Hætt á Instagram eftir fullyrðingar um lýtaaðgerðir Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. janúar 2024 12:37 Erin Moriarty segist miður sín yfir umræðunni um útlit hennar. Chelsea Guglielmino/Getty Images Bandaríska leikkonan Erin Moriarty er hætt á Instagram og gagnrýnir fréttakonuna Megyn Kelly harðlega vegna dylgna hennar um að Moriarty hafi gengist undir lýtaaðgerðir. Leikkonan, sem þekktust er fyrir hlutverk sitt í ofurhetjuþáttunum The Boys, segir í yfirlýsingu að hún hafi aldrei búist við því að þurfa að tjá sig um slík mál á opinberum vettvangi. Ástæðan er sú að Kelly nefndi Moriarty í hlaðvarpsþætti sínum sem dæmi um ungmenni sem undirgengst hefðu lýtaaðgerðir. Þá birti hún mynd af leikkonunni. „Fleiri og fleiri ungar konur eru að gera þetta,“ sagði Kelly í hlaðvarpinu. „Þetta snýst ekki um andstöðu gegn lýtaaðgerðum, en þetta snýst um þessa þráhyggju um að breyta þér í falsútgáfu af þér...mér finnst þetta eins og merki um geðsjúkdóm. Ég vil komast í hausinn á þessum ungu konum og segja: „Plís, ekki gera þetta.“ Klippu úr þættinum má horfa á hér fyrir neðan. Megan Kelly on Actress Erin Moriarty's radical transformation with what seems like plastic surgery pic.twitter.com/15xe9ptTXc— Sociat USA (@SociatUSA) January 28, 2024 Segist í áfalli yfir ummælunum Í yfirlýsingu sinni segist bandaríska leikkonan aldrei hafa lent í viðlíka einelti og nú. Hún segist hafa fengið send skilaboð um ummæli Megyn og að hún sé í áfalli vegna málsins. Mynd sem Megyn hafi birt af leikkonunni og sagt að væri árs gömul mynd, væri í raun tíu ára gömul. Hin nýja mynd hafi verið af leikkonunni þar sem hún hafi verið með mikinn farða á sér. Hún segist ekki ætla að sætta sig við að talað sé um sig á þennan hátt. „Þetta er áreitni. Þetta eru falsfréttir,“ segir leikkonan. Hún segist ekki ætla að opna Instagram aftur um hríð, mögulega aldrei aftur. Yfirlýsing leikkonunnar í heild sinni: Hollywood Bandaríkin Lýtalækningar Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Sjá meira
Leikkonan, sem þekktust er fyrir hlutverk sitt í ofurhetjuþáttunum The Boys, segir í yfirlýsingu að hún hafi aldrei búist við því að þurfa að tjá sig um slík mál á opinberum vettvangi. Ástæðan er sú að Kelly nefndi Moriarty í hlaðvarpsþætti sínum sem dæmi um ungmenni sem undirgengst hefðu lýtaaðgerðir. Þá birti hún mynd af leikkonunni. „Fleiri og fleiri ungar konur eru að gera þetta,“ sagði Kelly í hlaðvarpinu. „Þetta snýst ekki um andstöðu gegn lýtaaðgerðum, en þetta snýst um þessa þráhyggju um að breyta þér í falsútgáfu af þér...mér finnst þetta eins og merki um geðsjúkdóm. Ég vil komast í hausinn á þessum ungu konum og segja: „Plís, ekki gera þetta.“ Klippu úr þættinum má horfa á hér fyrir neðan. Megan Kelly on Actress Erin Moriarty's radical transformation with what seems like plastic surgery pic.twitter.com/15xe9ptTXc— Sociat USA (@SociatUSA) January 28, 2024 Segist í áfalli yfir ummælunum Í yfirlýsingu sinni segist bandaríska leikkonan aldrei hafa lent í viðlíka einelti og nú. Hún segist hafa fengið send skilaboð um ummæli Megyn og að hún sé í áfalli vegna málsins. Mynd sem Megyn hafi birt af leikkonunni og sagt að væri árs gömul mynd, væri í raun tíu ára gömul. Hin nýja mynd hafi verið af leikkonunni þar sem hún hafi verið með mikinn farða á sér. Hún segist ekki ætla að sætta sig við að talað sé um sig á þennan hátt. „Þetta er áreitni. Þetta eru falsfréttir,“ segir leikkonan. Hún segist ekki ætla að opna Instagram aftur um hríð, mögulega aldrei aftur. Yfirlýsing leikkonunnar í heild sinni:
Hollywood Bandaríkin Lýtalækningar Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Sjá meira