Segja Rashford hafa sést á skemmtistað áður en hann hringdi sig inn veikan Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. janúar 2024 22:45 Rashford hefur átt erfitt uppdráttar á leiktíðinni. EPA-EFE/PETER POWELL Marcus Rashford var hvergi sjáanlegur þegar Manchester United æfði á föstudag en liðið mætir Newport County í ensku bikarkeppninni á morgun, sunnudag. Rashford hringdi sig inn veikan en sást á skemmistað á aðfaranótt föstudags samkvæmt frétt The Athletic. Mikið hefur verið um meiðsli og veikindi hjá leikmönnum Man United í vetur. Sem stendur er FA Cup, enska bikarkeppnin, eini raunsæi möguleiki liðsins á titli á leiktíðinni. The Athletic greinir frá því að það hafi sést til Rashford á skemmistað í Belfast í Norður-Írlandi á fimmtudagskvöld, aðfaranótt föstudags. Hann hafi svo tilkynnt félaginu að hann væri veikur og gæti ekki æft á föstudeginum. Marcus Rashford went out in Belfast the night before reporting himself as too ill to attend Manchester United training on Friday.#MUFC | #PL More from @lauriewhitwell, @mjcritchley and @Dan_Sheldon_— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) January 27, 2024 Man United vissi að hinn 26 ára gamli Rashford væri í N-Írlandi á miðvikudagskvöldið en Athletic hefur fengið staðfestingu þess efnis að hann hafi einnig verið úti að skemmta sér á fimmtudagskvöldinu. Hann sneri svo til baka til Manchester með einkaþotu snemma á föstudeginum. Bæði Man United sem og teymið hans Rashford neituðu að tjá sig þegar Athletic hafði samband. Erik ten Hag, þjálfari liðsins, sagði á föstudag að Rashford og Jonny Evans væru báðir veikir. Það yrði því tekin ákvörðun með hvort þeir gætu spilað degi fyrir leik. Marcus Rashford was in a Belfast nightclub hours before reporting himself as too ill to train on Friday morning. #MUFC were informed the 26yo had only been out on Wednesday night. W / @lauriewhitwell + @mjcritchley via @TheAthleticFC: https://t.co/DA75tcaARI— Dan Sheldon (@Dan_Sheldon_) January 27, 2024 Rashford hefur átt einkar erfitt uppdráttar á leiktíðinni. Hann hefur skorað fjögur mörk og gefið þrjár stoðsendingar í 20 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Hann gaf tvær stoðsendingar í fjórum leikjum í Meistaradeild Evrópu, skoraði hvorki né lagði upp í deildarbikarnum en gaf stoðsendingu í 2-0 sigrinum á Wigan Athletic í 3. umferð FA Cup. Leikur Newport County og Man United er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2 á morgun, sunnudag. Útsending hefst klukkan 16.20. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Dagskráin í dag: Árið gert upp í Sportsíldinni Sport Fleiri fréttir Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Sjá meira
Mikið hefur verið um meiðsli og veikindi hjá leikmönnum Man United í vetur. Sem stendur er FA Cup, enska bikarkeppnin, eini raunsæi möguleiki liðsins á titli á leiktíðinni. The Athletic greinir frá því að það hafi sést til Rashford á skemmistað í Belfast í Norður-Írlandi á fimmtudagskvöld, aðfaranótt föstudags. Hann hafi svo tilkynnt félaginu að hann væri veikur og gæti ekki æft á föstudeginum. Marcus Rashford went out in Belfast the night before reporting himself as too ill to attend Manchester United training on Friday.#MUFC | #PL More from @lauriewhitwell, @mjcritchley and @Dan_Sheldon_— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) January 27, 2024 Man United vissi að hinn 26 ára gamli Rashford væri í N-Írlandi á miðvikudagskvöldið en Athletic hefur fengið staðfestingu þess efnis að hann hafi einnig verið úti að skemmta sér á fimmtudagskvöldinu. Hann sneri svo til baka til Manchester með einkaþotu snemma á föstudeginum. Bæði Man United sem og teymið hans Rashford neituðu að tjá sig þegar Athletic hafði samband. Erik ten Hag, þjálfari liðsins, sagði á föstudag að Rashford og Jonny Evans væru báðir veikir. Það yrði því tekin ákvörðun með hvort þeir gætu spilað degi fyrir leik. Marcus Rashford was in a Belfast nightclub hours before reporting himself as too ill to train on Friday morning. #MUFC were informed the 26yo had only been out on Wednesday night. W / @lauriewhitwell + @mjcritchley via @TheAthleticFC: https://t.co/DA75tcaARI— Dan Sheldon (@Dan_Sheldon_) January 27, 2024 Rashford hefur átt einkar erfitt uppdráttar á leiktíðinni. Hann hefur skorað fjögur mörk og gefið þrjár stoðsendingar í 20 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Hann gaf tvær stoðsendingar í fjórum leikjum í Meistaradeild Evrópu, skoraði hvorki né lagði upp í deildarbikarnum en gaf stoðsendingu í 2-0 sigrinum á Wigan Athletic í 3. umferð FA Cup. Leikur Newport County og Man United er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2 á morgun, sunnudag. Útsending hefst klukkan 16.20.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Dagskráin í dag: Árið gert upp í Sportsíldinni Sport Fleiri fréttir Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Sjá meira