Ræða veru bandarískra hermanna í Írak Samúel Karl Ólason skrifar 26. janúar 2024 14:59 Meðlimir Kataib Hezbollah jarða mann sem féll í einni af loftárásum Bandaríkjanna í Írak. AP/Hadi Mizban Ráðamenn í Bandaríkjunum og Írak munu á næstunni hefja viðræður um að binda enda á bandalagið gegn Íslamska ríkinu, sem stofnað var til að berjast gegn vígamönnum hryðjuverkasamtakanna í Írak. Meðal þess sem ræða á um er hvort bandarískir hermenn verða áfram í landinu og þá hve umfangsmikil viðvera þeirra verður. Bandarískir hermenn í Írak hafa orðið fyrir fjölmörgum árásum þar í landi frá vopnahópum, sem eru óformlegur hluti af írakska hernum en eru studdir og jafnvel fjármagnaðir af yfirvöldum í Íran og tengjast klerkastjórninni nánum böndum. Hóparnir voru myndaðir þegar baráttan gegn vígamönnum ISIS stóð hvað hæst. Her Bandaríkjanna hefur svarað þessum árásum með loftárásum innan landamæra Íraks og hefur ríkisstjórn Íraks kvartað yfir þeim. Forsætisráðherra Íraks hefur sagt að hann muni ræða við ráðamenn í Bandaríkjunum um að flytja hermenn þeirra úr landinu. Sjá einnig: Fordæma Bandaríkjamenn vegna drónaárásar í Baghdad AP fréttaveitan hefur þó eftir embættismönnum í Bandaríkjunum að viðræðurnar hafi verið skipulagðar um síðasta sumar, áður en þessar árásir hófust. Talskona varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna sagði svo í gær að engin beiðni um að flytja hermenn á brott hefði borist frá ríkisstjórn Íraks. Allra fyrstu viðræðurnar eiga að fara fram á morgun en þær á að nota til að leggja línurnar fyrir áframhaldandi viðræður. Ítrekaðar árásir á hermenn Frá því stríð Ísrael og Hamas hófst hafa að minnsta kosti sextíu árásir verið gerðar á bandaríska hermenn í Írak og Sýrlandi. Þær hafa verið gerðar með drónum, eldflaugum, bæði skamm- og langdrægum, og sprenguvörpum. Um síðustu helgi skutu meðlimir hóps sem kallast Kataib Hezbollah nokkrum langdrægum eldflaugum að stórri herstöð í Vesturhluta Íraks, þar sem bandarískir hermenn hafa þjálfað írakskar öryggissveitir. Þeirri árás var svarað með loftárásum gegn hópum tengdum Íran og féllu einhverjir meðlimir hópanna í þeim árásum. Ríkisstjórn Íraks mótmælti loftárásunum en meðlimir hennar hafa einnig mótmælt skæðri eldflaugaárás Írana á borgina Erbil í norðurhluta Íraks. Írak Bandaríkin Hernaður Sýrland Íran Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Sjá meira
Bandarískir hermenn í Írak hafa orðið fyrir fjölmörgum árásum þar í landi frá vopnahópum, sem eru óformlegur hluti af írakska hernum en eru studdir og jafnvel fjármagnaðir af yfirvöldum í Íran og tengjast klerkastjórninni nánum böndum. Hóparnir voru myndaðir þegar baráttan gegn vígamönnum ISIS stóð hvað hæst. Her Bandaríkjanna hefur svarað þessum árásum með loftárásum innan landamæra Íraks og hefur ríkisstjórn Íraks kvartað yfir þeim. Forsætisráðherra Íraks hefur sagt að hann muni ræða við ráðamenn í Bandaríkjunum um að flytja hermenn þeirra úr landinu. Sjá einnig: Fordæma Bandaríkjamenn vegna drónaárásar í Baghdad AP fréttaveitan hefur þó eftir embættismönnum í Bandaríkjunum að viðræðurnar hafi verið skipulagðar um síðasta sumar, áður en þessar árásir hófust. Talskona varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna sagði svo í gær að engin beiðni um að flytja hermenn á brott hefði borist frá ríkisstjórn Íraks. Allra fyrstu viðræðurnar eiga að fara fram á morgun en þær á að nota til að leggja línurnar fyrir áframhaldandi viðræður. Ítrekaðar árásir á hermenn Frá því stríð Ísrael og Hamas hófst hafa að minnsta kosti sextíu árásir verið gerðar á bandaríska hermenn í Írak og Sýrlandi. Þær hafa verið gerðar með drónum, eldflaugum, bæði skamm- og langdrægum, og sprenguvörpum. Um síðustu helgi skutu meðlimir hóps sem kallast Kataib Hezbollah nokkrum langdrægum eldflaugum að stórri herstöð í Vesturhluta Íraks, þar sem bandarískir hermenn hafa þjálfað írakskar öryggissveitir. Þeirri árás var svarað með loftárásum gegn hópum tengdum Íran og féllu einhverjir meðlimir hópanna í þeim árásum. Ríkisstjórn Íraks mótmælti loftárásunum en meðlimir hennar hafa einnig mótmælt skæðri eldflaugaárás Írana á borgina Erbil í norðurhluta Íraks.
Írak Bandaríkin Hernaður Sýrland Íran Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Sjá meira