Fjárhagslegt ofbeldi í skjóli nætur Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 31. janúar 2024 08:30 Desembermánuður á að vera mánuður kærleiks og mannúðar, ekki satt? Nákvæmlega þá sýndi ríkisstjórn Íslands sínar verstu hliðar og sló eigið heimsmet í lágkúru og fjárhagslegu ofbeldi gegn þeim sem minnst mega sín. Kirfilega falið í Gistináttaskatts-frumvarpinu sem afgreitt var í flýti, skömmu fyrir þinghlé, kom fram ný birtingarmynd grimmilegrar skerðingarstefnu stjórnvalda. Þar inni á milli ákvæða var að finna eina setningu, sem hefði fellt niður persónuafslátt lífeyrisþega og öryrkja sem búa erlendis. Fólk sem hefur gefist upp á því að hokra við sárafátæktarmörk hér á landi og haldið út í leit að betra lífi. Á einu bretti átti að svipta þau 65.000 króna persónuafslætti með fjögurra daga fyrirvara. Þessi hópur fólks er svo bágstaddur að í sumum tilfellum þýddi sviptingin að þau gætu ekki lengur staðið undir leigukostnaði. Hvernig getur land sem lýsir yfir jafnræði í lögum og stjórnarskrá, ráðist svona harkalega að sínum verst settu þegnum og mismunað þeim með þessum hætti? Þetta er brot á grundvallarmannréttindum og mun aðeins ýta þeim enn dýpra í fátækt og vonleysi. Fjármálaráðuneytið, undir stjórn Sjálfstæðisflokksins, ber að sjálfsögðu ábyrgð á þessari ógæfu, en hvar voru samstarfsflokkarnir, Framsókn og Vinstri græn þegar þessi ákvörðun var samþykkt? Hvernig gátu þau stutt slíka aðgerð án mótþróa eða umræðu? Þetta er enn frekari staðfesting á því að þessir flokkar hafa enga samúð eða skilning á aðstæðum fólks sem býr við fátækt og vanlíðan vegna vanbúnaðar almannatryggingakerfisins. Stjórnarandstaðan, undir forystu Ingu Sæland, keypti gálgafrest og kom í veg fyrir að þetta óréttlæti yrði að veruleika nú um áramótin með því að láta fresta framkvæmdinni um eitt ár. Það er aðeins tímabundinn sigur. Við munum ekki hvílast fyrr en lagagreinin verður felld brott svo koma megi í veg fyrir að lífeyrisþegum og öryrkjum verði mismunað hrapallega. Það er engin afsökun fyrir því að skerða lífsgæði þeirra enn frekar. Í andsvörum við fyrirspurn minni í síðustu viku sögðu bæði fjármála- og forsætisráðherra vera þeirrar skoðunar að þetta mál og áhrif þess þyrfti að skoða nánar. Hugsanlega eru stjórnvöld að átta sig á alvarleika þessa fjárhagslega ofbeldis sem átti að skella á fátækasta fólk landsins með aðeins fjögurra daga fyrirvara. Flokkur fólksins mun beita sér af fullum þunga til að tryggja að réttlæti verði haft að leiðarljósi í öllum ákvörðunum sem varða velferð og lífsgæði þessa hóps. Höfundur er þingflokksformaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Kristinsson Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Desembermánuður á að vera mánuður kærleiks og mannúðar, ekki satt? Nákvæmlega þá sýndi ríkisstjórn Íslands sínar verstu hliðar og sló eigið heimsmet í lágkúru og fjárhagslegu ofbeldi gegn þeim sem minnst mega sín. Kirfilega falið í Gistináttaskatts-frumvarpinu sem afgreitt var í flýti, skömmu fyrir þinghlé, kom fram ný birtingarmynd grimmilegrar skerðingarstefnu stjórnvalda. Þar inni á milli ákvæða var að finna eina setningu, sem hefði fellt niður persónuafslátt lífeyrisþega og öryrkja sem búa erlendis. Fólk sem hefur gefist upp á því að hokra við sárafátæktarmörk hér á landi og haldið út í leit að betra lífi. Á einu bretti átti að svipta þau 65.000 króna persónuafslætti með fjögurra daga fyrirvara. Þessi hópur fólks er svo bágstaddur að í sumum tilfellum þýddi sviptingin að þau gætu ekki lengur staðið undir leigukostnaði. Hvernig getur land sem lýsir yfir jafnræði í lögum og stjórnarskrá, ráðist svona harkalega að sínum verst settu þegnum og mismunað þeim með þessum hætti? Þetta er brot á grundvallarmannréttindum og mun aðeins ýta þeim enn dýpra í fátækt og vonleysi. Fjármálaráðuneytið, undir stjórn Sjálfstæðisflokksins, ber að sjálfsögðu ábyrgð á þessari ógæfu, en hvar voru samstarfsflokkarnir, Framsókn og Vinstri græn þegar þessi ákvörðun var samþykkt? Hvernig gátu þau stutt slíka aðgerð án mótþróa eða umræðu? Þetta er enn frekari staðfesting á því að þessir flokkar hafa enga samúð eða skilning á aðstæðum fólks sem býr við fátækt og vanlíðan vegna vanbúnaðar almannatryggingakerfisins. Stjórnarandstaðan, undir forystu Ingu Sæland, keypti gálgafrest og kom í veg fyrir að þetta óréttlæti yrði að veruleika nú um áramótin með því að láta fresta framkvæmdinni um eitt ár. Það er aðeins tímabundinn sigur. Við munum ekki hvílast fyrr en lagagreinin verður felld brott svo koma megi í veg fyrir að lífeyrisþegum og öryrkjum verði mismunað hrapallega. Það er engin afsökun fyrir því að skerða lífsgæði þeirra enn frekar. Í andsvörum við fyrirspurn minni í síðustu viku sögðu bæði fjármála- og forsætisráðherra vera þeirrar skoðunar að þetta mál og áhrif þess þyrfti að skoða nánar. Hugsanlega eru stjórnvöld að átta sig á alvarleika þessa fjárhagslega ofbeldis sem átti að skella á fátækasta fólk landsins með aðeins fjögurra daga fyrirvara. Flokkur fólksins mun beita sér af fullum þunga til að tryggja að réttlæti verði haft að leiðarljósi í öllum ákvörðunum sem varða velferð og lífsgæði þessa hóps. Höfundur er þingflokksformaður Flokks fólksins.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun