Hlemmur gjörbreytist í sumar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. febrúar 2024 16:26 Einhvern veginn svona munu gatnamót Rauðarárstígs og Laugavegar líta út. Bílaniður víkur fyrir taktföstum skrefum og mannlífsins hljómi - ómi hjarta Hlemmtorgsins sem fær loksins að slá. Þannig kemst borgarfulltrúi Pírata að orði um breytingar á Hlemmi sem verða að veruleika í sumar. Strætó kveður Hlemm með breytingunum og ekki verða almenningssamgöngur þar fyrr en Borgarlínan leggur í hann. Töluverðar breytingar hafa orðið á Hlemmi sem um árabil var samkomustaður pönkara og fólks í fíknivanda en um leið þekktasta strætóbiðstöð landsins. Nú er þar vinsæl Mathöll auk þess sem sífellt stærri hluti umhverfis Hlemms verður helgaður gangandi umferð. Bílarnir víkja og strætó sömuleiðis. Fyrsti áfanga endurgerðarinnar milli Laugavegar og Snorrabrautar og svo á Rauðarárstíg kláraðist í fyrra og nú er komið að stóru skrefi sem Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Pírata segir ansi mótandi fyrir svæðið. „Með þessari breytingu stígum við það skref að gera miðbik Hlemmsvæðisins að göngusvæði og breyta því í torgið sem það á að vera til framtíðar. Á framkvæmdatíma mun strætó breyta akstursleiðum sínum og tímabundið munu verða ákveðnar breytingar á biðstöðvum en við fengum líka kynningu á þeim áformum á fundinum,“ segir Dóra Björt í færslu á Facebook. Fyrirhugaðar framkvæmdir í sumar. Yfirborðið verður endurgert í þágu gangandi vegfarenda og stefnt er á að planta á svæðinu fullvöxnum trjám frá upphafi sem eiga að hafa jákvæð áhrif á loftgæði og upplifun af svæðinu. „Lyfta á sögu þvottakvenna í hönnun sem unnu þá erfiðisvinnu að ganga Laugaveginn til þvottalauganna með þungar byrðar. En einnig Rauðaárlæknum og þeim hlemm sem settur var á lækinn, sem svæðið dregur nafn sitt af. Um er að ræða lykilframkvæmd sem undirbýr komu Borgarlínu á svæðið,“ segir Dóra Björt. „Framtíðin á Hlemmi er skemmtileg, græn og björt og örugg fyrir okkar minnstu lungu og fætur - sem og okkur hin.“ Ýmsar breytingar Aðalinngangur í mathöllina á framkvæmdatíma verður norðanmegin. Stefnt er að því að þessum hluta framkvæmda á svæðinu ljúki sumarið 2025, segir á vef Reykjavíkurborgar. Til stendur að flytja Klyfjahest Sigurjóns Ólafssonar myndhöggvara af sínum stað yfir á nýja svæðið nær mathöllinni. Strætó gerir leiðakerfisbreytingar á meðan framkvæmdum stendur. Endastöðvar sem í dag eru á Hlemmi færast til og akstursleiðir Strætó sem aka um Hlemm breytast. Reynt er að halda breytingunum í lágmarki en óhjákvæmilega munu notendur finna fyrir þeim. Hlemmur með tilkomu Borgarlínu og að loknum framkvæmdum. Akstursleiðir sem í dag eru um Laugaveg og Hlemm verða um Katrínartún og Borgartún, en akstursleiðir sem í dag eru um Rauðarárstíg og Hlemm færast á Flókagötu og Snorrabraut. Nýjar strætóstöðvar verða gerðar á Snorrabraut við Laugaveg og í Borgartúni við Bríetartún, til að bæta strætóstöðvar í nágrenni Hlemms. Strætó kemur aftur síðar á Hlemm fyrir tilstuðlan Borgarlínu. Hvernig verður Hlemmur eftir að framkvæmdum lýkur? Fyrst um sinn munu almennar strætóleiðir nýta Borgarlínu innviðina í gegnum Hlemmtorg. Einnig munu strætóleiðir aka norður/suður um Snorrabraut. Þegar framkvæmdum við fyrstu lotu Borgarlínunnar er lokið munu fjórar leiðir aka í gegnum torgið, þ.m.t. Borgarlínuleið B. Engin leið verður með endastöð við Hlemm og engin miðlæg endastöð verður í framtíðinni. Skipulag Strætó Reykjavík Borgarlína Göngugötur Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Sjá meira
Töluverðar breytingar hafa orðið á Hlemmi sem um árabil var samkomustaður pönkara og fólks í fíknivanda en um leið þekktasta strætóbiðstöð landsins. Nú er þar vinsæl Mathöll auk þess sem sífellt stærri hluti umhverfis Hlemms verður helgaður gangandi umferð. Bílarnir víkja og strætó sömuleiðis. Fyrsti áfanga endurgerðarinnar milli Laugavegar og Snorrabrautar og svo á Rauðarárstíg kláraðist í fyrra og nú er komið að stóru skrefi sem Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Pírata segir ansi mótandi fyrir svæðið. „Með þessari breytingu stígum við það skref að gera miðbik Hlemmsvæðisins að göngusvæði og breyta því í torgið sem það á að vera til framtíðar. Á framkvæmdatíma mun strætó breyta akstursleiðum sínum og tímabundið munu verða ákveðnar breytingar á biðstöðvum en við fengum líka kynningu á þeim áformum á fundinum,“ segir Dóra Björt í færslu á Facebook. Fyrirhugaðar framkvæmdir í sumar. Yfirborðið verður endurgert í þágu gangandi vegfarenda og stefnt er á að planta á svæðinu fullvöxnum trjám frá upphafi sem eiga að hafa jákvæð áhrif á loftgæði og upplifun af svæðinu. „Lyfta á sögu þvottakvenna í hönnun sem unnu þá erfiðisvinnu að ganga Laugaveginn til þvottalauganna með þungar byrðar. En einnig Rauðaárlæknum og þeim hlemm sem settur var á lækinn, sem svæðið dregur nafn sitt af. Um er að ræða lykilframkvæmd sem undirbýr komu Borgarlínu á svæðið,“ segir Dóra Björt. „Framtíðin á Hlemmi er skemmtileg, græn og björt og örugg fyrir okkar minnstu lungu og fætur - sem og okkur hin.“ Ýmsar breytingar Aðalinngangur í mathöllina á framkvæmdatíma verður norðanmegin. Stefnt er að því að þessum hluta framkvæmda á svæðinu ljúki sumarið 2025, segir á vef Reykjavíkurborgar. Til stendur að flytja Klyfjahest Sigurjóns Ólafssonar myndhöggvara af sínum stað yfir á nýja svæðið nær mathöllinni. Strætó gerir leiðakerfisbreytingar á meðan framkvæmdum stendur. Endastöðvar sem í dag eru á Hlemmi færast til og akstursleiðir Strætó sem aka um Hlemm breytast. Reynt er að halda breytingunum í lágmarki en óhjákvæmilega munu notendur finna fyrir þeim. Hlemmur með tilkomu Borgarlínu og að loknum framkvæmdum. Akstursleiðir sem í dag eru um Laugaveg og Hlemm verða um Katrínartún og Borgartún, en akstursleiðir sem í dag eru um Rauðarárstíg og Hlemm færast á Flókagötu og Snorrabraut. Nýjar strætóstöðvar verða gerðar á Snorrabraut við Laugaveg og í Borgartúni við Bríetartún, til að bæta strætóstöðvar í nágrenni Hlemms. Strætó kemur aftur síðar á Hlemm fyrir tilstuðlan Borgarlínu. Hvernig verður Hlemmur eftir að framkvæmdum lýkur? Fyrst um sinn munu almennar strætóleiðir nýta Borgarlínu innviðina í gegnum Hlemmtorg. Einnig munu strætóleiðir aka norður/suður um Snorrabraut. Þegar framkvæmdum við fyrstu lotu Borgarlínunnar er lokið munu fjórar leiðir aka í gegnum torgið, þ.m.t. Borgarlínuleið B. Engin leið verður með endastöð við Hlemm og engin miðlæg endastöð verður í framtíðinni.
Skipulag Strætó Reykjavík Borgarlína Göngugötur Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Sjá meira