Mögulegt að smærri viðburður valdi gosi Atli Ísleifsson skrifar 5. febrúar 2024 12:55 Skjálftavirkni á svæðinu í nótt og í morgun hefur verið svipuð og síðustu daga. Vísir/Arnar Verðmætabjörgun í Grindavík heldur áfram í dag. Svipað mynstur er á jarðhræringum á svæðinu og fyrir síðasta gos en mögulegt er að minni atburð þurfi en áður til að koma gosi af stað vegna skamms tíma frá síðasta gosi. Í gær var um helming íbúa Grindavíkur veittur aðgangur að heimilum sínum í rýmri tíma en áður eftir eldgosið í janúar. Margir nýttu tímann í að sækja heilu búslóðirnar og tæma heimili sín fyrir fullt og allt. Verðmætabjörgunin heldur áfram í dag en Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, segir skipulagið hafa gengið vel í gær og í morgun. „Við erum að upplifa að fólk er að sækja dótið sitt, eða sækja búslóðina sína. Mikið að fólki hefur sótt það sem það getur á þessum tíma. Auðvitað hefðum við getað gefið meiri tíma en þetta var gert með þeim formerkjum að koma sem flestum inn á þessum tveim dögum. En á næstu dögum heldur fólk áfram að geta farið heim og sótt það sem ekki er búið að sækja ef það ætlar sér að sækja búslóðina. Virknin heldur sínu róli Skjálftavirkni á svæðinu í nótt og í morgun hefur verið svipuð og síðustu daga, virknin virðist halda sínu róli. Nú er reiknað með að um sex og hálf milljón rúmmetrar af kviku séu komnir í kvikuganginn. Það miðast við gögn frá 1. febrúar en samkvæmt Sigríði Magneu Óskarsdóttur, náttúruvársérfræðingi hjá Veðurstofunni, er beðið eftir nýjum útreikningum sem koma á morgun eða hinn. „Ef við horfum bara á hvernig þetta hefur verið frá því að þetta byrjaði í nóvember á verður verða þessi kvikuhlaup, eða kvikugangur, og svo eldgos, eða ekki. Svo erum við að horfa þarna á Svartsengi. Það lækkar og svo fer það aftur að hækka. Við höfum alveg séð þetta mynstur. Það nær ákveðinni hæð og svo byrjar ballið. Við erum bara að horfa á það núna. Það er ómögulegt að segja til um nákvæmlega hvenær eða hvernig það gerist.“ Fyrirvarinn ætti að vera svipaður Það gæti þurft minni atburð til að koma gosi af stað vegna skamms tíma frá síðasta gosi. Það breyti þó ekki fyrirvaranum sem jarðvísindamenn ættu að fá. „Það gæti verið minnst níutíu mínútur, kannski klukkutími, ég veit það ekki. Eða nokkrir klukkutímar, miðað við síðustu tvö gos. Það er það sem við erum að horfa til,“ segir Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur. Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Gengið of nærri björgunarsveitum Gengið hefur verið of nærri björgunarsveitum og efla þarf aðra viðbragðsaðila í almannavarnakerfinu, að mati þingmanns Pírata. Sérstök umræða um almannavarnir og áfallaþol Íslands fer fram á Alþingi í dag. 5. febrúar 2024 11:50 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Fleiri fréttir Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Sjá meira
Í gær var um helming íbúa Grindavíkur veittur aðgangur að heimilum sínum í rýmri tíma en áður eftir eldgosið í janúar. Margir nýttu tímann í að sækja heilu búslóðirnar og tæma heimili sín fyrir fullt og allt. Verðmætabjörgunin heldur áfram í dag en Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, segir skipulagið hafa gengið vel í gær og í morgun. „Við erum að upplifa að fólk er að sækja dótið sitt, eða sækja búslóðina sína. Mikið að fólki hefur sótt það sem það getur á þessum tíma. Auðvitað hefðum við getað gefið meiri tíma en þetta var gert með þeim formerkjum að koma sem flestum inn á þessum tveim dögum. En á næstu dögum heldur fólk áfram að geta farið heim og sótt það sem ekki er búið að sækja ef það ætlar sér að sækja búslóðina. Virknin heldur sínu róli Skjálftavirkni á svæðinu í nótt og í morgun hefur verið svipuð og síðustu daga, virknin virðist halda sínu róli. Nú er reiknað með að um sex og hálf milljón rúmmetrar af kviku séu komnir í kvikuganginn. Það miðast við gögn frá 1. febrúar en samkvæmt Sigríði Magneu Óskarsdóttur, náttúruvársérfræðingi hjá Veðurstofunni, er beðið eftir nýjum útreikningum sem koma á morgun eða hinn. „Ef við horfum bara á hvernig þetta hefur verið frá því að þetta byrjaði í nóvember á verður verða þessi kvikuhlaup, eða kvikugangur, og svo eldgos, eða ekki. Svo erum við að horfa þarna á Svartsengi. Það lækkar og svo fer það aftur að hækka. Við höfum alveg séð þetta mynstur. Það nær ákveðinni hæð og svo byrjar ballið. Við erum bara að horfa á það núna. Það er ómögulegt að segja til um nákvæmlega hvenær eða hvernig það gerist.“ Fyrirvarinn ætti að vera svipaður Það gæti þurft minni atburð til að koma gosi af stað vegna skamms tíma frá síðasta gosi. Það breyti þó ekki fyrirvaranum sem jarðvísindamenn ættu að fá. „Það gæti verið minnst níutíu mínútur, kannski klukkutími, ég veit það ekki. Eða nokkrir klukkutímar, miðað við síðustu tvö gos. Það er það sem við erum að horfa til,“ segir Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur.
Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Gengið of nærri björgunarsveitum Gengið hefur verið of nærri björgunarsveitum og efla þarf aðra viðbragðsaðila í almannavarnakerfinu, að mati þingmanns Pírata. Sérstök umræða um almannavarnir og áfallaþol Íslands fer fram á Alþingi í dag. 5. febrúar 2024 11:50 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Fleiri fréttir Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Sjá meira
Gengið of nærri björgunarsveitum Gengið hefur verið of nærri björgunarsveitum og efla þarf aðra viðbragðsaðila í almannavarnakerfinu, að mati þingmanns Pírata. Sérstök umræða um almannavarnir og áfallaþol Íslands fer fram á Alþingi í dag. 5. febrúar 2024 11:50