Dóra Björt ekki að hæðast að Tómasi Jakob Bjarnar skrifar 30. janúar 2024 10:16 Um leið og Dóra Björt las um málið í Vísi, þar sem Tómas greindi frá vandræðum sínum, fór hún í málið og snjómokstursmaðurinn mætir nú klukkan sex í staðinn fyrir klukkan fjögur. vísir Stóra snjómokstursmálið virðist til lykta leitt. Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Pírata segist hafa farið strax í að skoða athugasemdir Tómasar Skúlasonar eftir að Vísir greindi frá þeim. „Allt er gott sem endar vel,“ segir Dóra Björt á Facebook-síðu sinni. Hún tengir við frétt Vísis þar sem segir að Tómas Skúlason, íbúi í Breiðholti sem hefði ekki fengið sæmilegan svefn nú í fjögur ár í fjögur ár, hafi loksins fengið úrlausn sinna mála. Alltaf þegar snjókorn féll af himni ofan var snjómokstursmaður mættur í bakgarðinn til hans, stundvíslega klukkan fjögur að nóttu, og farinn að hamast. Hvorki gekk né rak þó Tómas kvartaði við borgarapparatið fyrr en hann greindi frá málinu í samtali við Vísi. Þá fyrst dró til tíðinda. „Ég gekk strax í að athuga hvort það væri hægt að gera hlutina öðruvísi til að mæta sjónarmiðum Tómasar þegar ég las um þau eins og ég geri jafnan þegar ég sé möguleg úrbótatækifæri. Þegar ábendingar berast um verklag vetrarþjónustunnar eru þær nýttar til að bæta eins og hægt er. Það er frábært að það hafi verið hægt að bregðast við í þessu tilfelli en eins og gefur að skilja þá er það ekki alltaf raunin enda mikilvægt að hafa ferlin þannig að tíminn á tækjunum sé nýttur sem best,“ segir Dóra Björt í færslu á Facebook. Þetta vekur hins vegar upp þær spuringar hvort borgarkerfið sé óskilvirkt því það var ekki fyrr en Tómas greindi opinberlega frá málinu þegar eitthvað gerðist. Dóra Björt segist hafa séð færslu úr dagbók lögreglunnar, sem Vísir greindi frá, um kvörtun vegna ónæðis sökum snjómoksturs og hún hafi ekki getað stillt sig um að skella uppúr. „Þá var það ekki svo að ég væri að hæðast að fólki sem kvartar enda hef ég samúð með því að óska sér friðsællar nætur. Dregin var upp sú mynd að mér væri alveg sama og væri einhvernveginn voða kaldlynd en ég vona nú að fólk viti betur enda enda legg ég mikið á mig til að bæta lífsgæði fólks í margvíslegum skilningi.“ Dóra segir að henni hafi bara fundist örlítið fyndið í samhenginu að við værum komin á þann stað að þetta sé umkvörtunarefnið því við höfum þurft að kljást svo mikið við þetta frá þeirri hlið að það vanti meiri mokstur. „Þetta er því nýr veruleiki,“ segir Dóra Björt og brosir. Reykjavík Snjómokstur Borgarstjórn Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira
„Allt er gott sem endar vel,“ segir Dóra Björt á Facebook-síðu sinni. Hún tengir við frétt Vísis þar sem segir að Tómas Skúlason, íbúi í Breiðholti sem hefði ekki fengið sæmilegan svefn nú í fjögur ár í fjögur ár, hafi loksins fengið úrlausn sinna mála. Alltaf þegar snjókorn féll af himni ofan var snjómokstursmaður mættur í bakgarðinn til hans, stundvíslega klukkan fjögur að nóttu, og farinn að hamast. Hvorki gekk né rak þó Tómas kvartaði við borgarapparatið fyrr en hann greindi frá málinu í samtali við Vísi. Þá fyrst dró til tíðinda. „Ég gekk strax í að athuga hvort það væri hægt að gera hlutina öðruvísi til að mæta sjónarmiðum Tómasar þegar ég las um þau eins og ég geri jafnan þegar ég sé möguleg úrbótatækifæri. Þegar ábendingar berast um verklag vetrarþjónustunnar eru þær nýttar til að bæta eins og hægt er. Það er frábært að það hafi verið hægt að bregðast við í þessu tilfelli en eins og gefur að skilja þá er það ekki alltaf raunin enda mikilvægt að hafa ferlin þannig að tíminn á tækjunum sé nýttur sem best,“ segir Dóra Björt í færslu á Facebook. Þetta vekur hins vegar upp þær spuringar hvort borgarkerfið sé óskilvirkt því það var ekki fyrr en Tómas greindi opinberlega frá málinu þegar eitthvað gerðist. Dóra Björt segist hafa séð færslu úr dagbók lögreglunnar, sem Vísir greindi frá, um kvörtun vegna ónæðis sökum snjómoksturs og hún hafi ekki getað stillt sig um að skella uppúr. „Þá var það ekki svo að ég væri að hæðast að fólki sem kvartar enda hef ég samúð með því að óska sér friðsællar nætur. Dregin var upp sú mynd að mér væri alveg sama og væri einhvernveginn voða kaldlynd en ég vona nú að fólk viti betur enda enda legg ég mikið á mig til að bæta lífsgæði fólks í margvíslegum skilningi.“ Dóra segir að henni hafi bara fundist örlítið fyndið í samhenginu að við værum komin á þann stað að þetta sé umkvörtunarefnið því við höfum þurft að kljást svo mikið við þetta frá þeirri hlið að það vanti meiri mokstur. „Þetta er því nýr veruleiki,“ segir Dóra Björt og brosir.
Reykjavík Snjómokstur Borgarstjórn Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira