Gengu út úr tíma í Hagaskóla og fóru í verkfall fyrir Palestínu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. febrúar 2024 12:02 Ragnar og Birta skipulögðu mótmælin ásamt Atlasi Njálssyni. Nemendur í Hagaskóla gengu í morgun út úr tíma og fóru í „skólaverkfall fyrir Palestínu“. Krakkarnir vilja að ríkisstjórnin bregðist við og sameini fjölskyldur en lýsa aðgerðinni einnig sem stuðningsyfirlýsingu. Kristín Ólafsdóttir fréttamaður náði tali af skipuleggjendum skólaverkfallsins, þeim Birtu og Ragnari, fyrir utan Hagaskóla eftir að þau gengu út úr tíma klukkan hálf ellefu. Að neðan má sjá viðtal Kristínar við nemendur Hagaskóla áður en þau lögðu af stað niður í bæ í morgun. „Við erum að fara í verkfall til að styðja Palestínu. Þetta er hræðilegt sem er að gerast í Palestínu og við viljum fjölskyldusameiningar og íslenska kennitölu fyrir palestínskt fólk,“ segja Birta Hall, Ragnar Eldur Jörundsson og Atlas Njálsson sem eru í hópi þeirra sem skipulögðu verkfallið. Og eruð það þið sem skipuleggið þetta? „Já við vorum að heimsækja tjaldið sem var á Austurvelli en svo tekið niður og við fengum hugmyndina að halda verkfall til að styðja fólkið sem er hérna á Íslandi,“ segir Ragnar. Atlas útskýrir að fluttar verði ræður á Austurvelli og svo verði hefðbundin mótmæli. Katla Hólm og Ingunn Brynja segja það hafa verið auðvelda ákvörðun að taka þátt. Að neðan má sjá myndir frá mótmælum Hagskælinga á Austurvelli. Og hvað viljið þið sjá að verði gert? Af hverju eruð þið að mæta? „Bara til að styðja, bara til að sýna samstöðu og vonumst eftir vopnahlé - já samstöðu.“ Fram kom í máli nemendanna að skiptar skoðanir væru í skólanum varðandi verkfallið. Sumum nemendum hefði þótt hreinlega of kalt að fara að mótmæla. Þá voru aðrir sem mótmældu sérstaklega einstökum stjórnmálamönnum og mátti sjá skilti sem kallaði eftir afsögn Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra. Einn nemandinn lýsti því að honum fyndist ekki mikið rætt um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs innan veggja skólans. Víðar var mótmælt í morgun en þegar krakkarnir héldu á Austurvöll mættu þau hópi sem var fyrir utan Ráðherrabústaðinn í reglulegum mótmælum fyrir utan ríkisstjórnarfund. Á Austurvelli bættust nemendur í Háteigsskóla meðal annars í hópinn. Grunnskólar Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Krakkar Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira
Kristín Ólafsdóttir fréttamaður náði tali af skipuleggjendum skólaverkfallsins, þeim Birtu og Ragnari, fyrir utan Hagaskóla eftir að þau gengu út úr tíma klukkan hálf ellefu. Að neðan má sjá viðtal Kristínar við nemendur Hagaskóla áður en þau lögðu af stað niður í bæ í morgun. „Við erum að fara í verkfall til að styðja Palestínu. Þetta er hræðilegt sem er að gerast í Palestínu og við viljum fjölskyldusameiningar og íslenska kennitölu fyrir palestínskt fólk,“ segja Birta Hall, Ragnar Eldur Jörundsson og Atlas Njálsson sem eru í hópi þeirra sem skipulögðu verkfallið. Og eruð það þið sem skipuleggið þetta? „Já við vorum að heimsækja tjaldið sem var á Austurvelli en svo tekið niður og við fengum hugmyndina að halda verkfall til að styðja fólkið sem er hérna á Íslandi,“ segir Ragnar. Atlas útskýrir að fluttar verði ræður á Austurvelli og svo verði hefðbundin mótmæli. Katla Hólm og Ingunn Brynja segja það hafa verið auðvelda ákvörðun að taka þátt. Að neðan má sjá myndir frá mótmælum Hagskælinga á Austurvelli. Og hvað viljið þið sjá að verði gert? Af hverju eruð þið að mæta? „Bara til að styðja, bara til að sýna samstöðu og vonumst eftir vopnahlé - já samstöðu.“ Fram kom í máli nemendanna að skiptar skoðanir væru í skólanum varðandi verkfallið. Sumum nemendum hefði þótt hreinlega of kalt að fara að mótmæla. Þá voru aðrir sem mótmældu sérstaklega einstökum stjórnmálamönnum og mátti sjá skilti sem kallaði eftir afsögn Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra. Einn nemandinn lýsti því að honum fyndist ekki mikið rætt um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs innan veggja skólans. Víðar var mótmælt í morgun en þegar krakkarnir héldu á Austurvöll mættu þau hópi sem var fyrir utan Ráðherrabústaðinn í reglulegum mótmælum fyrir utan ríkisstjórnarfund. Á Austurvelli bættust nemendur í Háteigsskóla meðal annars í hópinn.
Grunnskólar Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Krakkar Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira