„Glatað að nýta sér neyð annarra til að græða“ Jón Þór Stefánsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 8. febrúar 2024 20:16 Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna. Vísir/Arnar Víðir Reynisson, sviðstjóri almannavarna segir aðgerðir almannavarna hafa gengið vel. Hann hvetur fólk til að sýna nágrannakærleik og segir ömurlegt að fólk nýti sér neyð annarra með því að hamstra hitablásara. „Það var ótrúlegt að fylgjast með þessum aðgerðum sem þurfti að grípa til þegar hraunið stefndi á heitavatnslögnina. Það var frábært að fylgjast með starfsfólki veitufyrirtækjanna leggjast öll á eitt, ásamt jarðvinnuverktökunum sem voru að vinna í varnargörðunum, að verja gömlu lögnina og kaupa tíma svo hægt væri að ganga frá nýju lögninni og koma henni í ofan í, sem tókst. Það var lykilatriði verkefnanna í dag.“ Aðspurður út í verkefni næturinnar og morgundagsins segir Víðir: „Núna stöndum við frami fyrir því að það er orðið hitavatnslaust á hluta Suðurnesjanna og það styttist í að það verði alls staðar. Það verður svona upp úr níu sem heita vatnið verður alveg farið, og þá er stóra málið að halda hita á húsum og við höfum verið að gefa leiðbeiningar um notkun á rafmagnsofnum í dag.“ Víðir hvetur fólk til að hlúa að nágrönnum sínum. „Við vitum það alveg að það er fólk sem hefur ekki haft tækifæri á að ná sér í ofna, fólk sem skilur ekki leiðbeiningarnar sem hafa verið gefnar út og áttar sig ekki á hlutunum. Þess vegna er mikilvægt að hverfin sameinist um að passa hvert upp á annað. Því ef álagið verður of mikið á rafkerfin þá eru heilu hverfin undir. Þannig það skiptir mjög miklu máli núna að sýna náungakærleikann, kanna á nágrönnum okkar, og sjá hvernig við getum hjálpast að í gegnum nóttina.“ Hitablásarar hafa verið áberandi í umræðunni í dag. Mikil eftirspurn hefur verið eftir þeim, og svo virðist sem einhverjir einstaklingar hafi keypt marga ofna til þess að selja þá á uppsprengdu verði. Við höfum séð færslur á Facebook þar sem fólk virðist hafa keypt heilu brettin bara til að selja þau. Hvernig blasir það við þér? „Þetta er bara glatað að nýta sér neyð annarra til að græða á því. Það er hins vegar fallegt ef fólk er að kaupa og lána og trygga að allir hafa þetta. En við verðum að muna það að sú orka sem við getum notað á hverju heimili, er ekkert mikið meiri en í einum öflugum hárblásara. Það er ekki hægt að setja upp fjölda blásara á hverju heimili til að halda uppi miklum hita. Þetta snýst bara um að komast í gegnum nóttina og morgundaginn með lágmarkshita.“ Hann segist vona að ekki komi til þess að fólk þurfi að yfirgefa húsin sín vegna hitavatnsleysis. „En við erum tilbúin ef það verður.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Sjá meira
„Það var ótrúlegt að fylgjast með þessum aðgerðum sem þurfti að grípa til þegar hraunið stefndi á heitavatnslögnina. Það var frábært að fylgjast með starfsfólki veitufyrirtækjanna leggjast öll á eitt, ásamt jarðvinnuverktökunum sem voru að vinna í varnargörðunum, að verja gömlu lögnina og kaupa tíma svo hægt væri að ganga frá nýju lögninni og koma henni í ofan í, sem tókst. Það var lykilatriði verkefnanna í dag.“ Aðspurður út í verkefni næturinnar og morgundagsins segir Víðir: „Núna stöndum við frami fyrir því að það er orðið hitavatnslaust á hluta Suðurnesjanna og það styttist í að það verði alls staðar. Það verður svona upp úr níu sem heita vatnið verður alveg farið, og þá er stóra málið að halda hita á húsum og við höfum verið að gefa leiðbeiningar um notkun á rafmagnsofnum í dag.“ Víðir hvetur fólk til að hlúa að nágrönnum sínum. „Við vitum það alveg að það er fólk sem hefur ekki haft tækifæri á að ná sér í ofna, fólk sem skilur ekki leiðbeiningarnar sem hafa verið gefnar út og áttar sig ekki á hlutunum. Þess vegna er mikilvægt að hverfin sameinist um að passa hvert upp á annað. Því ef álagið verður of mikið á rafkerfin þá eru heilu hverfin undir. Þannig það skiptir mjög miklu máli núna að sýna náungakærleikann, kanna á nágrönnum okkar, og sjá hvernig við getum hjálpast að í gegnum nóttina.“ Hitablásarar hafa verið áberandi í umræðunni í dag. Mikil eftirspurn hefur verið eftir þeim, og svo virðist sem einhverjir einstaklingar hafi keypt marga ofna til þess að selja þá á uppsprengdu verði. Við höfum séð færslur á Facebook þar sem fólk virðist hafa keypt heilu brettin bara til að selja þau. Hvernig blasir það við þér? „Þetta er bara glatað að nýta sér neyð annarra til að græða á því. Það er hins vegar fallegt ef fólk er að kaupa og lána og trygga að allir hafa þetta. En við verðum að muna það að sú orka sem við getum notað á hverju heimili, er ekkert mikið meiri en í einum öflugum hárblásara. Það er ekki hægt að setja upp fjölda blásara á hverju heimili til að halda uppi miklum hita. Þetta snýst bara um að komast í gegnum nóttina og morgundaginn með lágmarkshita.“ Hann segist vona að ekki komi til þess að fólk þurfi að yfirgefa húsin sín vegna hitavatnsleysis. „En við erum tilbúin ef það verður.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Sjá meira