Hjálmar segist ekki hafa verið handtekinn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. febrúar 2024 07:14 Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur og lögreglumaður. Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur og lögreglumaður, segir það vera haugalygi og rógburð að hann hafi verið handtekinn eftir að hafa neitað að yfirgefa heimili sitt í Grindavík í janúar. Þetta er meðal þess sem fram kemur í yfirlýsingu frá Hjálmari á Facebook. Þar segir hann sig knúinn til að rita nokkrar staðreyndir um stöðu sína og stöðu fjölskyldu sinnar. Hann hafi fengið þó nokkrar fyrirspurnir um það hvort hann hafi verið handtekinn. Greint var frá því á fimmtudag að Hjálmar væri farinn í leyfi frá löggæslustörfum. Var á sama tíma vísað í bókun hans á bæjarstjórnarfundi þar sem skorað var á viðbragðsaðila að endurskoða afstöðu þeirra um gildandi skipulag verðmætabjörgunar í Grindavík og opna sem fyrst fyrir umferð um allar leiðir til og frá bænum á milli 10:00 og 17:00 eða 19:00. Haugalygi og rógburður „Skemmst frá því að segja að þetta er haugalygi og rógburður af verstu gerð. Hafi ásetningur þeirra sem eru höfundar þessarar lygaþvælu að ráðast á mig eða mína persónu þá get ég sagt það hér að það tókst engan veginn,“ skrifar Hjálmar á Facebook. Hann segir að lygasagan hafi hins vegar endað á því að börn hans og barnabörn hafi þurft að líða fyrir hana. Sérstaklega hafi börn hans tekið þessu illa. „Og ekki er á bætandi í þeim tilfinningarússibana sem allir íbúar Grindavíkur eru í dag. Við höfum áhyggjur af eigin húsnæði, leiguhúsnæði, leigustyrk, eldsneytiskostnaði, uppkaupum eigna, komust við aftur heim, hvenær má ég sækja húsgögn, verð ég af fara Krýsuvíkurleiðina, er ég að fara missa vinnuna o.s.frv.?“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Lögreglan Tengdar fréttir Í leyfi frá löggæslustörfum: „Hef líka skyldur gagnvart sveitarfélaginu mínu“ Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumaður og formaður bæjarráðs í Grindavík, er í leyfi frá löggæslustörfum og hefur verið það í á þriðju viku. Það staðfestir hann í samtali við fréttastofu. 1. febrúar 2024 18:50 Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Fleiri fréttir Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í yfirlýsingu frá Hjálmari á Facebook. Þar segir hann sig knúinn til að rita nokkrar staðreyndir um stöðu sína og stöðu fjölskyldu sinnar. Hann hafi fengið þó nokkrar fyrirspurnir um það hvort hann hafi verið handtekinn. Greint var frá því á fimmtudag að Hjálmar væri farinn í leyfi frá löggæslustörfum. Var á sama tíma vísað í bókun hans á bæjarstjórnarfundi þar sem skorað var á viðbragðsaðila að endurskoða afstöðu þeirra um gildandi skipulag verðmætabjörgunar í Grindavík og opna sem fyrst fyrir umferð um allar leiðir til og frá bænum á milli 10:00 og 17:00 eða 19:00. Haugalygi og rógburður „Skemmst frá því að segja að þetta er haugalygi og rógburður af verstu gerð. Hafi ásetningur þeirra sem eru höfundar þessarar lygaþvælu að ráðast á mig eða mína persónu þá get ég sagt það hér að það tókst engan veginn,“ skrifar Hjálmar á Facebook. Hann segir að lygasagan hafi hins vegar endað á því að börn hans og barnabörn hafi þurft að líða fyrir hana. Sérstaklega hafi börn hans tekið þessu illa. „Og ekki er á bætandi í þeim tilfinningarússibana sem allir íbúar Grindavíkur eru í dag. Við höfum áhyggjur af eigin húsnæði, leiguhúsnæði, leigustyrk, eldsneytiskostnaði, uppkaupum eigna, komust við aftur heim, hvenær má ég sækja húsgögn, verð ég af fara Krýsuvíkurleiðina, er ég að fara missa vinnuna o.s.frv.?“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Lögreglan Tengdar fréttir Í leyfi frá löggæslustörfum: „Hef líka skyldur gagnvart sveitarfélaginu mínu“ Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumaður og formaður bæjarráðs í Grindavík, er í leyfi frá löggæslustörfum og hefur verið það í á þriðju viku. Það staðfestir hann í samtali við fréttastofu. 1. febrúar 2024 18:50 Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Fleiri fréttir Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Sjá meira
Í leyfi frá löggæslustörfum: „Hef líka skyldur gagnvart sveitarfélaginu mínu“ Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumaður og formaður bæjarráðs í Grindavík, er í leyfi frá löggæslustörfum og hefur verið það í á þriðju viku. Það staðfestir hann í samtali við fréttastofu. 1. febrúar 2024 18:50