Engir innviðir í hættu eins og stendur Lovísa Arnardóttir skrifar 8. febrúar 2024 09:29 Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson sviðsstjóri hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra segir enga innviði í hættu eins og stendur. Hraunstraumurinn renni þó í áttina að Grindavíkurvegi en unnið er að því að fylla skarð í varnargarða við Grindavíkurveg. „Þetta var eins góð staða og maður hefði getað óskað sér,“ sagði Víðir í viðtali á RÚV í aukafréttatíma þeirra í morgun. Á þessu korti má sjá staðsetningu eldgossins, varnargarðanna og helstu kennileiti. Vísir/Hjalti Hann sagði að mögulega myndi reyna á varnargarðana en að það myndi koma í ljós. Þá sagði hann sömuleiðis að viðbragðsaðilar væru búnir að leita af sér allan grun í bænum og að það ætti enginn að vera þar núna. Skásta sem hefði getað gerst Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík sagði það létti hversu langt frá bænum sprungan er. Hraunrennslið virðist ekki ógna bænum eða Grindavíkurvegi eins og stendur. Hann sagði þetta og það skásta sem þau hefðu getað búist við. Fannar Jónasson er bæjarstjóri Grindavíkur.Vísir/Einar „Ég held það sé ekkert hægt að leyfa sér einhverja sérstaka bjartsýni,“ sagði Fannar í viðtali við RÚV í aukafréttatíma þeirra klukkan 9 um það hvort að hægt sé að búa áfram í bænum. Það sé búið að gjósa núna á mánaðarfresti og staðan sé ekki góð. Hann sagði bæjaryfirvöld fylgjast vel með því sem vísindamenn segja. „Miðað við þetta munstur sem er í gangi en er útlitið ekki sérstaklega bjart,“ sagði Fannar og að það væri óvíst hvort þessu væri lokið. Hann sagði ánægjulegt að engin slys hafi orðið á fólki og að hraunið væri fjærri bænum en síðast. Innviðir virðist öruggir. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Almannavarnir Tengdar fréttir Gjall að finnast í Grindavík Vart hefur orðið við gjall í Grindavík, eða gjósku úr hrauninu frá gosinu sem hófst í morgun. Ólíklegt er talið að hraun renni til suðurs í átt að Grindavík eins og staðan er núna. 8. febrúar 2024 09:23 „Alltaf jafn ónotalegt að sjá þetta“ „Þetta er alltaf jafn ónotalegt að sjá þetta. Þetta virðist vera komið til að vera. Er núna einu sinni í mánuði,“ segir Páll Valur Björnsson íbúi í Grindavík um eldgosið sem hófst í morgun á Sundknúksgígaröðinni. Sprungan virðist ná frá Sundhnúk í suðri til austurenda Stóra-Skógarfells og hraun rennur til vesturs. 8. febrúar 2024 08:19 Gera megi ráð fyrir að gosið hegði sér svipað og síðustu „Þetta leit út mjög svipað og eldgosið sem hófst 18. desember. Sprungan er ögn styttri en þá, hún er um þrír kílómetrar og hraunflæðið er mjög svipað og 18. desember. Aðdragandinn að þessu gosi var mjög skammur og það rennur til austurs og vesturs frá gossprungunni. Sennilega mun það renna norður með Stóra-Skógafelli,“ segir Björn Oddsson jarðeðlisfræðingur hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra í samtali við fréttastofu. 8. febrúar 2024 08:05 Sjáðu þegar sprungan opnaðist Gos hófst norðan Sýlingarfells á Reykjanesskaga klukkan 6:02 í morgun. Í vefmyndavél á vegum Vísis sést þegar sprungan opnaðist. 8. febrúar 2024 08:02 Staðsetning gossins ekki jafn ógnvekjandi og síðast Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs í Grindavík, frétti af eldgosinu í morgun frá syni sínum sem vinnur á Keflavíkurflugvelli. 8. febrúar 2024 07:51 Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fleiri fréttir Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Sjá meira
„Þetta var eins góð staða og maður hefði getað óskað sér,“ sagði Víðir í viðtali á RÚV í aukafréttatíma þeirra í morgun. Á þessu korti má sjá staðsetningu eldgossins, varnargarðanna og helstu kennileiti. Vísir/Hjalti Hann sagði að mögulega myndi reyna á varnargarðana en að það myndi koma í ljós. Þá sagði hann sömuleiðis að viðbragðsaðilar væru búnir að leita af sér allan grun í bænum og að það ætti enginn að vera þar núna. Skásta sem hefði getað gerst Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík sagði það létti hversu langt frá bænum sprungan er. Hraunrennslið virðist ekki ógna bænum eða Grindavíkurvegi eins og stendur. Hann sagði þetta og það skásta sem þau hefðu getað búist við. Fannar Jónasson er bæjarstjóri Grindavíkur.Vísir/Einar „Ég held það sé ekkert hægt að leyfa sér einhverja sérstaka bjartsýni,“ sagði Fannar í viðtali við RÚV í aukafréttatíma þeirra klukkan 9 um það hvort að hægt sé að búa áfram í bænum. Það sé búið að gjósa núna á mánaðarfresti og staðan sé ekki góð. Hann sagði bæjaryfirvöld fylgjast vel með því sem vísindamenn segja. „Miðað við þetta munstur sem er í gangi en er útlitið ekki sérstaklega bjart,“ sagði Fannar og að það væri óvíst hvort þessu væri lokið. Hann sagði ánægjulegt að engin slys hafi orðið á fólki og að hraunið væri fjærri bænum en síðast. Innviðir virðist öruggir.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Almannavarnir Tengdar fréttir Gjall að finnast í Grindavík Vart hefur orðið við gjall í Grindavík, eða gjósku úr hrauninu frá gosinu sem hófst í morgun. Ólíklegt er talið að hraun renni til suðurs í átt að Grindavík eins og staðan er núna. 8. febrúar 2024 09:23 „Alltaf jafn ónotalegt að sjá þetta“ „Þetta er alltaf jafn ónotalegt að sjá þetta. Þetta virðist vera komið til að vera. Er núna einu sinni í mánuði,“ segir Páll Valur Björnsson íbúi í Grindavík um eldgosið sem hófst í morgun á Sundknúksgígaröðinni. Sprungan virðist ná frá Sundhnúk í suðri til austurenda Stóra-Skógarfells og hraun rennur til vesturs. 8. febrúar 2024 08:19 Gera megi ráð fyrir að gosið hegði sér svipað og síðustu „Þetta leit út mjög svipað og eldgosið sem hófst 18. desember. Sprungan er ögn styttri en þá, hún er um þrír kílómetrar og hraunflæðið er mjög svipað og 18. desember. Aðdragandinn að þessu gosi var mjög skammur og það rennur til austurs og vesturs frá gossprungunni. Sennilega mun það renna norður með Stóra-Skógafelli,“ segir Björn Oddsson jarðeðlisfræðingur hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra í samtali við fréttastofu. 8. febrúar 2024 08:05 Sjáðu þegar sprungan opnaðist Gos hófst norðan Sýlingarfells á Reykjanesskaga klukkan 6:02 í morgun. Í vefmyndavél á vegum Vísis sést þegar sprungan opnaðist. 8. febrúar 2024 08:02 Staðsetning gossins ekki jafn ógnvekjandi og síðast Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs í Grindavík, frétti af eldgosinu í morgun frá syni sínum sem vinnur á Keflavíkurflugvelli. 8. febrúar 2024 07:51 Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fleiri fréttir Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Sjá meira
Gjall að finnast í Grindavík Vart hefur orðið við gjall í Grindavík, eða gjósku úr hrauninu frá gosinu sem hófst í morgun. Ólíklegt er talið að hraun renni til suðurs í átt að Grindavík eins og staðan er núna. 8. febrúar 2024 09:23
„Alltaf jafn ónotalegt að sjá þetta“ „Þetta er alltaf jafn ónotalegt að sjá þetta. Þetta virðist vera komið til að vera. Er núna einu sinni í mánuði,“ segir Páll Valur Björnsson íbúi í Grindavík um eldgosið sem hófst í morgun á Sundknúksgígaröðinni. Sprungan virðist ná frá Sundhnúk í suðri til austurenda Stóra-Skógarfells og hraun rennur til vesturs. 8. febrúar 2024 08:19
Gera megi ráð fyrir að gosið hegði sér svipað og síðustu „Þetta leit út mjög svipað og eldgosið sem hófst 18. desember. Sprungan er ögn styttri en þá, hún er um þrír kílómetrar og hraunflæðið er mjög svipað og 18. desember. Aðdragandinn að þessu gosi var mjög skammur og það rennur til austurs og vesturs frá gossprungunni. Sennilega mun það renna norður með Stóra-Skógafelli,“ segir Björn Oddsson jarðeðlisfræðingur hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra í samtali við fréttastofu. 8. febrúar 2024 08:05
Sjáðu þegar sprungan opnaðist Gos hófst norðan Sýlingarfells á Reykjanesskaga klukkan 6:02 í morgun. Í vefmyndavél á vegum Vísis sést þegar sprungan opnaðist. 8. febrúar 2024 08:02
Staðsetning gossins ekki jafn ógnvekjandi og síðast Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs í Grindavík, frétti af eldgosinu í morgun frá syni sínum sem vinnur á Keflavíkurflugvelli. 8. febrúar 2024 07:51