Bikarveisla Víkingsstelpna heldur áfram á nýju ári Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2024 06:30 Víkingskonur áttu ótrúlegt ár í fyrra og byrja þetta nýja ár líka vel. Vísir/Hulda Margrét Bikarmeistarar Víkings tryggðu sér Reykjavíkurmeistaratitilinn í gærkvöldi þegar þær unnu 2-1 sigur á Fylki í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna í fótbolta í Egilshöllinni. Þetta er í fyrsta sinn sem Víkingur verður Reykjavíkurmeistari kvenna en fyrir árið 2020 höfðu bara tvö félög, Valur og KR, unnið titilinn. Frá 2020 hafa Fylkir (2020), Þróttur (2022) og Víkingur (2024) bæst í hópinn. Íslandsmeistarar Vals eru sigursælasta félagið í sögu Reykjavíkurmóts kvenna með 28 titla en Hlíðarendaliðið tók ekki þátt í mótinu í ár. Very proud @vikingurfc mfl kvk and Takk fyrir @FylkirFC . Gangi þer vel bæði í @bestaenglish @heimavollurinn @Fotboltinet @footballiceland #Reykjavikmotchamps #onwardsandupwards pic.twitter.com/Sq2QkRtl7I— John Andrews (@JohnAndrews78) February 5, 2024 Víkingskonur unnu þrjá bikara á síðasta ári þar á meðal urðu þær fyrsta b-deildarliðið til að verða bikarmeistari. Auk þess vann Víkingsliðið B-deildina (Lengjudeildin) og B-deild deildabikarsins (Lengjubikarinn). Bikarveisla þeirra heldur nú áfram á nýju ár. Sigdís Eva Bárðardóttir og Selma Dögg Björgvinsdóttir skoruðu mörk Víkingsliðsins í leiknum í gær og komu Víkingsliðinu í 2-0 en Tinna Harðardóttir minnkaði muninn fyrir Fylki. Sigdís Eva skoraði markið sitt eftir undirbúning Emmu Steinsen en mark Selmu kom eftir sendingu frá Freyju Stefánsdóttur. Víkingskonur unnu alla fimm leiki sína í Reykjavíkurmótinu og það með markatölunni 29-3. Bæði Víkingur og Fylki voru búin að vinna fyrstu fjóra leiki sína fyrir leikinn í gær. Víkingurinn Hafdís Bára Höskuldsdóttir varð markadrottning Reykjavíkurmótsins í ár með sex mörk en liðsfélagar hennar Bergdís Sveinsdóttir og Selma Dögg Björgvinsdóttir skoruðu fimm mörk eins og Fylkiskonan Eva Rut Ásþórsdóttir. Víkingur TV https://t.co/AALSC8ge3I— Víkingur (@vikingurfc) February 5, 2024 Víkingur Reykjavík Besta deild kvenna Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
Þetta er í fyrsta sinn sem Víkingur verður Reykjavíkurmeistari kvenna en fyrir árið 2020 höfðu bara tvö félög, Valur og KR, unnið titilinn. Frá 2020 hafa Fylkir (2020), Þróttur (2022) og Víkingur (2024) bæst í hópinn. Íslandsmeistarar Vals eru sigursælasta félagið í sögu Reykjavíkurmóts kvenna með 28 titla en Hlíðarendaliðið tók ekki þátt í mótinu í ár. Very proud @vikingurfc mfl kvk and Takk fyrir @FylkirFC . Gangi þer vel bæði í @bestaenglish @heimavollurinn @Fotboltinet @footballiceland #Reykjavikmotchamps #onwardsandupwards pic.twitter.com/Sq2QkRtl7I— John Andrews (@JohnAndrews78) February 5, 2024 Víkingskonur unnu þrjá bikara á síðasta ári þar á meðal urðu þær fyrsta b-deildarliðið til að verða bikarmeistari. Auk þess vann Víkingsliðið B-deildina (Lengjudeildin) og B-deild deildabikarsins (Lengjubikarinn). Bikarveisla þeirra heldur nú áfram á nýju ár. Sigdís Eva Bárðardóttir og Selma Dögg Björgvinsdóttir skoruðu mörk Víkingsliðsins í leiknum í gær og komu Víkingsliðinu í 2-0 en Tinna Harðardóttir minnkaði muninn fyrir Fylki. Sigdís Eva skoraði markið sitt eftir undirbúning Emmu Steinsen en mark Selmu kom eftir sendingu frá Freyju Stefánsdóttur. Víkingskonur unnu alla fimm leiki sína í Reykjavíkurmótinu og það með markatölunni 29-3. Bæði Víkingur og Fylki voru búin að vinna fyrstu fjóra leiki sína fyrir leikinn í gær. Víkingurinn Hafdís Bára Höskuldsdóttir varð markadrottning Reykjavíkurmótsins í ár með sex mörk en liðsfélagar hennar Bergdís Sveinsdóttir og Selma Dögg Björgvinsdóttir skoruðu fimm mörk eins og Fylkiskonan Eva Rut Ásþórsdóttir. Víkingur TV https://t.co/AALSC8ge3I— Víkingur (@vikingurfc) February 5, 2024
Víkingur Reykjavík Besta deild kvenna Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira