Leikurinn gegn Portúgal opnaði dyr inn í ensku úrvalsdeildina Stefán Árni Pálsson skrifar 31. janúar 2024 07:30 Hákon Rafn og Cristiano Ronaldo í leik Íslands og Portúgal ytra í nóvember á síðasta ári. David S. Bustamante/Getty Images) Hákon Rafn Valdimarsson stefnir á að koma sér eins fljótt og hann getur í liðið hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Brentford. Hákon skrifaði á dögunum undir samning til ársins 2028 hjá Brentford en félagið kaupir hann frá sænska liðinu Elfsborg. Hákon fór frá Gróttu til Elfsborg í júlí 2021 og hefur slegið í gegn hjá sænska félaginu. Hann var valinn besti markvörður sænsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Hákon var orðaður einnig við FCK og Aston Villa eins og einn þekktasti knattspyrnusérfræðingur heims Fabrizio Romano tísti um. „Það var mikill áhugi frá mörgum liðum og þar á meðal frá FCK og Aston Villa. Oftast eru tístin hjá Fabrizio rétt. Brentford sýndi líka mikinn áhuga og mér leist bara ótrúlega vel á þá. Ég talaði við Thomas Frank og Manu [Sotelo] markmannsþjálfara og ég er bara mjög ánægður með að hafa mætt hingað,“ segir Hákon. „Akkúrat núna er ég að reyna koma mér inn í liðið og síðan ætla ég að reyna vinna mig upp. Markmiðið í framtíðinni verður að vera markvörður Brentford.“ Hákon lék síðan sinn fyrsta A-landsleik á móti Portúgal í nóvember og lítur út fyrir að vera framtíðarmarkvörður landsliðsins. En hjálpaði leikurinn honum að fá skrefið í sterkustu deild heims? „Maður var að spila þarna á móti bestu leikmönnum heims. Áður hafði Brentford bara séð mig spila við leikmenn í sænsku deildinni. Það hefur án efa hjálpað mér, að koma mér í bestu deild í heimi.“ Rætt var við Hákon í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Enski boltinn Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport Fleiri fréttir Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs „Menn tala og tala en við erum bara með hörkulið“ Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Dagur Örn sagður á leið til FH Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Sjá meira
Hákon skrifaði á dögunum undir samning til ársins 2028 hjá Brentford en félagið kaupir hann frá sænska liðinu Elfsborg. Hákon fór frá Gróttu til Elfsborg í júlí 2021 og hefur slegið í gegn hjá sænska félaginu. Hann var valinn besti markvörður sænsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Hákon var orðaður einnig við FCK og Aston Villa eins og einn þekktasti knattspyrnusérfræðingur heims Fabrizio Romano tísti um. „Það var mikill áhugi frá mörgum liðum og þar á meðal frá FCK og Aston Villa. Oftast eru tístin hjá Fabrizio rétt. Brentford sýndi líka mikinn áhuga og mér leist bara ótrúlega vel á þá. Ég talaði við Thomas Frank og Manu [Sotelo] markmannsþjálfara og ég er bara mjög ánægður með að hafa mætt hingað,“ segir Hákon. „Akkúrat núna er ég að reyna koma mér inn í liðið og síðan ætla ég að reyna vinna mig upp. Markmiðið í framtíðinni verður að vera markvörður Brentford.“ Hákon lék síðan sinn fyrsta A-landsleik á móti Portúgal í nóvember og lítur út fyrir að vera framtíðarmarkvörður landsliðsins. En hjálpaði leikurinn honum að fá skrefið í sterkustu deild heims? „Maður var að spila þarna á móti bestu leikmönnum heims. Áður hafði Brentford bara séð mig spila við leikmenn í sænsku deildinni. Það hefur án efa hjálpað mér, að koma mér í bestu deild í heimi.“ Rætt var við Hákon í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi.
Enski boltinn Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport Fleiri fréttir Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs „Menn tala og tala en við erum bara með hörkulið“ Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Dagur Örn sagður á leið til FH Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins