tennisboltum og súkkulaðipeningum rigna inn á völlinn til að mótmæla fjárfestingatillögu þýska knattspyrnusambandsins. Fjárfestingatillagan felur í sér að selja hluta af sjónvarpsrétti þýsku deildarinnar til að sækja aukið fjármagn. Því þurfti að gera tíu mínútna hlé á leiknum til að hreins völlinn, en þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt athæfi setur strik í reikninginn í þýsku deildinni á þessu tímabili. Í síðasta mánuði þurfti einnig að gera hlé á leik Dortmund gegn FC Köln til að hreinsa súkkulaðipeninga af vellinum og í desember á síðasta ári hafði Tennisboltaregn í leik Bochum og Union Berlin sömu áhrif. Á Spáni höfðu sambærileg mótmæli stuðningsmanna Cadiz þau áhrif að flauta þurfti leik liðsins gegn Real Betis fyrr af en áætlað var. Á þriðju mínútu uppbótartíma köstuðu stuðningsmenn liðsins regnslám inn á völlinn, sem varð til þess að seinasta mínúta uppbótartímans var aldrei spiluð og Real Betis fagnaði 2-0 sigri eftir mörk frá Willian Jose og Pablo Fornals. Stuðningsmenn Cadiz voru þó ekki að mótmæla neinni fjárfestingatillögu, heldur einfaldlega hörmulegu gengi liðsins á tímabilinu. Cadiz situr í 18. sæti spænsku deildarinnar með 17 stig eftir 24 leiki og liðið hefur aðeins unnið tvo leiki á tímabilinu. Seinasti deildarsigur Cadiz var 1. september á síðasta ári þegar liðið vann 3-1 sigur gegn Villarreal, en liðið er einnig fallið úr leik í spænska konungsbikarnum, Copa del Rey, eftir niðurlægjandi tap gegn D-deildarliði Arandina. Þýski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Fleiri fréttir „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sjá meira
Í þýsku deildinni vann Borussia Dortmund öruggan 3-0 sigur gegn Freiburg þar sem Donyell Malen skoraði tvö fyrir heimamenn í fyrri hálfleik áður en Niclas Füllkrugg innsiglaði sigurinn með marki á 87. mínútu. Annað mark Malen var skorað á sjöundu mínútu uppbótartíma fyrri hálfleiks, en mótmæli stuðningsmanna urðu einmitt til þess að svo miklu var bætt við. Á 36. mínútu leiksins létu stuðningsmenn tennisboltum og súkkulaðipeningum rigna inn á völlinn til að mótmæla fjárfestingatillögu þýska knattspyrnusambandsins. Fjárfestingatillagan felur í sér að selja hluta af sjónvarpsrétti þýsku deildarinnar til að sækja aukið fjármagn. Því þurfti að gera tíu mínútna hlé á leiknum til að hreins völlinn, en þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt athæfi setur strik í reikninginn í þýsku deildinni á þessu tímabili. Í síðasta mánuði þurfti einnig að gera hlé á leik Dortmund gegn FC Köln til að hreinsa súkkulaðipeninga af vellinum og í desember á síðasta ári hafði Tennisboltaregn í leik Bochum og Union Berlin sömu áhrif. Á Spáni höfðu sambærileg mótmæli stuðningsmanna Cadiz þau áhrif að flauta þurfti leik liðsins gegn Real Betis fyrr af en áætlað var. Á þriðju mínútu uppbótartíma köstuðu stuðningsmenn liðsins regnslám inn á völlinn, sem varð til þess að seinasta mínúta uppbótartímans var aldrei spiluð og Real Betis fagnaði 2-0 sigri eftir mörk frá Willian Jose og Pablo Fornals. Stuðningsmenn Cadiz voru þó ekki að mótmæla neinni fjárfestingatillögu, heldur einfaldlega hörmulegu gengi liðsins á tímabilinu. Cadiz situr í 18. sæti spænsku deildarinnar með 17 stig eftir 24 leiki og liðið hefur aðeins unnið tvo leiki á tímabilinu. Seinasti deildarsigur Cadiz var 1. september á síðasta ári þegar liðið vann 3-1 sigur gegn Villarreal, en liðið er einnig fallið úr leik í spænska konungsbikarnum, Copa del Rey, eftir niðurlægjandi tap gegn D-deildarliði Arandina.
Þýski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Fleiri fréttir „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sjá meira