Gott að hreinsa vel frá niðurföllum í kvöld Lovísa Arnardóttir og Bjarki Sigurðsson skrifa 1. febrúar 2024 21:30 Marcel varar við erfiðum aðstæðum þegar hlýnar í nótt. Þá bráðni snjór og geti myndast hálka. Stöð 2 Seint í kvöld og nótt er spáð hlýju veðri og talsverðri rigningu, einkum á sunnanverðu landinu. Búast má við miklum leysingum, auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum. Mikilvægt er að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón vegna rigningar og leysingavatns. Gefin hefur verið út gul viðvörun vegna veðursins. „Það byrjar að rigna á sunnanverðu landinu í kvöld og það fylgja því hlýindi,“ sagði Marcel De Vries veðurfræðingur á Veðurstofunni í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann sagði hitastig fara upp í allt að átta stig við suðurströndina og fjögur eða fimm stig á höfuðborgarsvæðinu. Þess vegna hefði hann gefið út gula viðvörun vegna hláku í kvöld og í nótt. Hann sagði að mjög líklega myndi mikill snjór bráðna og því mætti búast við miklu vatni og mögulega stífluðum niðurföllum. Hann mælti með því að huga að niðurföllum til að forðast tjón. Þá varaði hann einnig við því að það myndaðist við þessar aðstæður víða mikil hálka ofan á bráðnum snjónum. Fyrri veðurviðvörunin tekur gildi klukkan 23 í kvöld og rennur út um klukkan sex í fyrramálið. Það er svo um klukkan tíu eða ellefu í fyrramálið sem önnur viðvörun tekur gildi, en þá vegna éljagangs og hvassviðris. „Það kólnar smám saman og um tíu ellefuleytið breytist þetta í él og hvessir enn. Síðdegis verðum við komin með 15 til 23 metra á sekúndu á vestan og sunnanverðu landinu með éljagangi. Ástandið verður mjög svipað og í gær. Stundum er það rólegt og gott og svo kemur éljahríð og þá verður blint í stutta stund,“ sagði Marcel. Niðurföll skráð í borgarvefsjá Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu gaf út í morgun að gott væri fyrir fólk að huga að niðurföllum. Niðurföll í Reykjavík hafa verið kortlögð að hluta til. Þau sem eru skráð sjást ef kveikt er á fráveitu í Borgarvefsjá (merkt N).Sjá hér Óvissustig víða á vegum Vegagerðin varar við erfiðum akstursskilyrðum á morgun, föstudag, víða um land. Vegir hafa verið settir á óvissustig og getur komið til lokana með litlum eða engum fyrirvara. Óvissustig verður á eftirfarandi vegum: Suðvesturland: Reykjanesbraut, Grindavíkurvegur, Hellisheiði, Þrengsli, Kjalarnes, Mosfellsheiði og Suðurstrandarvegur, óvissustig frá kl. 10:00 2. feb. – kl. 7:00 3. feb. Krýsuvíkurvegur lokar snemma morguns. Vesturland: Hafnarfjall, óvissustig frá kl. 10:00 2. feb. – kl. 7:00 3. feb. Hvalfjörður, Akrafjallshringur, Borgarfjörður og Mýrar, óvissustig frá kl. 10:00 2. feb. – kl. 7:00 3. feb. Norðurland: Öxnadalsheiði, óvissustig 7:00 2. feb – 7:00 3. feb. Suðurland: Hringvegur (1) milli Hveragerðis og Markarfljóts, Árborgarhringur, Lyngdalsheiði og uppsveitir Suðurlands, óvissustig frá kl. 10:00 2. feb. – kl. 7:00 3. feb. Vegfarendur eru hvattir til að kynna sér veðurspá áður en lagt er í ferðalag. Veður Færð á vegum Slökkvilið Tengdar fréttir Vegagerðin varar við flughálku Veðurfræðingur Vegagerðarinnar varar við því að flughált verði á sumum vegum í dag, helst á Suður- og Vesturlandi. 1. febrúar 2024 10:42 Varað við asahláku, hálku og miklum leysingum Veðurstofan gerir ráð fyrir áframhaldandi suðvestanátt á landinu í dag en að hún verði þó ekki jafn hvöss og í gær. Má reikna með að vindur verði yfirleitt átta til fimmtán metrar á sekúndu. Það hlýnar þegar líður á daginn og hafa verið gefnar út gular viðvaranir vegna asahláku. 1. febrúar 2024 07:13 „Það má reikna með því að það fari allt á flot“ Gular viðvaranir taka aftur gildi annað kvöld. Hlý lægð kemur þá til landsins með mikilli rigningu. Búast má við asahláku og mikilli bleytu. Eftir það tekur við köld lægð með stormi. 31. janúar 2024 21:01 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Rok og rigning sama hvert er litið Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Lægðardrag yfir vestanverðu landinu en hiti gæti náð 18 stigum Hiti gæti náð tuttugu stigum fyrir austan Spá þoku fyrir norðan og austan Líkur á eldingum norðantil og gasmengun vestantil Reykvíkingar fengu loksins tuttugu gráður Landshitametið ekki fallið en hitamet fallin á ákveðnum stöðvum „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veðurblíða víða um land Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Hlýnar um helgina Skýjað með skúrum í höfuðborginni Rigning í Reykjavík en hlýtt og gott fyrir austan „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Fínasta veður um land allt Hægviðri, hafgola og hiti að átján stigum Skúrir á víð og dreif Rigning með köflum sunnan- og vestanlands Skúrir víða um land og lægð nálgast Sjá meira
„Það byrjar að rigna á sunnanverðu landinu í kvöld og það fylgja því hlýindi,“ sagði Marcel De Vries veðurfræðingur á Veðurstofunni í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann sagði hitastig fara upp í allt að átta stig við suðurströndina og fjögur eða fimm stig á höfuðborgarsvæðinu. Þess vegna hefði hann gefið út gula viðvörun vegna hláku í kvöld og í nótt. Hann sagði að mjög líklega myndi mikill snjór bráðna og því mætti búast við miklu vatni og mögulega stífluðum niðurföllum. Hann mælti með því að huga að niðurföllum til að forðast tjón. Þá varaði hann einnig við því að það myndaðist við þessar aðstæður víða mikil hálka ofan á bráðnum snjónum. Fyrri veðurviðvörunin tekur gildi klukkan 23 í kvöld og rennur út um klukkan sex í fyrramálið. Það er svo um klukkan tíu eða ellefu í fyrramálið sem önnur viðvörun tekur gildi, en þá vegna éljagangs og hvassviðris. „Það kólnar smám saman og um tíu ellefuleytið breytist þetta í él og hvessir enn. Síðdegis verðum við komin með 15 til 23 metra á sekúndu á vestan og sunnanverðu landinu með éljagangi. Ástandið verður mjög svipað og í gær. Stundum er það rólegt og gott og svo kemur éljahríð og þá verður blint í stutta stund,“ sagði Marcel. Niðurföll skráð í borgarvefsjá Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu gaf út í morgun að gott væri fyrir fólk að huga að niðurföllum. Niðurföll í Reykjavík hafa verið kortlögð að hluta til. Þau sem eru skráð sjást ef kveikt er á fráveitu í Borgarvefsjá (merkt N).Sjá hér Óvissustig víða á vegum Vegagerðin varar við erfiðum akstursskilyrðum á morgun, föstudag, víða um land. Vegir hafa verið settir á óvissustig og getur komið til lokana með litlum eða engum fyrirvara. Óvissustig verður á eftirfarandi vegum: Suðvesturland: Reykjanesbraut, Grindavíkurvegur, Hellisheiði, Þrengsli, Kjalarnes, Mosfellsheiði og Suðurstrandarvegur, óvissustig frá kl. 10:00 2. feb. – kl. 7:00 3. feb. Krýsuvíkurvegur lokar snemma morguns. Vesturland: Hafnarfjall, óvissustig frá kl. 10:00 2. feb. – kl. 7:00 3. feb. Hvalfjörður, Akrafjallshringur, Borgarfjörður og Mýrar, óvissustig frá kl. 10:00 2. feb. – kl. 7:00 3. feb. Norðurland: Öxnadalsheiði, óvissustig 7:00 2. feb – 7:00 3. feb. Suðurland: Hringvegur (1) milli Hveragerðis og Markarfljóts, Árborgarhringur, Lyngdalsheiði og uppsveitir Suðurlands, óvissustig frá kl. 10:00 2. feb. – kl. 7:00 3. feb. Vegfarendur eru hvattir til að kynna sér veðurspá áður en lagt er í ferðalag.
Veður Færð á vegum Slökkvilið Tengdar fréttir Vegagerðin varar við flughálku Veðurfræðingur Vegagerðarinnar varar við því að flughált verði á sumum vegum í dag, helst á Suður- og Vesturlandi. 1. febrúar 2024 10:42 Varað við asahláku, hálku og miklum leysingum Veðurstofan gerir ráð fyrir áframhaldandi suðvestanátt á landinu í dag en að hún verði þó ekki jafn hvöss og í gær. Má reikna með að vindur verði yfirleitt átta til fimmtán metrar á sekúndu. Það hlýnar þegar líður á daginn og hafa verið gefnar út gular viðvaranir vegna asahláku. 1. febrúar 2024 07:13 „Það má reikna með því að það fari allt á flot“ Gular viðvaranir taka aftur gildi annað kvöld. Hlý lægð kemur þá til landsins með mikilli rigningu. Búast má við asahláku og mikilli bleytu. Eftir það tekur við köld lægð með stormi. 31. janúar 2024 21:01 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Rok og rigning sama hvert er litið Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Lægðardrag yfir vestanverðu landinu en hiti gæti náð 18 stigum Hiti gæti náð tuttugu stigum fyrir austan Spá þoku fyrir norðan og austan Líkur á eldingum norðantil og gasmengun vestantil Reykvíkingar fengu loksins tuttugu gráður Landshitametið ekki fallið en hitamet fallin á ákveðnum stöðvum „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veðurblíða víða um land Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Hlýnar um helgina Skýjað með skúrum í höfuðborginni Rigning í Reykjavík en hlýtt og gott fyrir austan „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Fínasta veður um land allt Hægviðri, hafgola og hiti að átján stigum Skúrir á víð og dreif Rigning með köflum sunnan- og vestanlands Skúrir víða um land og lægð nálgast Sjá meira
Vegagerðin varar við flughálku Veðurfræðingur Vegagerðarinnar varar við því að flughált verði á sumum vegum í dag, helst á Suður- og Vesturlandi. 1. febrúar 2024 10:42
Varað við asahláku, hálku og miklum leysingum Veðurstofan gerir ráð fyrir áframhaldandi suðvestanátt á landinu í dag en að hún verði þó ekki jafn hvöss og í gær. Má reikna með að vindur verði yfirleitt átta til fimmtán metrar á sekúndu. Það hlýnar þegar líður á daginn og hafa verið gefnar út gular viðvaranir vegna asahláku. 1. febrúar 2024 07:13
„Það má reikna með því að það fari allt á flot“ Gular viðvaranir taka aftur gildi annað kvöld. Hlý lægð kemur þá til landsins með mikilli rigningu. Búast má við asahláku og mikilli bleytu. Eftir það tekur við köld lægð með stormi. 31. janúar 2024 21:01