Dauðvona þjófur sem stal skóm Dóróteu sleppur við fangelsi Samúel Karl Ólason skrifar 29. janúar 2024 23:01 Hinn 76 ára gamli Terry Jon Martin er talinn eiga eingöngu nokkra mánuði ólifaða. AP/Dan Kraker Aldraður maður sem stal hinum frægu rauðu skóm Dóróteu úr kvikmyndinni um Galdrakarlinn í Oz mun líklega sleppa við fangelsi þar sem hann er við dauðans dyr. Hinn 76 ára gamli Terry Jon Martin sagðist hafa stolið skónum sem Judy Garland var í í kvikmyndinni sem kom út árið 1939 af safni í Minnesota, því hann vildi fremja sitt síðasta rán áður en hann dó. Martin stal skónum af safni um Judy Garland í Grand Rapids í Minnesota, heimabæ leikkonunnar frægu, árið 2005. Gamall samverkamaður hans hafði þá sagt honum að skórnir hlytu að vera skreyttir með raunverulegum gimsteinum, þar sem þeir voru tryggðir á milljón dala. Þá voru tíu ár liðin frá því Martin sat síðast í fangelsi en freistingin reyndist of mikil, samkvæmt verjanda hans. Hann notaði hamar við að brjóta sýningarkassa sem skórnir voru í og flúði með þá. Hann hefur aldrei viljað segja hverjir komu að þjófnaðinum með honum. Rauðu skórnir sem Judy Garland klæddist í kvikmyndinni um Galdrakarlinn í Oz eru ekki skreyttir raunverulegum gimsteinum. Þeir eru þó metnir á fúlgur fjár.AP/Reed Saxon Samkvæmt AP fréttaveitunni taldi Martin sig geta tekið gimsteinana af skónum og selt þá. Þegar hann komst að því að engir gimsteinar voru á skónum losaði hann sig við þá, með því að gefa þá til mannsins sem hafði sagt honum að gimsteinarnir á skónum væru raunverulegir. Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna fundu skóna árið 2018, eftir að maður sem sagðist vita hvar þeir væru vildi fá tvö hundruð þúsund dali eða um 27,5 milljónir króna í fundarlaun. Martin var þó ekki ákærður fyrir að stela þeim fyrr en í fyrra. Hann fannst í gegnum símagögn og játaði þegar á hann var gengið. Martin er talinn eiga nokkra mánuði ólifaða vegna veikinda. Hann þarfnast stöðugs eftirlits og þarf að nota súrefniskúta. Bæði verjendur hans og saksóknarar lögðu til að hann slyppi við fangelsisvist og samþykkti dómarinn það. Honum var einnig gert að greiða 23.500 dali í skaðabætur til safnsins. Dómarinn tók þó fram að við eðlilegar kringumstæður hefði hann dæmt Martin í tíu ára fangelsi. „Ég vil alls ekki gera lítið úr alvarleika glæps hans,“ sagði dómarinn. Hann sagði Martin hafa stolið og ætlað sér að eyðileggja einstakan menningargrip. Skórnir eru metnir á um 3,5 milljónir dala, sem samsvarar um 483 milljónum króna. Þeir eru einir fjögurra para sem Garland var í við tökur kvikmyndarinnar frægu. Hin pörin eru á söfnum en þetta par er í eigu safnarns Michael Shaw. Hann hafði lánað parið til safnsins í Grand Rapids en hefur nú fengið skóna aftur. Hann ætlar sér að selja skóna á uppboði. Bandaríkin Hollywood Erlend sakamál Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Martin stal skónum af safni um Judy Garland í Grand Rapids í Minnesota, heimabæ leikkonunnar frægu, árið 2005. Gamall samverkamaður hans hafði þá sagt honum að skórnir hlytu að vera skreyttir með raunverulegum gimsteinum, þar sem þeir voru tryggðir á milljón dala. Þá voru tíu ár liðin frá því Martin sat síðast í fangelsi en freistingin reyndist of mikil, samkvæmt verjanda hans. Hann notaði hamar við að brjóta sýningarkassa sem skórnir voru í og flúði með þá. Hann hefur aldrei viljað segja hverjir komu að þjófnaðinum með honum. Rauðu skórnir sem Judy Garland klæddist í kvikmyndinni um Galdrakarlinn í Oz eru ekki skreyttir raunverulegum gimsteinum. Þeir eru þó metnir á fúlgur fjár.AP/Reed Saxon Samkvæmt AP fréttaveitunni taldi Martin sig geta tekið gimsteinana af skónum og selt þá. Þegar hann komst að því að engir gimsteinar voru á skónum losaði hann sig við þá, með því að gefa þá til mannsins sem hafði sagt honum að gimsteinarnir á skónum væru raunverulegir. Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna fundu skóna árið 2018, eftir að maður sem sagðist vita hvar þeir væru vildi fá tvö hundruð þúsund dali eða um 27,5 milljónir króna í fundarlaun. Martin var þó ekki ákærður fyrir að stela þeim fyrr en í fyrra. Hann fannst í gegnum símagögn og játaði þegar á hann var gengið. Martin er talinn eiga nokkra mánuði ólifaða vegna veikinda. Hann þarfnast stöðugs eftirlits og þarf að nota súrefniskúta. Bæði verjendur hans og saksóknarar lögðu til að hann slyppi við fangelsisvist og samþykkti dómarinn það. Honum var einnig gert að greiða 23.500 dali í skaðabætur til safnsins. Dómarinn tók þó fram að við eðlilegar kringumstæður hefði hann dæmt Martin í tíu ára fangelsi. „Ég vil alls ekki gera lítið úr alvarleika glæps hans,“ sagði dómarinn. Hann sagði Martin hafa stolið og ætlað sér að eyðileggja einstakan menningargrip. Skórnir eru metnir á um 3,5 milljónir dala, sem samsvarar um 483 milljónum króna. Þeir eru einir fjögurra para sem Garland var í við tökur kvikmyndarinnar frægu. Hin pörin eru á söfnum en þetta par er í eigu safnarns Michael Shaw. Hann hafði lánað parið til safnsins í Grand Rapids en hefur nú fengið skóna aftur. Hann ætlar sér að selja skóna á uppboði.
Bandaríkin Hollywood Erlend sakamál Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira