Mögulega heitavatnslaust á Suðurnesjum eftir nokkrar klukkustundir Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 8. febrúar 2024 10:34 Páll Erland, forstjóri HS veitna Vísir Mikil hætta er á að hraun renni yfir hitaveituæð HS veitna í Svartsengi. Það þýðir að ekkert heitt vatn yrði á Suðurnesjum og nágrannasveitafélögum. Svartasta sviðsmyndin gæti verið að raungerast, segir forstjóri. Íbúar Suðurnesja eru beðnir um að varðveita hita á húsum og loka strax gluggum. Heitavatnsleysið myndi þó sennilega ekki standa lengur en í einn til tvo sólarhringa. Hraun flæðir hratt vestur eftir Svartsengi og er komið að Grindavíkurvegi. Páll Erland, forstjóri HS Veitna segir hættu og möguleika á að hraunið fari yfir hitaveituæð sem leiðir heitt vatn til Reykjanesbæjar og sveitafélarfélaga í kring. „Þetta er það sem við höfum kallað svartasta sviðsmyndin og hún er hreinlega í kortunum núna. En við vitum ekki núna hversu langt hraunflæðið mun ná,“ sagði Páll í samtali við Kristján Má Unnarsson, fréttamann Stöðvar 2 fyrir stundu. Miðað við hraðann á hrauninu, hvað gæti það tekið langan tíma? „Þetta gæti verið klukkutíma spursmál. En við erum í samstarfi við almannavarnir og vísindamenn að reyna meta þetta.“ Undanfarið hefur verið unnið við að setja upp bráðabirgðalögn neðanjarðar. Páll segir þó hættu á að heitavatnsleysi gæti staðið yfir í einn eina tvo sólarhringa, ef illa fer. Þá sé til skoðunar að setja upp rafkyndingu í hús. Páll segir að nú sé versti mögulegi tími fyrir skort á heitu vatni, þar sem mjög kalt er úti. Hvað geta íbúar gert til að undirbúa sig? „Það sem getur gerst núna er að hraunflæðið nái ekki æðinni. Þá erum við bara í góðum málum. En ef það gerist gæti orðið heitavatnslaust í einn, tvo sólarhringa, ef tekst að tengja þessa nýju varaleið. Til að búa sig undir það er best að varðveita varmann í húsunum. Loka strax gluggum og huga að því að nýta hitavatnið sem best. Svo komum við með nánari upplýsingar ef til þess reynir.“ Aðspurður um rafmagn segir Páll að þó að til þess kæmi að rafmagni slæi út á Svartsengi væri hægt að leiða það frá Reykjanesvirkjun. „Við höfum ekki áhyggjur af þeim þætti.“ Mjög alvarleg staða „Mjög alvarleg staða blasir nú við í Svartsengi. Hraunið færist með miklum hraða til vesturs og flæddi yfir Grindavíkurveg nú milli kl. 10 og 11,“ segir í nýrri færslu á Facebook síðu Eldfjalla og náttúruváhóps Suðurlands. „Frá veginum er um 1 km að hitaveituæðinni sem sér öllum Reykjanesbæ og sveitarfélögum á Suðurnesjum fyrir heitu vatni. Svartasta sviðsmyndin er því í kortunum núna samkvæmt forstjóra HS Orku.“ Eftir að hraunið skreið yfir veginn hefur það færst hratt fram og nær hitaveitunni. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Jarðhiti Reykjanesbær Suðurnesjabær Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Hraun flæðir hratt vestur eftir Svartsengi og er komið að Grindavíkurvegi. Páll Erland, forstjóri HS Veitna segir hættu og möguleika á að hraunið fari yfir hitaveituæð sem leiðir heitt vatn til Reykjanesbæjar og sveitafélarfélaga í kring. „Þetta er það sem við höfum kallað svartasta sviðsmyndin og hún er hreinlega í kortunum núna. En við vitum ekki núna hversu langt hraunflæðið mun ná,“ sagði Páll í samtali við Kristján Má Unnarsson, fréttamann Stöðvar 2 fyrir stundu. Miðað við hraðann á hrauninu, hvað gæti það tekið langan tíma? „Þetta gæti verið klukkutíma spursmál. En við erum í samstarfi við almannavarnir og vísindamenn að reyna meta þetta.“ Undanfarið hefur verið unnið við að setja upp bráðabirgðalögn neðanjarðar. Páll segir þó hættu á að heitavatnsleysi gæti staðið yfir í einn eina tvo sólarhringa, ef illa fer. Þá sé til skoðunar að setja upp rafkyndingu í hús. Páll segir að nú sé versti mögulegi tími fyrir skort á heitu vatni, þar sem mjög kalt er úti. Hvað geta íbúar gert til að undirbúa sig? „Það sem getur gerst núna er að hraunflæðið nái ekki æðinni. Þá erum við bara í góðum málum. En ef það gerist gæti orðið heitavatnslaust í einn, tvo sólarhringa, ef tekst að tengja þessa nýju varaleið. Til að búa sig undir það er best að varðveita varmann í húsunum. Loka strax gluggum og huga að því að nýta hitavatnið sem best. Svo komum við með nánari upplýsingar ef til þess reynir.“ Aðspurður um rafmagn segir Páll að þó að til þess kæmi að rafmagni slæi út á Svartsengi væri hægt að leiða það frá Reykjanesvirkjun. „Við höfum ekki áhyggjur af þeim þætti.“ Mjög alvarleg staða „Mjög alvarleg staða blasir nú við í Svartsengi. Hraunið færist með miklum hraða til vesturs og flæddi yfir Grindavíkurveg nú milli kl. 10 og 11,“ segir í nýrri færslu á Facebook síðu Eldfjalla og náttúruváhóps Suðurlands. „Frá veginum er um 1 km að hitaveituæðinni sem sér öllum Reykjanesbæ og sveitarfélögum á Suðurnesjum fyrir heitu vatni. Svartasta sviðsmyndin er því í kortunum núna samkvæmt forstjóra HS Orku.“ Eftir að hraunið skreið yfir veginn hefur það færst hratt fram og nær hitaveitunni.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Jarðhiti Reykjanesbær Suðurnesjabær Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira