Blæs á sögusagnir og segir algjöra ró hafa verið innan veggja skólans Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. janúar 2024 13:58 Frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Skólastjórnendur Fjölbrautaskólans í Breiðholti segja allt hafa verið með kyrrum kjörum í skólanum í gær eftir að honum var lokað í kjölfar þess að stjórnendum bárust upplýsingar um að fyrrverandi nemandi hyggðist koma í skólann og valda miska. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Guðrúnu Hrefnu Guðmundsdóttur, skólameistara FB. Hún segir brýnt að réttar upplýsingar um málið komist til skila þar sem mikið af skrýtnum sögusögnum sé um málið á samfélagsmiðlum. Guðrún Hrefna hefur til þessa hafnað viðtali við fréttastofu um málið og vísað á lögreglu. Ekki hafa fengist svör frá lögreglunni vegna málsins, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Ýmsar sögusagnir, fullyrðingar og kenningar hafa verið á kreiki um handtökuna á samfélagsmiðlum og í hlaðvörpum. Tryggja öryggi nemenda „Í gær, þann 24. janúar 2024 um tvöleytið bárust skólanum upplýsingar í síma um að fyrrum nemandi skólans hyggðist koma í skólann og valda miska. Viðbrögð skólans voru á þá leið að tryggja öryggi nemenda og starfsfólks með að hafa samband við lögreglu sem kom á vettvang innan tíu mínútna.“ Skólanum var lokað og settur vörður við útidyr. Eftir um það bil klukkustund hafi lögreglan handsamað þann sem hafði í hótunum og var hættunni þar með aflýst. „Tekið skal fram að enginn kom inn í skólann og að innan veggja skólans var allt með kyrrum kjörum. Meðal nemenda og starfsfólks spurðist það fljótt út að lögregla væri komin á vettvang og vöknuðu við það ýmsar spurningar eins og skiljanlegt er,“ segir í tilkynningunni. „Þegar þessu máli var lokið urðum við vör við að tveir einstaklingar voru handteknir í námunda við skólann, eins og greint hefur verið frá í fréttum. Af því máli höfum við ekki fengið frekari upplýsingar.“ Lögreglumál Reykjavík Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Guðrúnu Hrefnu Guðmundsdóttur, skólameistara FB. Hún segir brýnt að réttar upplýsingar um málið komist til skila þar sem mikið af skrýtnum sögusögnum sé um málið á samfélagsmiðlum. Guðrún Hrefna hefur til þessa hafnað viðtali við fréttastofu um málið og vísað á lögreglu. Ekki hafa fengist svör frá lögreglunni vegna málsins, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Ýmsar sögusagnir, fullyrðingar og kenningar hafa verið á kreiki um handtökuna á samfélagsmiðlum og í hlaðvörpum. Tryggja öryggi nemenda „Í gær, þann 24. janúar 2024 um tvöleytið bárust skólanum upplýsingar í síma um að fyrrum nemandi skólans hyggðist koma í skólann og valda miska. Viðbrögð skólans voru á þá leið að tryggja öryggi nemenda og starfsfólks með að hafa samband við lögreglu sem kom á vettvang innan tíu mínútna.“ Skólanum var lokað og settur vörður við útidyr. Eftir um það bil klukkustund hafi lögreglan handsamað þann sem hafði í hótunum og var hættunni þar með aflýst. „Tekið skal fram að enginn kom inn í skólann og að innan veggja skólans var allt með kyrrum kjörum. Meðal nemenda og starfsfólks spurðist það fljótt út að lögregla væri komin á vettvang og vöknuðu við það ýmsar spurningar eins og skiljanlegt er,“ segir í tilkynningunni. „Þegar þessu máli var lokið urðum við vör við að tveir einstaklingar voru handteknir í námunda við skólann, eins og greint hefur verið frá í fréttum. Af því máli höfum við ekki fengið frekari upplýsingar.“
Lögreglumál Reykjavík Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Sjá meira