Má ekki lengur leggja á eigin lóð Bjarki Sigurðsson skrifar 3. febrúar 2024 21:01 Mæðgurnar Elísabet Ýr Sveinsdóttir og Anna Ringsted. Vísir/Sigurjón Nokkrir íbúar í miðbæ Reykjavíkur eru ósáttir við að fá ekki lengur að leggja í stæði á einkalóðum sínum. Borgin segir stæðin ólögleg. Þegar nágrannar kvarti svo yfir því að lagt sé í stæðin, sé ekkert annað í stöðunni en að sekta. Anna Ringsted hefur búið í húsi við Frakkastíg í fjörutíu ár og alltaf lagt í lítilli innkeyrslu sem tilheyrir hennar lóð, alltaf án vandkvæða þar til fyrir viku síðan. Þá fékk hún í fyrsta sinn sekt. „Ég hef alltaf lagt þarna og áður en ég kom var lagt þarna. Þannig það hefur alltaf verið lagt þarna. Áður fyrr var grindverk fyrir og þá var bíllinn settur inn og svo lokað fyrir. Þannig það hefur alltaf verið lagt þarna,“ segir Anna. Klippa: Má ekki lengur leggja fyrir utan heima hjá sér Ekki skilgreint sem bílastæði í deiliskipulagi Anna hafði strax samband við dóttur sína Elísabetu Ýri Sveinsdóttur sem kannaði málið. Mæðgurnar ákváðu að mótmæla sektinni en því var hafnað. Í svari bílastæðasjóðs kemur fram að ekki megi leggja bifreiðum á einkalóð nema í stæðum sem eru skilgreind sem slík í deiliskipulagi. Því stendur sektin. Lesa ekki Stjórnartíðindi dag hvern Að sögn Elísabetar og Önnu var þetta skrásett bílastæði í deiliskipulagi þar til árið 2008. Anna komst ekki að breytingunni fyrr en nú sextán árum síðar. „Stærri mál, ef Reykjavíkurborg fer í skipulagsbreytingar, þá er það bara auglýst í Stjórnartíðindum og ég ligg ekki yfir Stjórnartíðindum svona á degi hverjum,“ segir Elísabet. „Hvað þá ég,“ svarar Anna. Nágranni gæti hafa kvartað Og það virðist sem Anna sé ekki sú eina að lenda í þessu. Hún birti færslu um málið í Facebook-hópinn Íbúar í Miðborg og þó nokkrir kvörtuðu yfir því sama, að þau séu byrjuð að fá sektir fyrir að leggja í stæði á einkalóð. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir samgöngustjóri Reykjavíkurborgar að oft sé byrjað að sekta vegna svona brota þegar kvartanir koma frá nágrönnum eða öðrum vegfarendum. Ekki er nánar útskýrt hvers vegna Anna sé fyrst nú, fjörutíu árum eftir að hún flutti á Frakkastíg, byrjuð að fá sektir. Reykjavík Borgarstjórn Bílastæði Skipulag Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Anna Ringsted hefur búið í húsi við Frakkastíg í fjörutíu ár og alltaf lagt í lítilli innkeyrslu sem tilheyrir hennar lóð, alltaf án vandkvæða þar til fyrir viku síðan. Þá fékk hún í fyrsta sinn sekt. „Ég hef alltaf lagt þarna og áður en ég kom var lagt þarna. Þannig það hefur alltaf verið lagt þarna. Áður fyrr var grindverk fyrir og þá var bíllinn settur inn og svo lokað fyrir. Þannig það hefur alltaf verið lagt þarna,“ segir Anna. Klippa: Má ekki lengur leggja fyrir utan heima hjá sér Ekki skilgreint sem bílastæði í deiliskipulagi Anna hafði strax samband við dóttur sína Elísabetu Ýri Sveinsdóttur sem kannaði málið. Mæðgurnar ákváðu að mótmæla sektinni en því var hafnað. Í svari bílastæðasjóðs kemur fram að ekki megi leggja bifreiðum á einkalóð nema í stæðum sem eru skilgreind sem slík í deiliskipulagi. Því stendur sektin. Lesa ekki Stjórnartíðindi dag hvern Að sögn Elísabetar og Önnu var þetta skrásett bílastæði í deiliskipulagi þar til árið 2008. Anna komst ekki að breytingunni fyrr en nú sextán árum síðar. „Stærri mál, ef Reykjavíkurborg fer í skipulagsbreytingar, þá er það bara auglýst í Stjórnartíðindum og ég ligg ekki yfir Stjórnartíðindum svona á degi hverjum,“ segir Elísabet. „Hvað þá ég,“ svarar Anna. Nágranni gæti hafa kvartað Og það virðist sem Anna sé ekki sú eina að lenda í þessu. Hún birti færslu um málið í Facebook-hópinn Íbúar í Miðborg og þó nokkrir kvörtuðu yfir því sama, að þau séu byrjuð að fá sektir fyrir að leggja í stæði á einkalóð. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir samgöngustjóri Reykjavíkurborgar að oft sé byrjað að sekta vegna svona brota þegar kvartanir koma frá nágrönnum eða öðrum vegfarendum. Ekki er nánar útskýrt hvers vegna Anna sé fyrst nú, fjörutíu árum eftir að hún flutti á Frakkastíg, byrjuð að fá sektir.
Reykjavík Borgarstjórn Bílastæði Skipulag Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira