„Glatað að nýta sér neyð annarra til að græða“ Jón Þór Stefánsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 8. febrúar 2024 20:16 Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna. Vísir/Arnar Víðir Reynisson, sviðstjóri almannavarna segir aðgerðir almannavarna hafa gengið vel. Hann hvetur fólk til að sýna nágrannakærleik og segir ömurlegt að fólk nýti sér neyð annarra með því að hamstra hitablásara. „Það var ótrúlegt að fylgjast með þessum aðgerðum sem þurfti að grípa til þegar hraunið stefndi á heitavatnslögnina. Það var frábært að fylgjast með starfsfólki veitufyrirtækjanna leggjast öll á eitt, ásamt jarðvinnuverktökunum sem voru að vinna í varnargörðunum, að verja gömlu lögnina og kaupa tíma svo hægt væri að ganga frá nýju lögninni og koma henni í ofan í, sem tókst. Það var lykilatriði verkefnanna í dag.“ Aðspurður út í verkefni næturinnar og morgundagsins segir Víðir: „Núna stöndum við frami fyrir því að það er orðið hitavatnslaust á hluta Suðurnesjanna og það styttist í að það verði alls staðar. Það verður svona upp úr níu sem heita vatnið verður alveg farið, og þá er stóra málið að halda hita á húsum og við höfum verið að gefa leiðbeiningar um notkun á rafmagnsofnum í dag.“ Víðir hvetur fólk til að hlúa að nágrönnum sínum. „Við vitum það alveg að það er fólk sem hefur ekki haft tækifæri á að ná sér í ofna, fólk sem skilur ekki leiðbeiningarnar sem hafa verið gefnar út og áttar sig ekki á hlutunum. Þess vegna er mikilvægt að hverfin sameinist um að passa hvert upp á annað. Því ef álagið verður of mikið á rafkerfin þá eru heilu hverfin undir. Þannig það skiptir mjög miklu máli núna að sýna náungakærleikann, kanna á nágrönnum okkar, og sjá hvernig við getum hjálpast að í gegnum nóttina.“ Hitablásarar hafa verið áberandi í umræðunni í dag. Mikil eftirspurn hefur verið eftir þeim, og svo virðist sem einhverjir einstaklingar hafi keypt marga ofna til þess að selja þá á uppsprengdu verði. Við höfum séð færslur á Facebook þar sem fólk virðist hafa keypt heilu brettin bara til að selja þau. Hvernig blasir það við þér? „Þetta er bara glatað að nýta sér neyð annarra til að græða á því. Það er hins vegar fallegt ef fólk er að kaupa og lána og trygga að allir hafa þetta. En við verðum að muna það að sú orka sem við getum notað á hverju heimili, er ekkert mikið meiri en í einum öflugum hárblásara. Það er ekki hægt að setja upp fjölda blásara á hverju heimili til að halda uppi miklum hita. Þetta snýst bara um að komast í gegnum nóttina og morgundaginn með lágmarkshita.“ Hann segist vona að ekki komi til þess að fólk þurfi að yfirgefa húsin sín vegna hitavatnsleysis. „En við erum tilbúin ef það verður.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Sjá meira
„Það var ótrúlegt að fylgjast með þessum aðgerðum sem þurfti að grípa til þegar hraunið stefndi á heitavatnslögnina. Það var frábært að fylgjast með starfsfólki veitufyrirtækjanna leggjast öll á eitt, ásamt jarðvinnuverktökunum sem voru að vinna í varnargörðunum, að verja gömlu lögnina og kaupa tíma svo hægt væri að ganga frá nýju lögninni og koma henni í ofan í, sem tókst. Það var lykilatriði verkefnanna í dag.“ Aðspurður út í verkefni næturinnar og morgundagsins segir Víðir: „Núna stöndum við frami fyrir því að það er orðið hitavatnslaust á hluta Suðurnesjanna og það styttist í að það verði alls staðar. Það verður svona upp úr níu sem heita vatnið verður alveg farið, og þá er stóra málið að halda hita á húsum og við höfum verið að gefa leiðbeiningar um notkun á rafmagnsofnum í dag.“ Víðir hvetur fólk til að hlúa að nágrönnum sínum. „Við vitum það alveg að það er fólk sem hefur ekki haft tækifæri á að ná sér í ofna, fólk sem skilur ekki leiðbeiningarnar sem hafa verið gefnar út og áttar sig ekki á hlutunum. Þess vegna er mikilvægt að hverfin sameinist um að passa hvert upp á annað. Því ef álagið verður of mikið á rafkerfin þá eru heilu hverfin undir. Þannig það skiptir mjög miklu máli núna að sýna náungakærleikann, kanna á nágrönnum okkar, og sjá hvernig við getum hjálpast að í gegnum nóttina.“ Hitablásarar hafa verið áberandi í umræðunni í dag. Mikil eftirspurn hefur verið eftir þeim, og svo virðist sem einhverjir einstaklingar hafi keypt marga ofna til þess að selja þá á uppsprengdu verði. Við höfum séð færslur á Facebook þar sem fólk virðist hafa keypt heilu brettin bara til að selja þau. Hvernig blasir það við þér? „Þetta er bara glatað að nýta sér neyð annarra til að græða á því. Það er hins vegar fallegt ef fólk er að kaupa og lána og trygga að allir hafa þetta. En við verðum að muna það að sú orka sem við getum notað á hverju heimili, er ekkert mikið meiri en í einum öflugum hárblásara. Það er ekki hægt að setja upp fjölda blásara á hverju heimili til að halda uppi miklum hita. Þetta snýst bara um að komast í gegnum nóttina og morgundaginn með lágmarkshita.“ Hann segist vona að ekki komi til þess að fólk þurfi að yfirgefa húsin sín vegna hitavatnsleysis. „En við erum tilbúin ef það verður.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Sjá meira