Vísbendingar um bakslag í kynjahlutföllum innan lögreglunnar Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 5. febrúar 2024 12:55 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri. Vísir/Vilhelm Lögreglan er enn mjög kynjaskiptur vinnustaður og engin merki eru um að það muni breytast án þess að ráðist verði í aðgerðir. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum rannsóknar á vinnumenningu lögreglunnar. Jafnframt kemur fram að þrátt fyrir að konum hafi fjölgað innan lögreglunnar á síðustu árum og hlutfall karla og kvenna hafi jafnast, séu nú vísbendingar um bakslag. Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar á vef lögreglunnar í morgun. Rannsóknin er framhaldsrannsókn á vinnumenningu og kynjatengslum sem fyrst var gerð árið 2013. Ríkislögreglustjóri í samvinnu við lögregluembættin og dómsmálaráðuneytið bar ábyrgð á rannsókninni. Menntaðar lögreglukonur líklegastar til að verða fyrir áreitni Niðurstöður rannsóknarinnar gefa vísbendingar um að birtingarmynd kynferðislegrar áreitni innan lögreglu hafi breyst frá árinu 2013. „Færri konur nefna kynferðislega snertingu og fleiri nefna niðrandi tal og brandara af kynferðislegum toga,“ segir á vef lögreglunnar. Reynsla karla hefur staðið í stað eða minnkað. „Um 15 prósent starfsfólks hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni í starfi sínu eða í tengslum við starf sitt hjá lögreglunni og eru konur líklegri til að hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni en karlar.“ Þá kemur fram að menntaðar lögreglukonur séu líklegastar til að hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni. Um sextíu prósent þeirra kvenna sem urðu fyrir tilgreindu karlkyns samstarfsmenn sem geranda. Átján prósent kvenna orðið fyrir kynbundnu áreiti við störf Niðurstöður rannsóknarinnar leiða einnig í ljós að konur séu líklegri til að hafa orðið fyrir kynbundnu áreitni í starfi sínu eða í tengslum við starf sitt. Um fimmtán prósent starfsfólks hefur orðið fyrir kynbundinni áreitni, þar af átján prósent kvenna og sjö prósent karla. Niðurstöður nýrrar rannsóknar gefa vísbendingar um að birtingarmynd kynferðislegrar áreitni innan lögreglu hafi breyst frá árinu 2013. Vísir/Vilhelm Þá bendir samanburður við fyrri kannanir til þess að reynsla af einelti hafi minnkað meðal lögreglumanna og staðið í stað meðal borgaralegra starfsmanna. Um 14 prósent starfsfólks hafa orðið fyrir einelti í starfi sínu eða í tengslum við starf sitt hjá lögreglunni. Skýrsluna í heild sinni má finna hér. Lögreglan Vinnumarkaður Kynferðisofbeldi MeToo Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar á vef lögreglunnar í morgun. Rannsóknin er framhaldsrannsókn á vinnumenningu og kynjatengslum sem fyrst var gerð árið 2013. Ríkislögreglustjóri í samvinnu við lögregluembættin og dómsmálaráðuneytið bar ábyrgð á rannsókninni. Menntaðar lögreglukonur líklegastar til að verða fyrir áreitni Niðurstöður rannsóknarinnar gefa vísbendingar um að birtingarmynd kynferðislegrar áreitni innan lögreglu hafi breyst frá árinu 2013. „Færri konur nefna kynferðislega snertingu og fleiri nefna niðrandi tal og brandara af kynferðislegum toga,“ segir á vef lögreglunnar. Reynsla karla hefur staðið í stað eða minnkað. „Um 15 prósent starfsfólks hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni í starfi sínu eða í tengslum við starf sitt hjá lögreglunni og eru konur líklegri til að hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni en karlar.“ Þá kemur fram að menntaðar lögreglukonur séu líklegastar til að hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni. Um sextíu prósent þeirra kvenna sem urðu fyrir tilgreindu karlkyns samstarfsmenn sem geranda. Átján prósent kvenna orðið fyrir kynbundnu áreiti við störf Niðurstöður rannsóknarinnar leiða einnig í ljós að konur séu líklegri til að hafa orðið fyrir kynbundnu áreitni í starfi sínu eða í tengslum við starf sitt. Um fimmtán prósent starfsfólks hefur orðið fyrir kynbundinni áreitni, þar af átján prósent kvenna og sjö prósent karla. Niðurstöður nýrrar rannsóknar gefa vísbendingar um að birtingarmynd kynferðislegrar áreitni innan lögreglu hafi breyst frá árinu 2013. Vísir/Vilhelm Þá bendir samanburður við fyrri kannanir til þess að reynsla af einelti hafi minnkað meðal lögreglumanna og staðið í stað meðal borgaralegra starfsmanna. Um 14 prósent starfsfólks hafa orðið fyrir einelti í starfi sínu eða í tengslum við starf sitt hjá lögreglunni. Skýrsluna í heild sinni má finna hér.
Lögreglan Vinnumarkaður Kynferðisofbeldi MeToo Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira